Er lykillinn að leyfa Magnúsi Óla að skora að vild? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. febrúar 2015 06:30 Magnús Óli Magnússon hefur skorað 22 mörk í síðustu tveimur leikjum við Val. Fréttablaðið/stefán Valsmenn og FH-ingar munu mætast í þriðja sinn á stuttum tíma í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í Laugardalshöllinni í næstu viku. Valur og FH drógust saman í bikardrættinum í gær um hálfum sólarhring eftir að Valsmenn fögnuðu þriggja marka sigri, 31-28, í leik liðanna í Olís-deildinni. Fjórum dögum fyrr höfðu Valsmenn mætt í Kaplakrikann og unnið sannfærandi fimm marka sigur, 27-22. Þetta hafa heldur betur verið súrsætir leikir fyrir FH-inginn Magnús Óla Magnússon sem hefur farið á kostum í þeim báðum. Magnús Óli er nefnilega búinn að skora 11 mörk fyrir FH í báðum þessum tapleikjum og ekkert markanna hans hefur komið af vítalínunni heldur öll utan af velli. Magnús Óli er því búinn að skora samtals 22 mörk (úr 35 skotum, 63 prósent skotnýting) í þessum leikjum við Val en þrátt fyrir frábæra frammistöðu hans er uppskeran núll stig hjá hans liði. Restin af leikmönnum FH-liðsins er því „bara“ búin að skora samtals 28 mörk í leikjunum tveimur og skotnýtingin er slök, eða aðeins 41 prósent. Næstmarkahæsti FH-ingurinn í leikjunum er Ásbjörn Friðriksson með átta mörk eða fjórtán mörkum minna en Magnús Óli. Það er því ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort það sé hreinlega leynivopnið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsliðsins, að leyfa Magnúsi Óla að leika lausum hala en leggja höfuðáhersluna á það að stoppa aðra leikmenn FH-liðsins. Valsmenn unnu fyrri leikinn örugglega og þann seinni þrátt fyrir að vera undir í hálfleik og leika án sterkra leikmanna. Undanúrslitaleikur FH og Vals fer fram 27. febrúar næstkomandi en þá mætast einnig Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka sem drógust líka saman í gær. Undanúrslit kvenna fara fram daginn áður en þar mætast Haukar og bikarmeistarar Vals annars vegar og ÍBV og Grótta hins vegar. Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira
Valsmenn og FH-ingar munu mætast í þriðja sinn á stuttum tíma í undanúrslitum Coca Cola-bikars karla í Laugardalshöllinni í næstu viku. Valur og FH drógust saman í bikardrættinum í gær um hálfum sólarhring eftir að Valsmenn fögnuðu þriggja marka sigri, 31-28, í leik liðanna í Olís-deildinni. Fjórum dögum fyrr höfðu Valsmenn mætt í Kaplakrikann og unnið sannfærandi fimm marka sigur, 27-22. Þetta hafa heldur betur verið súrsætir leikir fyrir FH-inginn Magnús Óla Magnússon sem hefur farið á kostum í þeim báðum. Magnús Óli er nefnilega búinn að skora 11 mörk fyrir FH í báðum þessum tapleikjum og ekkert markanna hans hefur komið af vítalínunni heldur öll utan af velli. Magnús Óli er því búinn að skora samtals 22 mörk (úr 35 skotum, 63 prósent skotnýting) í þessum leikjum við Val en þrátt fyrir frábæra frammistöðu hans er uppskeran núll stig hjá hans liði. Restin af leikmönnum FH-liðsins er því „bara“ búin að skora samtals 28 mörk í leikjunum tveimur og skotnýtingin er slök, eða aðeins 41 prósent. Næstmarkahæsti FH-ingurinn í leikjunum er Ásbjörn Friðriksson með átta mörk eða fjórtán mörkum minna en Magnús Óli. Það er því ekkert skrítið að menn velti því fyrir sér hvort það sé hreinlega leynivopnið hjá Óskari Bjarna Óskarssyni, þjálfara Valsliðsins, að leyfa Magnúsi Óla að leika lausum hala en leggja höfuðáhersluna á það að stoppa aðra leikmenn FH-liðsins. Valsmenn unnu fyrri leikinn örugglega og þann seinni þrátt fyrir að vera undir í hálfleik og leika án sterkra leikmanna. Undanúrslitaleikur FH og Vals fer fram 27. febrúar næstkomandi en þá mætast einnig Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Hauka sem drógust líka saman í gær. Undanúrslit kvenna fara fram daginn áður en þar mætast Haukar og bikarmeistarar Vals annars vegar og ÍBV og Grótta hins vegar.
Íslenski handboltinn Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Sjá meira