Ég mun slá þá út einn daginn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2015 16:00 Stefán Rafn Sigurmannsson er á hraðri uppleið í handboltaheiminum og segja sumir að hann sé besti varamaður heims. Hann gæti hæglega komist í mörg af bestu félagsliðum heims. vísir/ernir Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“ HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira
Hinn frábæri hornamaður Stefán Rafn Sigurmannsson fer með íslenska landsliðinu til Katar þar sem hann verður klár í slaginn ef Guðjón Valur Sigurðsson þarf á hvíld að halda. Það hefur reyndar ekki verið eftirsóknarvert að sitja á bekknum fyrir ofurmanninn Guðjón sem spilar nánast hverja einustu mínútu í hverjum einasta leik. Stefán Rafn fékk kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sanna í æfingaleikjunum um síðustu helgi og er óhætt að segja að hann hafi heldur betur stimplað sig inn. Þar er kominn arftaki Guðjóns Vals og þarf ekki að hafa áhyggjur af vinstri hornastöðunni næstu árin. Þeir sem til þekkja segja að Stefán Rafn gæti hæglega verið að spila með einhverju af bestu liðum heims. Hann sé einfaldlega það góður. Þrátt fyrir það hefur hann setið mikið á bekknum hjá Rhein-Neckar Löwen þar sem fyrir er þýski snillingurinn Uwe Gensheimer. Stefán Rafn er því varamaður hjá tveimur bestu vinstri hornamönnum heims – Guðjóni og Gensheimer. „Mér finnst fínt að keppa við þá. Það setur á mig aukna pressu og hvetur mig áfram til þess verða betri. Fyrir vikið legg ég harðar að mér til þess að veita þeim samkeppni. Ég finn að ég er farinn að pressa Gensheimer meira en í fyrra og er farinn að fá meiri spiltíma. Þá veit ég að ég er að gera eitthvað rétt,“ segir Stefán Rafn borubrattur en hann framlengdi við Löwen þó svo staðfest væri að Gensheimer yrði áfram hjá félaginu. „Ég mun halda áfram á þessari braut og slá þá út einn daginn. Þá veit ég að ég er orðinn góður. Þetta eru frábærir strákar sem hafa reynst mér vel og kennt mér mikið. Þeir gefa sig alltaf 100 prósent í allt og verulega gott að læra af þeim. Ég veit hvað þarf að bæta og að geta lært það af þeim er frábært.“Stefán í leik með félagsliði sínu.vísir/gettyÍ raun eru mjög margir hissa á því að Stefán Rafn sé ekki farinn til annars liðs en hann unir vel við sitt hlutskipti og er enn að læra. „Ég vil bara spila á toppnum. Við í Löwen erum í Evrópukeppni og það er mikið leikjaálag. Ég tel mig því fá nægan spiltíma hjá Löwen. Álaginu hefur verið vel dreift þannig að ég er mjög sáttur í augnablikinu. Ég fékk tilboð um að fara annað en ákvað að vera áfram hjá Löwen því ég tel mig vera nógu góðan til að vera í því liði. Mitt markmið er að vera orðinn byrjunarliðsmaður þar á næstu árum,“ segir Stefán Rafn en það breytti engu fyrir hann þó svo Guðmundur Guðmundsson hefði hætt og í hans stað hefði komið Daninn Nikolaj Jacobsen. Hann er einnig gamall hornamaður eins og Guðmundur. „Mér líður vel hjá Löwen. Ég lærði mikið af Gumma og get lært mikið af þessum þjálfara. Ég er á því að ég hafi bætt mig mjög mikið síðan ég gekk í raðir félagsins. Minn leikur hefur farið stigvaxandi og ég vona að það verði framhald þar á.“ Haukamaðurinn fyrrverandi segir að það hafi ekki mikið breyst hjá Löwen við þjálfaraskiptin. „Það er verið að vinna með sömu hluti. Við fengum nokkra nýja leikmenn en kerfin eru svipuð enda var Gummi búinn að byggja frábæran grunn hjá félaginu. Hann hefur aðeins bætt við en Gummi var búinn að byggja frábæran grunn sem við byggjum ofan á. Það hefur verið frekar auðvelt að taka við þessu liði sem Gummi bjó til.“
HM 2015 í Katar Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Handbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Í beinni: Slavia Prag - Valur | Valskonur með augun á undanúrslitunum Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Sjá meira