Frjálsari reglur í opnum fangelsum Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 19. desember 2015 11:00 Fangelsið á Sogni er svokallað opið úrræði. Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Að Sogni í Ölfusi hefur verið rekið opið fangelsi í þrjú ár. Áður var þar réttargeðdeild. Blaðamenn heimsóttu fangelsið og ljósmyndarinn Anton Brink slóst með í för. „Reynslan af Sogni hefur verið mjög góð,“ segir Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona á Sogni og Litla-Hrauni. Fangelsið að Sogni hefur verið starfandi í þrjú ár eða frá því að Réttargeðdeild var flutt þaðan og í bæinn. Pláss er fyrir 22-23 fanga þar en áður var rekið opið fangelsi að Bitru í eitt ár en starfsemin svo færð á Sogn. Um svokallað opið fangelsi er að ræða en það felur í sér að engar girðingar eða múrar afmarka fangelsið. Þar hefur hver fangi sitt herbergi og heimilislegt um að litast.Tilkynningataflan á Sogni. Þarna geta menn skráð sig í jólaklippingu, svo dæmi sé tekið.Fangar þurfa að fylgja þeim reglum sem settar eru í fangelsinu en brjóti þeir þær þá eru þeir sendir í öryggisfangelsi. Flestir sem afplána á Sogni eru karlmenn en nú eru þar tvær konur og ein kona afplánaði þar nokkra mánuði. „Þeir sem fara í opið úrræði eru þeir sem geta átt eftir sirka tvö ár af afplánun eða þangað til þeir fara á Vernd eða í rafrænt eftirlit.“Fylgst er með öllum ferðum fanganna - þó að fangelsið sé opið og enga múra eða rimla sé þar að finna.Fangar taka virkan þátt í heimilishaldinu, sumir vinna við eldamennsku, þrif, þvotta og annað sem viðkemur húshaldi og viðhaldsstörfum meðal annars. Á staðnum er að finna gróðurhús. „Menn geta fengið heimild til þess að vinna á næstu bæjum og við erum líka í samstarfi við mjög gott fyrirtæki í Hveragerði sem heitir Fengur. Nokkrir hafa fengið að spreyta sig þar í vinnu. Þetta er auðvitað ómetanlegt í endurhæfingu og að búa menn undir að takast á við lífið eftir afplánun.“Fangar sjá sjálfir um að elda og önnur heimilisstörfReglur um heimsóknir eru ekki eins strangar í opnum fangelsum eins og lokuðum. Á Sogni geta fangar fengið heimsókn föstudaga, laugardaga og sunnudaga. Börn þeirra geta dvalið hjá þeim frá klukkan 10-17.A dögunum var haldið jólahlaðborð á Sogni, en fangelsið er fallega skreytt nú í desember Jólin eru haldin hátíðleg á Sogni og í síðustu viku voru fangar með jólahlaðborð sem þeir stóðu að sjálfir. „Þetta er dálítið eins og stór fjölskylda bara á jólunum,“ segir Margrét um jólin á Sogni.Herbergi á Sogni.Líkamsræktaraðstaðan á Sogni
Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira