Aldrei planið að taka upp myndband á Íslandi: „Þetta er bara Justin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. desember 2015 19:58 Justin Bieber við Seljalandsfoss. vísir „Það er það sem er svo fallegt við myndbandið; þetta er bara Justin. Þetta er ekki hann að leika. Hann er bara hann sjálfur. Hann er hamingjusamur. Hann er að lifa lífinu.“ Þetta segir Rory Kramer, leikstjóri myndbandsins við lagið I‘ll Show You, með kanadíska söngvaranum Justin Bieber. Kramer er í viðtali við miðilinn Marriott Traveler en í því rekur hann hvernig það kom til að Bieber kom hingað til lands og tók upp myndband við lagið. Bieber var að ljúka við gerð plötunnar Purpose á grísku eyjunni Santorini þegar Kramer spurði hann hvaða stað hann hefði alltaf langað að heimsækja en ekki haft tækifæri til þess enn. Staðurinn var Ísland en Kramer segir að hann hafi einnig alltaf langað til að koma hingað. Hann bauð síðan ljósmyndaranum Chris Burkard að hitta þá hér sem hafði komið til Íslands áður. Í viðtalinu segir Kramer að það hafi aldrei verið planið að taka upp myndband á Íslandi. Hann hafi bara verið að fanga augnablik ferðalags með vinum sínum og því sé myndbandið nokkuð frábrugðið öðrum myndböndum Bieber. „Þú sérð varla framan í hann í myndbandinu,“ segir Kramer. „Þú verður hann og finnur það sem hann finnur í gegnum textann í laginu.“ Þannig sé eitt augnablik í myndbandinu þar sem Bieber er eitt sólskinsbros þar sem hann veltir sér niður mosagróna brekku á Suðurlandi. Þar bregði fyrir sjaldgæfri mynd af stórstjörnu sem er ekki með áhyggjur af næstu tónleikum, næsta viðtali eða papparössum. Eins og flestum er kunnugt er von á Justin Bieber aftur til landsins á næsta ári en hann heldur tónleika í Kórnum þann 9. september. Uppselt varð á tónleikana á hálftíma í gær en mun meiri eftirspurn var eftir miðunum en tónleikahaldarar bjuggust við. Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
„Það er það sem er svo fallegt við myndbandið; þetta er bara Justin. Þetta er ekki hann að leika. Hann er bara hann sjálfur. Hann er hamingjusamur. Hann er að lifa lífinu.“ Þetta segir Rory Kramer, leikstjóri myndbandsins við lagið I‘ll Show You, með kanadíska söngvaranum Justin Bieber. Kramer er í viðtali við miðilinn Marriott Traveler en í því rekur hann hvernig það kom til að Bieber kom hingað til lands og tók upp myndband við lagið. Bieber var að ljúka við gerð plötunnar Purpose á grísku eyjunni Santorini þegar Kramer spurði hann hvaða stað hann hefði alltaf langað að heimsækja en ekki haft tækifæri til þess enn. Staðurinn var Ísland en Kramer segir að hann hafi einnig alltaf langað til að koma hingað. Hann bauð síðan ljósmyndaranum Chris Burkard að hitta þá hér sem hafði komið til Íslands áður. Í viðtalinu segir Kramer að það hafi aldrei verið planið að taka upp myndband á Íslandi. Hann hafi bara verið að fanga augnablik ferðalags með vinum sínum og því sé myndbandið nokkuð frábrugðið öðrum myndböndum Bieber. „Þú sérð varla framan í hann í myndbandinu,“ segir Kramer. „Þú verður hann og finnur það sem hann finnur í gegnum textann í laginu.“ Þannig sé eitt augnablik í myndbandinu þar sem Bieber er eitt sólskinsbros þar sem hann veltir sér niður mosagróna brekku á Suðurlandi. Þar bregði fyrir sjaldgæfri mynd af stórstjörnu sem er ekki með áhyggjur af næstu tónleikum, næsta viðtali eða papparössum. Eins og flestum er kunnugt er von á Justin Bieber aftur til landsins á næsta ári en hann heldur tónleika í Kórnum þann 9. september. Uppselt varð á tónleikana á hálftíma í gær en mun meiri eftirspurn var eftir miðunum en tónleikahaldarar bjuggust við.
Justin Bieber á Íslandi Tengdar fréttir Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10 Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48 Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45 Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48 Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28 Mest lesið Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Lífið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Lífið Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Lífið Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Ástfangin á ný Lífið Fleiri fréttir Rapparinn og málverndarsinninn frjáls ferða sinna Boðaði vinkonurnar í bústað eftir að hafa upplifað Tinder á sterum Fréttatía vikunnar: Moulin Rouge, Blóðbankinn og Eurovision „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Sjá meira
Ásókn í Bieber-miða á svarta markaðinum Margir leita nú á sölusíður á netinu til að sækjast eftir því að kaupa miða á uppsprengdu verði á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 14:10
Uppselt á Bieber: Seldist upp á hálftíma Uppselt er á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 10:48
Tix.is um Bieber-miðasöluna: Of hratt hleypt inn í röðina Mikil reiði ríkir meðal þeirra sem ekki nældu sér í miða í morgun á tónleika Justin Bieber. 19. desember 2015 12:45
Á von á því að deyja ef Bieber fer úr að ofan í Kórnum Ísland í dag ræddi við eldheitan Justin Bieber aðdáanda. 19. desember 2015 19:48
Sena: Skoðum möguleikana á því að halda aukatónleika með Bieber Forsvarsmenn Senu segja að það sé langsótt en að þeir muni skoða hvort að hægt sé að halda aukatónleika með Justin Bieber hér á landi. 19. desember 2015 11:28