Emil Hallfreðsson og félagar í Hellas Verona gerðu enn eitt jafntefli í ítölsku seríu A-deildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið mætti Sassuolo og fór leikurinn 1-1.
Emil var að venju í byrjunarliðinu og lék fyrstu sextíu mínútur leiksins. Sergio Floccari kom gestunum yfir á 35. mínútu leiksins en Luca Toni náði að jafna nokkrum mínútum síðar fyrir Verona.
Þannig lauk leiknum en Verona hefur núna gert átta jafntefli í deildinni og er það með átta stig í neðsta sætinu. Sassuolo er í 6. sæti með 27 stig.
Hér að neðan má sjá úrslit dagsins:
Carpi 2 - 3 Juventus
Atalanta 1 - 3 SSC Napoli
Fiorentina 2 - 0 ChievoVerona
Hellas Verona 1 - 1 Sassuolo
Roma 2 - 0 Genoa

