Ekkert virðist stöðva sigurgöngu SYRIZA Guðsteinn Bjarnason skrifar 22. janúar 2015 07:15 Kosningaveggspjald, með mynd af Alexis Tsipras, fest upp á staur í Aþenu. fréttablaðið/AP Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent. Grikkland Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira
Alexis Tsipras, leiðtogi vinstriflokksins SYRIZA, segir að flokkurinn muni bæði virða reglur evrusvæðisins í ríkisfjármálum og standa við markmið um lækkun ríkisskulda. „Stjórn Syriza mun virða skuldbindingar Grikklands, sem aðildarríki evrusvæðisins, um að halda jafnvægi í ríkisfjármálum, og mun standa við skuldalækkunarmarkmið,“ sagði Tsipras í grein sem birtist í Financial Times í gær. Tsipras hefur talað hart gegn aðhaldsaðgerðum núverandi stjórnvalda í Grikklandi, sem staðið hafa í ströngu við að minnka skuldasúpu ríkissjóðs síðustu misserin. Bæði Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn komu Grikkjum til bjargar með stórfelldum lánum, en kröfðust þess í staðinn að Grikkir vinni hörðum höndum að því að koma lagi á efnahagsmál sín. Syriza er spáð stórsigri í þingkosningum um helgina, og er velgengni flokksins ekki síst talin skýrast af andstöðu hans við aðhaldsaðgerðirnar, sem bitnað hafa hart á almenningi í landinu. Eitt helsta kosningaloforð Syriza hefur snúist um að ná fram stórfelldri skuldaniðurfellingu fyrir hönd gríska ríkisins. Tsipras segist hreint ekki hafa horfið frá þessu loforði, þvert á móti sé hann bjartsýnn á að vel muni ganga að semja um skuldaniðurfellingar. „Okkur ber skylda til þess að ganga til samninga með opinskáum og heiðarlegum hætti sem jafningjar félaga okkar í Evrópusambandinu,“ skrifar hann. „Það er ekki nokkur ástæða til þess að báðar fylkingar fari að sveifla vopnum.“ Skuldir Grikklands nema nú 175 prósent af þjóðarframleiðslunni, en stefnt hefur verið að því að ná þeim niður fyrir 130 prósent fyrir lok þessa áratugs. Andtonis Samaras, leiðtogi hægri flokksins Nýtt lýðræði, hefur verið forsætisráðherra undanfarin þrjú ár. Nýju lýðræði er spáð 30 prósentum atkvæða í kosningunum á sunnudag, en Syriza getur reiknað með að fá 35 prósent standist skoðanakannanir. Öðrum flokkum er spáð vel innan við tíu prósentum atkvæða hverjum, og þar á meðal er nýnasistaflokkurinn Gullin dögun sem gæti reiknað með að fá rétt rúmlega fimm prósent.
Grikkland Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Fleiri fréttir Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Sjá meira