Róbert: Ég er orðinn meira vinnudýr Henry Birgir Gunnarsson skrifar 10. janúar 2015 08:00 vísir/vilhelm „Ég hef ekki hugmynd um hvaða mót þetta er hjá mér,“ sagði brosmildur línumaður landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en hann spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Þá fór EM fram í Slóveníu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Róbert einn af reyndari mönnum liðsins og veit vel hvernig slag hann er að fara út í. „Það er aðeins öðruvísi stemning fyrir þetta mót en oft áður. Aðeins lengra ferðalag en oftast og svo er gaman að fá að upplifa eitthvað annað en Evrópu. Við erum vanir alls konar umgjörð og ég er ekkert að velta mér upp úr því hvort það komi mikið af fólki á leikina eða ekki.“ Róbert segir það mikinn kost að vera á sama staðnum allt mótið og þurfa ekki að ferðast mikið. „Ég held að þetta verði mikil og skemmtileg upplifun.“Munar mikið um Óla Róbert og félagar á línunni hafa legið undir nokkurri gagnrýni enda hefur mörkum af línunni fækkað umtalsvert. Þau voru til að mynda ekki nema þrjú í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum hér heima.Eðlilega munar mikið um að Ólafur Stefánsson er hættur enda mataði hann línumennina stanslaust. Hvernig lítur Róbert á þetta? „Er þetta ekki bara af því ég er orðinn svona gamall? Viljið þið ekki fá það svar,“ segir Róbert og hlær áður en hann setur sig í alvarlegri stellingar. „Leikur liðsins hefur auðvitað breyst undanfarin ár og ég get kannski ekki tjáð mig mikið um þetta. Eflaust getum við Kári gert eitthvað betur til að fjölga mörkum af línunni og eflaust geta félagar okkar það líka,“ segir Róbert og viðurkennir fúslega að auðvitað hafi mikið breyst með brotthvarfi Ólafs Stefánssonar úr landsliðinu. „Það tekur tíma að finna nýja lífæð eftir að Óli hætti. Hann dró alltaf svakalega mikið til sín og bara það að hafa hann á parketinu skilaði miklu. Það gefur augaleið að öll lið myndu sakna manns eins og Óla þó svo að við séum vel staddir með Alexander og fleiri. Þetta eru samt öðruvísi leikmenn.“Hættur að hugsa um fyrirsagnir Línumaðurinn bendir einnig á að mikil meiðsli hafi verið í liðinu síðustu ár og Ísland sjaldan með sitt allra sterkasta lið á síðustu stórmótum. „Það hefur verið mikið rót á liðinu vegna meiðsla og þetta er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við erum allir saman. Ég vona að við finnum taktinn núna,“ segir Róbert en markaskorun skiptir þó ekki öllu máli hjá honum. „Að vinna leiki skiptir öllu. Ef við förum í gegnum mótið án þess að ég skori og við vinnum gullið þá verð ég eðlilega hæstánægður. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Að vera línumaður snýst um meira en að skora og ég til að mynda hef breyst mikið í mínum leik.“ „Ég er orðinn meira vinnudýr fyrir strákana. Það veitir mér ánægju þó svo að sonur minn sé ekki ánægður þegar ég næ ekki að skora. Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að hugsa um að skora tíu mörk og stela fyrirsögnunum. Nú hugsa ég um að vinna leiki og ég reyni að leggja mitt af mörkum á allan þann hátt sem ég mögulega get,“ segir Róbert Gunnarsson. HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
„Ég hef ekki hugmynd um hvaða mót þetta er hjá mér,“ sagði brosmildur línumaður landsliðsins, Róbert Gunnarsson, en hann spilaði á sínu fyrsta stórmóti árið 2004. Þá fór EM fram í Slóveníu. Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og í dag er Róbert einn af reyndari mönnum liðsins og veit vel hvernig slag hann er að fara út í. „Það er aðeins öðruvísi stemning fyrir þetta mót en oft áður. Aðeins lengra ferðalag en oftast og svo er gaman að fá að upplifa eitthvað annað en Evrópu. Við erum vanir alls konar umgjörð og ég er ekkert að velta mér upp úr því hvort það komi mikið af fólki á leikina eða ekki.“ Róbert segir það mikinn kost að vera á sama staðnum allt mótið og þurfa ekki að ferðast mikið. „Ég held að þetta verði mikil og skemmtileg upplifun.“Munar mikið um Óla Róbert og félagar á línunni hafa legið undir nokkurri gagnrýni enda hefur mörkum af línunni fækkað umtalsvert. Þau voru til að mynda ekki nema þrjú í leikjunum tveimur gegn Þjóðverjum hér heima.Eðlilega munar mikið um að Ólafur Stefánsson er hættur enda mataði hann línumennina stanslaust. Hvernig lítur Róbert á þetta? „Er þetta ekki bara af því ég er orðinn svona gamall? Viljið þið ekki fá það svar,“ segir Róbert og hlær áður en hann setur sig í alvarlegri stellingar. „Leikur liðsins hefur auðvitað breyst undanfarin ár og ég get kannski ekki tjáð mig mikið um þetta. Eflaust getum við Kári gert eitthvað betur til að fjölga mörkum af línunni og eflaust geta félagar okkar það líka,“ segir Róbert og viðurkennir fúslega að auðvitað hafi mikið breyst með brotthvarfi Ólafs Stefánssonar úr landsliðinu. „Það tekur tíma að finna nýja lífæð eftir að Óli hætti. Hann dró alltaf svakalega mikið til sín og bara það að hafa hann á parketinu skilaði miklu. Það gefur augaleið að öll lið myndu sakna manns eins og Óla þó svo að við séum vel staddir með Alexander og fleiri. Þetta eru samt öðruvísi leikmenn.“Hættur að hugsa um fyrirsagnir Línumaðurinn bendir einnig á að mikil meiðsli hafi verið í liðinu síðustu ár og Ísland sjaldan með sitt allra sterkasta lið á síðustu stórmótum. „Það hefur verið mikið rót á liðinu vegna meiðsla og þetta er í fyrsta skipti núna í langan tíma sem við erum allir saman. Ég vona að við finnum taktinn núna,“ segir Róbert en markaskorun skiptir þó ekki öllu máli hjá honum. „Að vinna leiki skiptir öllu. Ef við förum í gegnum mótið án þess að ég skori og við vinnum gullið þá verð ég eðlilega hæstánægður. Ég hef engar áhyggjur af þessu. Að vera línumaður snýst um meira en að skora og ég til að mynda hef breyst mikið í mínum leik.“ „Ég er orðinn meira vinnudýr fyrir strákana. Það veitir mér ánægju þó svo að sonur minn sé ekki ánægður þegar ég næ ekki að skora. Ég er kominn á þann aldur að ég er hættur að hugsa um að skora tíu mörk og stela fyrirsögnunum. Nú hugsa ég um að vinna leiki og ég reyni að leggja mitt af mörkum á allan þann hátt sem ég mögulega get,“ segir Róbert Gunnarsson.
HM 2015 í Katar Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Er Jokic bara að djóka? Körfubolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira