Konur eiga ekki að biðja um launahækkun Sif Sigmarsdóttir skrifar 23. janúar 2015 07:00 Hæ, hó, jibbí jei og jibbí jei. Það er komið 2015. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reifaði þá hugmynd í vikunni að flytja hátíðarhöld vegna 17. júní yfir á kvenréttindadaginn 19. júní í tilefni þess að 100 ár eru síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Með uppátækinu vonaðist Dagur vafalaust eftir að fá nokkur krúttbombustig og gott karma. Undirtektirnar urðu hins vegar dræmar. Hann var sakaður um að láta aumingja Jón Sigurðsson þurfa að snúa sér í gröfinni. Vildi hann ekki bara skeina sér á íslenska fánanum? Það sem Dagur vissi ekki var að gott karma og kvennabaráttan fara ekki endilega alltaf saman.Löðrungur aftan úr forneskju Satya Nadella, framkvæmdastjóri tölvurisans Microsoft, heiðraði gesti ráðstefnu um konur í tölvuiðnaðinum sem fram fór í Arizona í Bandaríkjunum með nærveru sinni síðla síðasta árs. Hlutur kvenna á sviði tölvunarfræði er rýr og er þar launamunur mikill. Var Nadella spurður um hvaða ráð hann gæfi konum sem sóttust eftir framgangi í starfi en væru margar feimnar við að biðja um launahækkun. Svarið var eins og löðrungur aftan úr forneskju. Konur eiga ekki að biðja um launahækkun var svar Nadella. „Þetta snýst ekki um að biðja um launahækkun heldur það að treysta því að kerfið hækki við ykkur launin þegar þið eigið það skilið.“ Hann bætti við að konum sem bæðu ekki um launahækkanir auðnaðist „gott karma“. Ef ég mætti velja milli þungrar pyngju og karma, góðra örlaga í næsta lífi, myndi ég velja þunga pyngju í þessu. Vandamálið er hins vegar það að upp til hópa hafa konur ekki þetta val.Jón og Jónína Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar í síðustu viku. Leikarar og kvikmyndagerðarfólk sem eiga þess kost að fara heim með hinn föngulega og fáklædda Óskar bíða nú verðlaunaafhendingarinnar með öndina í hálsinum. Ástæðan er þó ekki styttan sjálf. Sigur í Óskarsverðlaununum getur haft gríðarlegan fjárhagslegan ávinning í för með sér. En það er ekki sama Jón og séra Jón – eða ætti ég að segja Jónína. Rannsókn sem gerð var við Colgate-háskóla í Bandaríkjunum sýnir að leikarar sem bera sigur úr býtum í flokki karlkyns aðalleikara fá að jafnaði launahækkun upp á rúmar 3,9 milljónir dollara í kjölfar Óskarsins. Jónína, leikarinn sem sigrar í flokknum besta aðalleikkonan, fær hins vegar launahækkun upp á 500.000 dollara. Julianne Moore fengi 1/8 af því sem Michael Keaton fengi. Í Hollywood er 3,4 milljón dollurum betra að vera karl en kona.Peningar eru virðing Á þeim 100 árum sem liðin eru síðan konur fengu kosningarétt hér á landi hefur veröldin tekið stakkaskiptum. Ef Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem stofnaði Kvenréttindafélag Íslands árið 1907 til að stuðla að framgangi kvenna í íslensku samfélagi, dræpi niður fæti hér og nú myndi hún vafalaust hoppa hæð sína af gleði yfir árangrinum. En þótt framfarirnar séu augljósar er baráttunni hvergi nærri lokið. Konur og karlar standa nú jöfn að lögum. Það sem upp á vantar til að jafnrétti verði náð snýr að miklu leyti að hugarfarinu; viðhorfi til kvenna, framkoma í þeirra garð, virðingu. Að kljást við huglæga óvini er vandasamt. Einn þáttur jafnréttisbaráttunnar sem eftir stendur er þó ekki huglægur. Óleiðréttur launamunur kynjanna hér á landi var á síðasta ári í kringum 20% og er ýmislegt sem bendir til að í sumum starfsgreinum sé hann að aukast. Hundrað árum eftir að konur fengu kosningarétt eru þær ekki enn taldar jafnmikils virði í peningum talið og karlar. Það er gott og blessað að minnast þess árangurs sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni síðustu 100 ár með tónleikum og flugeldasýningu. En í stað þess að raska ró Jóns Sigurðssonar með því að ræna hann hátíðarhöldunum hans, hvernig væri að við konur rótuðum aðeins í karmanu á þessum tímamótum, subbuðum það út og yllum dálitlum usla? Hvort sem við erum sammála því gildismati eða ekki þá fylgir peningum virðing. Peningar eru mælikvarði á virðingu. Með því að taka til okkar meiri peninga hrifsum við til okkar aukna virðingu. Til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar konum til handa legg ég til að hver ein og einasta kona fari til yfirmanns síns og biðji um launahækkun. Því ólíkt því sem framkvæmdastjóri Microsoft heldur fram er kerfinu ekki treystandi. Kerfið er ekki réttlátt og kerfið er ekki viturt. Julianne Moore er ekki 87% lélegri leikkona en Michael Keaton. Við eyðum ekki kynbundnum launamun með kurteisinni. Fokk karmað. Ég skal vera fyrst: Hæ, kæri yfirmaður Fréttablaðsins, gæti ég nokkuð fengið launahækkun? Dönn. Hver er næst? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Sjálfræðissvipting þjóðar Ægir Örn Arnarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun
Hæ, hó, jibbí jei og jibbí jei. Það er komið 2015. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri reifaði þá hugmynd í vikunni að flytja hátíðarhöld vegna 17. júní yfir á kvenréttindadaginn 19. júní í tilefni þess að 100 ár eru síðan konur á Íslandi fengu kosningarétt. Með uppátækinu vonaðist Dagur vafalaust eftir að fá nokkur krúttbombustig og gott karma. Undirtektirnar urðu hins vegar dræmar. Hann var sakaður um að láta aumingja Jón Sigurðsson þurfa að snúa sér í gröfinni. Vildi hann ekki bara skeina sér á íslenska fánanum? Það sem Dagur vissi ekki var að gott karma og kvennabaráttan fara ekki endilega alltaf saman.Löðrungur aftan úr forneskju Satya Nadella, framkvæmdastjóri tölvurisans Microsoft, heiðraði gesti ráðstefnu um konur í tölvuiðnaðinum sem fram fór í Arizona í Bandaríkjunum með nærveru sinni síðla síðasta árs. Hlutur kvenna á sviði tölvunarfræði er rýr og er þar launamunur mikill. Var Nadella spurður um hvaða ráð hann gæfi konum sem sóttust eftir framgangi í starfi en væru margar feimnar við að biðja um launahækkun. Svarið var eins og löðrungur aftan úr forneskju. Konur eiga ekki að biðja um launahækkun var svar Nadella. „Þetta snýst ekki um að biðja um launahækkun heldur það að treysta því að kerfið hækki við ykkur launin þegar þið eigið það skilið.“ Hann bætti við að konum sem bæðu ekki um launahækkanir auðnaðist „gott karma“. Ef ég mætti velja milli þungrar pyngju og karma, góðra örlaga í næsta lífi, myndi ég velja þunga pyngju í þessu. Vandamálið er hins vegar það að upp til hópa hafa konur ekki þetta val.Jón og Jónína Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna voru kynntar í síðustu viku. Leikarar og kvikmyndagerðarfólk sem eiga þess kost að fara heim með hinn föngulega og fáklædda Óskar bíða nú verðlaunaafhendingarinnar með öndina í hálsinum. Ástæðan er þó ekki styttan sjálf. Sigur í Óskarsverðlaununum getur haft gríðarlegan fjárhagslegan ávinning í för með sér. En það er ekki sama Jón og séra Jón – eða ætti ég að segja Jónína. Rannsókn sem gerð var við Colgate-háskóla í Bandaríkjunum sýnir að leikarar sem bera sigur úr býtum í flokki karlkyns aðalleikara fá að jafnaði launahækkun upp á rúmar 3,9 milljónir dollara í kjölfar Óskarsins. Jónína, leikarinn sem sigrar í flokknum besta aðalleikkonan, fær hins vegar launahækkun upp á 500.000 dollara. Julianne Moore fengi 1/8 af því sem Michael Keaton fengi. Í Hollywood er 3,4 milljón dollurum betra að vera karl en kona.Peningar eru virðing Á þeim 100 árum sem liðin eru síðan konur fengu kosningarétt hér á landi hefur veröldin tekið stakkaskiptum. Ef Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem stofnaði Kvenréttindafélag Íslands árið 1907 til að stuðla að framgangi kvenna í íslensku samfélagi, dræpi niður fæti hér og nú myndi hún vafalaust hoppa hæð sína af gleði yfir árangrinum. En þótt framfarirnar séu augljósar er baráttunni hvergi nærri lokið. Konur og karlar standa nú jöfn að lögum. Það sem upp á vantar til að jafnrétti verði náð snýr að miklu leyti að hugarfarinu; viðhorfi til kvenna, framkoma í þeirra garð, virðingu. Að kljást við huglæga óvini er vandasamt. Einn þáttur jafnréttisbaráttunnar sem eftir stendur er þó ekki huglægur. Óleiðréttur launamunur kynjanna hér á landi var á síðasta ári í kringum 20% og er ýmislegt sem bendir til að í sumum starfsgreinum sé hann að aukast. Hundrað árum eftir að konur fengu kosningarétt eru þær ekki enn taldar jafnmikils virði í peningum talið og karlar. Það er gott og blessað að minnast þess árangurs sem náðst hefur í jafnréttisbaráttunni síðustu 100 ár með tónleikum og flugeldasýningu. En í stað þess að raska ró Jóns Sigurðssonar með því að ræna hann hátíðarhöldunum hans, hvernig væri að við konur rótuðum aðeins í karmanu á þessum tímamótum, subbuðum það út og yllum dálitlum usla? Hvort sem við erum sammála því gildismati eða ekki þá fylgir peningum virðing. Peningar eru mælikvarði á virðingu. Með því að taka til okkar meiri peninga hrifsum við til okkar aukna virðingu. Til að fagna 100 ára afmæli kosningaréttar konum til handa legg ég til að hver ein og einasta kona fari til yfirmanns síns og biðji um launahækkun. Því ólíkt því sem framkvæmdastjóri Microsoft heldur fram er kerfinu ekki treystandi. Kerfið er ekki réttlátt og kerfið er ekki viturt. Julianne Moore er ekki 87% lélegri leikkona en Michael Keaton. Við eyðum ekki kynbundnum launamun með kurteisinni. Fokk karmað. Ég skal vera fyrst: Hæ, kæri yfirmaður Fréttablaðsins, gæti ég nokkuð fengið launahækkun? Dönn. Hver er næst?
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun