Hinir útvöldu Skjóðan skrifar 11. febrúar 2015 13:15 Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Á dögunum var loðnukvótinn ríflega tvöfaldaður, úr 260 þúsund tonnum í 580 þúsund tonn. Þetta er gleðiefni fyrir okkur Íslendinga því þjóðartekjur aukast um 20-25 milljarða að mati Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS). Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar að þessi tekjuaukning rennur í vasa fárra útvaldra og nýtist ekki þjóðinni nema takmarkað. Sjö stærstu útgerðarfyrirtæki landsins fá ríflega 90 prósent viðbótarkvótans. Samkvæmt mati SFS fá Ísfélagið í Vestmannaeyjum og HB Grandi þannig á silfurfati tekjur sem nema 4-5 milljörðum. Samherji og Síldarvinnslan fá saman á bilinu 7-9 milljarða. Aðspurður segir sjávarútvegsráðherra ekki koma til greina að selja þennan viðbótarkvóta. Honum sé úthlutað eftir settum reglum. Hluti fari til útlendinga eftir gerðum samningum en megnið renni til íslenskra útgerða. Ljóst er að í endurgjaldslausri úthlutun ráðherra á tugmilljarða aflaverðmæti til örfárra innlendra útgerðarfyrirtækja felst stórfelldur gjafagjörningur, hvað sem líður milliríkjasamningum um hlutdeild erlendra ríkja í heildaraflanum. Það gjafafyrirkomulag sem komið hefur verið á í íslenskri fiskveiðistjórnun er afleitt. Hér er ekki átt við kvótakerfið sem slíkt því flestir eru sammála um að nauðsynlegt sé að takmarka aðgengi að viðkvæmri auðlind. Það er hins vegar fráleit útfærsla að afhenda hópi útvalinna aðgang að sameign þjóðarinnar gegn vægu eða engu gjaldi svo sem tíðkast hér á landi. Afrakstur þjóðarinnar af hinni sameiginlegu auðlind verður best hámarkaður með því að nota markaðslausnir til að hámarka tekjur í sameiginlegan sjóð landsmanna. Núverandi fyrirkomulag hlunnfer þjóðina um milljarða og jafnvel milljarðatugi á ári hverju. Þessir fjármunir lenda í vösum hinna útvöldu. En það eru ekki aðeins beinu áhrifin af gjafakvótanum og skorti á samkeppni í sjávarútvegi, sem koma illa niður á íslensku samfélagi. Fyrirtækin útvöldu nota hagnaðinn af gjafakvótanum til að láta til sín taka á ýmsum sviðum íslensks atvinnulífs. Stærstu útgerðarfyrirtækin hafa undanfarin ár fjárfest fyrir milljarðatugi. Þrátt fyrir að nú standi yfir stórfelld endurnýjun fiskiskipaflotans og mikill fjöldi skipa sé í smíðum erlendis hafa stærstu útgerðirnar rífleg fjárráð til að kaupa með manni og mús stærstu fyrirtæki landsins í greinum, sem eru ótengdar sjávarútvegi. Stærsta matvælainnflutningsfyrirtæki landsins er nýlega komið í hendur Ísfélagsins í Vestmannaeyjum. Sama útgerð er ráðandi eigandi Árvakurs með beinum og óbeinum hætti. Samherji keypti Olís auk þess að vera stór hluthafi í Árvakri í gegnum tengd fyrirtæki. Þessar fjársterku útgerðir brengla íslenskan fyrirtækjamarkað. Slíkt bitnar á samkeppni og samkeppnisskortur bitnar ávallt, þegar upp er staðið, á neytendum.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira