Svona útveguðu ræningjarnir sér flóttabíl: Óku um með brauð og berlínarbollur aftur í Atli Ísleifsson skrifar 30. desember 2015 19:30 Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, segir að flóttabílnum hafi verið stolið í Hafnarfirði í morgun. „Þeir hafa þá ekið um með brauð og berlínarbollur aftur í,“ segir Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, en sendibíll fyrirtækisins var notaður sem flóttabíll í bankaráninu í Landsbankanum í Borgartúni í morgun. Jarek segir að bílnum hafi verið stolið um klukkan hálf ellefu í Hafnarfirði í morgun. „Ég var að afhenda vörur í verslunina Mini Market á Reykjavíkurvegi og gerði þau mistök að skilja lyklana eftir í bílnum. Ég fór inn með vörurnar, var inni í þrjár eða fjórar mínútur og þegar ég kom aftur út var bíllinn horfinn.“Bíll Hverafoldar bakarís fannst í Barmahlíð í Reykjavík.Vísir/PjeturJarek segir að hann hafi svo hringt í lögreglu þar sem hann tilkynnti að bílnum hafi verið stolið. „Það var smá vesen því veskið, lyklarnir og síminn minn var í bílnum. Ég lét loka öllum kortum og svo framvegis.“ Jarek segist svo hafa hringt í lögregluna nokkru síðar til að spyrjast fyrir um bílinn þar sem hann hafi fengið þær fréttir að bíllinn hafi verið notaður í bankaráni og að hann hafi fundist í Barmahlíð í Reykjavík. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að hafa fengið fréttirnar, þó að hann sé feginn að bíllinn hafi fundist. Lögregla mun hafa bílinn í sinni vörslu vegna rannsóknar málsins, en Jarek vonast til að geta fengið hann aftur á morgun. Hann hafi þó tryggt að brauð muni berast viðskiptavinum á morgun. Hann segist enn ekki hafa fengið upplýsingar um hvort veski hans, sími, jakki og lyklar hafi fundist í bílnum. Jarek segist hafa lært það í dag að skilja bílinn aldrei eftir í gangi, þó að hann slökkvi nær alltaf á bílnum. „Ég hvet líka annað fólk til að hafa þetta í huga,“ segir Jarek að lokum. Tengdar fréttir Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55 Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
„Þeir hafa þá ekið um með brauð og berlínarbollur aftur í,“ segir Jarek Kuczynski, eigandi Hverafoldar bakarís, en sendibíll fyrirtækisins var notaður sem flóttabíll í bankaráninu í Landsbankanum í Borgartúni í morgun. Jarek segir að bílnum hafi verið stolið um klukkan hálf ellefu í Hafnarfirði í morgun. „Ég var að afhenda vörur í verslunina Mini Market á Reykjavíkurvegi og gerði þau mistök að skilja lyklana eftir í bílnum. Ég fór inn með vörurnar, var inni í þrjár eða fjórar mínútur og þegar ég kom aftur út var bíllinn horfinn.“Bíll Hverafoldar bakarís fannst í Barmahlíð í Reykjavík.Vísir/PjeturJarek segir að hann hafi svo hringt í lögreglu þar sem hann tilkynnti að bílnum hafi verið stolið. „Það var smá vesen því veskið, lyklarnir og síminn minn var í bílnum. Ég lét loka öllum kortum og svo framvegis.“ Jarek segist svo hafa hringt í lögregluna nokkru síðar til að spyrjast fyrir um bílinn þar sem hann hafi fengið þær fréttir að bíllinn hafi verið notaður í bankaráni og að hann hafi fundist í Barmahlíð í Reykjavík. Hann segist hafa verið mikið brugðið eftir að hafa fengið fréttirnar, þó að hann sé feginn að bíllinn hafi fundist. Lögregla mun hafa bílinn í sinni vörslu vegna rannsóknar málsins, en Jarek vonast til að geta fengið hann aftur á morgun. Hann hafi þó tryggt að brauð muni berast viðskiptavinum á morgun. Hann segist enn ekki hafa fengið upplýsingar um hvort veski hans, sími, jakki og lyklar hafi fundist í bílnum. Jarek segist hafa lært það í dag að skilja bílinn aldrei eftir í gangi, þó að hann slökkvi nær alltaf á bílnum. „Ég hvet líka annað fólk til að hafa þetta í huga,“ segir Jarek að lokum.
Tengdar fréttir Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49 „Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26 Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24 Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35 Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52 „Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57 Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55 Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Bíllinn úr bankaráninu fannst í Barmahlíð Hvítur sendiferðabíll sem tveir menn notuðu við vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fannst yfirgefinn í Barmahlíð upp úr klukkan hálf þrjú í dag. 30. desember 2015 14:49
„Starfsfólk brást rétt við í erfiðum aðstæðum“ Mennirnir sem frömdu vopnað rán í Landsbankanum í dag höfðu á brott með sér einhverja fjármuni en upphæðin er óveruleg. 30. desember 2015 15:26
Sjónarvottar segja mennina hafa hrist gjaldkera Börn voru í bankanum þegar ránið var framið. Mennirnir ófundnir. 30. desember 2015 14:24
Bankarán í Borgartúni Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 13:35
Þetta eru mennirnir sem rændu bankann Lögreglan biður um aðstoð almennings við að bera kennsl á ræningjana. 30. desember 2015 14:52
„Starfsfólkið er þjálfað í þessu“ Steinþór Pálsson, bankastjóri Landsbankans, segir starfsfólkið hafa brugðist hárrétt við. 30. desember 2015 15:57
Bankaránið ratar á Twitter: „Hlýtur samt að vera eitt versta locationið fyrir bankarán uppá getawayið“ Tveir menn frömdu vopnað rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni skömmu fyrir klukkan hálftvö í dag. 30. desember 2015 14:55
Engin handtaka í tengslum við bankaránið: Umfangsmikil leit nærri Öskjuhlíð Enginn hefur enn verið handtekinn í beinum tengslum við rán í útibúi Landsbankans í Borgartúni fyrr í dag. 30. desember 2015 16:25