Róbert: Ég er orðinn meira vinnudýr Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2015 08:00 vísir/vilhelm „Ég hef ekki hugmynd um hvaða mót þetta er hjá mér,“ sagði brosmildur línumaður landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en hann spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Þá fór EM fram í Slóveníu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Róbert einn af reyndari mönnum liðsins og veit vel hvernig slag hann er að fara út í. „Það er aðeins öðruvísi stemning fyrir þetta mót en oft áður. Aðeins lengra ferðalag en oftast og svo er gaman að fá að upplifa eitthvað annað en Evrópu. Við erum vanir alls konar umgjörð og ég er ekkert að velta mér upp úr því hvort það komi mikið af fólki á leikina eða ekki.“ Róbert segir það mikinn kost að vera á sama staðnum allt mótið og þurfa ekki að ferðast mikið. „Ég held að þetta verði mikil og skemmtileg upplifun.“Munar mikið um Óla Róbert og félagar á línunni hafa legið undir nokkurri gagnrýni enda hefur mörkum af línunni fækkað umtalsvert. Þau voru til að mynda ekki nema þrjú í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum hér heima.Eðlilega munar mikið um að Ólafur Stefánsson er hættur enda mataði hann línumennina stanslaust. Hvernig lítur Róbert á þetta? „Er þetta ekki bara af því ég er orðinn svona gamall? Viljið þið ekki fá það svar,“ segir Róbert og hlær áður en hann setur sig í alvarlegri stellingar. „Leikur liðsins hefur auðvitað breyst undanfarin ár og ég get kannski ekki tjáð mig mikið um þetta. Eflaust getum við Kári gert eitthvað betur til að fjölga mörkum af línunni og eflaust geta félagar okkar það líka,“ segir Róbert og viðurkennir fúslega að auðvitað hafi mikið breyst með brotthvarfi Ólafs Stefánssonar úr landsliðinu. „Það tekur tíma að finna nýja lífæð eftir að Óli hætti. Hann dró alltaf svakalega mikið til sín og bara það að hafa hann á parketinu skilaði miklu. Það gefur augaleið að öll lið myndu sakna manns eins og Óla þó svo að við séum vel staddir með Alexander og fleiri. Þetta eru samt öðruvísi leikmenn.“Hættur að hugsa um fyrirsagnir Línumaðurinn bendir einnig á að mikil meiðsli hafi verið í liðinu síðustu ár og Ísland sjaldan með sitt allra sterkasta lið á síðustu stórmótum. „Það hefur verið mikið rót á liðinu vegna meiðsla og þetta er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við erum allir saman. Ég vona að við finnum taktinn núna,“ segir Róbert en markaskorun skiptir þó ekki öllu máli hjá honum. „Að vinna leiki skiptir öllu. Ef við förum í gegnum mótið án þess að ég skori og við vinnum gullið þá verð ég eðlilega hæstánægður. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Að vera línumaður snýst um meira en að skora og ég til að mynda hef breyst mikið í mínum leik.“ „Ég er orðinn meira vinnudýr fyrir strákana. Það veitir mér ánægju þó svo að sonur minn sé ekki ánægður þegar ég næ ekki að skora. Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að hugsa um að skora tíu mörk og stela fyrirsögnunum. Nú hugsa ég um að vinna leiki og ég reyni að leggja mitt af mörkum á allan þann hátt sem ég mögulega get,“ segir Róbert Gunnarsson. HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvaða mót þetta er hjá mér,“ sagði brosmildur línumaður landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en hann spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Þá fór EM fram í Slóveníu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Róbert einn af reyndari mönnum liðsins og veit vel hvernig slag hann er að fara út í. „Það er aðeins öðruvísi stemning fyrir þetta mót en oft áður. Aðeins lengra ferðalag en oftast og svo er gaman að fá að upplifa eitthvað annað en Evrópu. Við erum vanir alls konar umgjörð og ég er ekkert að velta mér upp úr því hvort það komi mikið af fólki á leikina eða ekki.“ Róbert segir það mikinn kost að vera á sama staðnum allt mótið og þurfa ekki að ferðast mikið. „Ég held að þetta verði mikil og skemmtileg upplifun.“Munar mikið um Óla Róbert og félagar á línunni hafa legið undir nokkurri gagnrýni enda hefur mörkum af línunni fækkað umtalsvert. Þau voru til að mynda ekki nema þrjú í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum hér heima.Eðlilega munar mikið um að Ólafur Stefánsson er hættur enda mataði hann línumennina stanslaust. Hvernig lítur Róbert á þetta? „Er þetta ekki bara af því ég er orðinn svona gamall? Viljið þið ekki fá það svar,“ segir Róbert og hlær áður en hann setur sig í alvarlegri stellingar. „Leikur liðsins hefur auðvitað breyst undanfarin ár og ég get kannski ekki tjáð mig mikið um þetta. Eflaust getum við Kári gert eitthvað betur til að fjölga mörkum af línunni og eflaust geta félagar okkar það líka,“ segir Róbert og viðurkennir fúslega að auðvitað hafi mikið breyst með brotthvarfi Ólafs Stefánssonar úr landsliðinu. „Það tekur tíma að finna nýja lífæð eftir að Óli hætti. Hann dró alltaf svakalega mikið til sín og bara það að hafa hann á parketinu skilaði miklu. Það gefur augaleið að öll lið myndu sakna manns eins og Óla þó svo að við séum vel staddir með Alexander og fleiri. Þetta eru samt öðruvísi leikmenn.“Hættur að hugsa um fyrirsagnir Línumaðurinn bendir einnig á að mikil meiðsli hafi verið í liðinu síðustu ár og Ísland sjaldan með sitt allra sterkasta lið á síðustu stórmótum. „Það hefur verið mikið rót á liðinu vegna meiðsla og þetta er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við erum allir saman. Ég vona að við finnum taktinn núna,“ segir Róbert en markaskorun skiptir þó ekki öllu máli hjá honum. „Að vinna leiki skiptir öllu. Ef við förum í gegnum mótið án þess að ég skori og við vinnum gullið þá verð ég eðlilega hæstánægður. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Að vera línumaður snýst um meira en að skora og ég til að mynda hef breyst mikið í mínum leik.“ „Ég er orðinn meira vinnudýr fyrir strákana. Það veitir mér ánægju þó svo að sonur minn sé ekki ánægður þegar ég næ ekki að skora. Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að hugsa um að skora tíu mörk og stela fyrirsögnunum. Nú hugsa ég um að vinna leiki og ég reyni að leggja mitt af mörkum á allan þann hátt sem ég mögulega get,“ segir Róbert Gunnarsson.
HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira