Hársár Berglind Pétursdóttir skrifar 16. febrúar 2015 07:00 Í æsku fór ég alltaf í klippingu með mömmu og þegar það var búið að blása og rúlla hana var klipptur þvertoppur á mig og mér hrósað fyrir þykkt hrosshársins sem guð blessaði mig með. Ég hélt áfram að fara í klippingu til sömu hárgreiðslukonu þegar ég varð stærri. Síðan fór hún í frí og hárgreiðsluveröld mín hrundi. Sú sem leysti hana af klippti í eyrað á mér. Sú næsta var kaffiandfúl. Ég prófaði nokkrar nýjar. En þær bara skildu mig ekki. Ég er léleg í rabbi um hversdaginn svo spjallið reyndist mér erfitt. Ertu í skóla? eða: Vá hvað hárið á þér er þurrt. Var hárið á þér skorið með hníf síðast? og svo framvegis. Uppgjafaraugun sem störðu í hársvörðinn á mér reyndust mér ofviða, ég var of meðvirk með þessum blessuðu konum. Ég ákvað að taka málin í mínar eigin hendur, fór í grínbúð og keypti bleikan lit í hárið. Það var upphafið að rússíbanareið sem kallast Hárgreiðsluleikur fyrir fullorðna. Hárið hefur verið ýmist bleikt, rautt, fjólublátt eða blátt á þessu tímabili og stundum marglitt. Fyrir ekki svo löngu sá ég svo mynd sem tekin var af hausnum á mér og ég fór að skellihlæja að þessum trúðshaus sem reyndist svo vera minn eiginn. Tár runnu niður kinnar trúðsins. Nú var nóg komið. Ég tók skref út úr þægindahring aflitunarefnis í pakka og pantaði tíma í klippingu. Ég vann mikla rannsóknarvinnu, skoðaði allar hárgreiðslustofur í Reykjavík sem ég fann á netinu og keyrði framhjá mörgum. Labbaði inn á nokkrar og bakkaði út þegar ég sá hryllingssvipinn á starfsfólkinu þegar það sá strýið á mér stingast inn um dyrnar. Að endingu fann ég stofu þar sem tók á móti mér stelpa sem sagðist vera til í að bjarga mér. Hún virtist fordómalaus. Pantaði tíma. Mætti og fékk kaffi. Hún renndi höndum gegnum hár mitt, festi puttana í nokkrum flækjuhnoðrum. ,,Vó, hefurðu verið að klippa þig sjálf eða?“ Ég starði á hana í speglinum. Ég ákvað að svara henni heiðarlega. Já. Só? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Í æsku fór ég alltaf í klippingu með mömmu og þegar það var búið að blása og rúlla hana var klipptur þvertoppur á mig og mér hrósað fyrir þykkt hrosshársins sem guð blessaði mig með. Ég hélt áfram að fara í klippingu til sömu hárgreiðslukonu þegar ég varð stærri. Síðan fór hún í frí og hárgreiðsluveröld mín hrundi. Sú sem leysti hana af klippti í eyrað á mér. Sú næsta var kaffiandfúl. Ég prófaði nokkrar nýjar. En þær bara skildu mig ekki. Ég er léleg í rabbi um hversdaginn svo spjallið reyndist mér erfitt. Ertu í skóla? eða: Vá hvað hárið á þér er þurrt. Var hárið á þér skorið með hníf síðast? og svo framvegis. Uppgjafaraugun sem störðu í hársvörðinn á mér reyndust mér ofviða, ég var of meðvirk með þessum blessuðu konum. Ég ákvað að taka málin í mínar eigin hendur, fór í grínbúð og keypti bleikan lit í hárið. Það var upphafið að rússíbanareið sem kallast Hárgreiðsluleikur fyrir fullorðna. Hárið hefur verið ýmist bleikt, rautt, fjólublátt eða blátt á þessu tímabili og stundum marglitt. Fyrir ekki svo löngu sá ég svo mynd sem tekin var af hausnum á mér og ég fór að skellihlæja að þessum trúðshaus sem reyndist svo vera minn eiginn. Tár runnu niður kinnar trúðsins. Nú var nóg komið. Ég tók skref út úr þægindahring aflitunarefnis í pakka og pantaði tíma í klippingu. Ég vann mikla rannsóknarvinnu, skoðaði allar hárgreiðslustofur í Reykjavík sem ég fann á netinu og keyrði framhjá mörgum. Labbaði inn á nokkrar og bakkaði út þegar ég sá hryllingssvipinn á starfsfólkinu þegar það sá strýið á mér stingast inn um dyrnar. Að endingu fann ég stofu þar sem tók á móti mér stelpa sem sagðist vera til í að bjarga mér. Hún virtist fordómalaus. Pantaði tíma. Mætti og fékk kaffi. Hún renndi höndum gegnum hár mitt, festi puttana í nokkrum flækjuhnoðrum. ,,Vó, hefurðu verið að klippa þig sjálf eða?“ Ég starði á hana í speglinum. Ég ákvað að svara henni heiðarlega. Já. Só?
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun