Blessuð með algjöru metnaðarleysi Magnús Guðmundsson skrifar 21. febrúar 2015 11:00 "Ég er orðin spennt fyrir því að koma til Íslands og búin undir kalt veður en hlýtt viðmót,“ segir Brenda Blethyn leikkona. vísir/GETTY Leikkonan Brenda Blethyn er efalítið stærsta stjarna kvikmyndahátíðarinnar Stockfish. Handhafi BAFTA-verðlauna, tvisvar tilnefnd til Óskarsverðlauna og tvisvar til Emmy svo aðeins fátt eitt sé nefnt af þeim viðurkenningum sem Brenda Blethyn hefur hlotið fyrir list sína. Rétt eins og hjá svo mörgum breskum leikurum hófst ferill Brendu Blethyn í leikhúsinu. „Ég reyni alltaf að vinna í leikhúsi þegar ég mögulega get komið því við. Við erum svo heppin hér á Bretlandi að það er ekkert stigma á milli leikhússins og kvikmyndanna – engin skammarmörk að fara þarna á milli eins og hefur til að mynda verið lengi í Bandaríkjunum þó svo ég hallist nú að því að það hafi lagast mikið. Leikhúsið mótaði mig sem leikkonu, mína tækni og mínar aðferðir en það býr líka yfir ákveðnum munaði sem er ekki að finna í sjónvarps- og kvikmyndaheiminum. Í leikhúsinu fær maður æfingatíma og er í karakter út í gegnum sýninguna. En í kvikmyndunum er allt miklu knappara, æfingatíminn og senurnar og þess vegna finnst mér nauðsynlegt að komast í leikhússtörfin af og til.“ Brenda Blethyn var búin að vera að leika lengi í leikhúsinu þegar kom að því að prófa sjónvarp og þar bauðst henni hlutverk í sjónvarpsmynd í leikstjórn Mike Leigh. „Ég þekkti hann ekkert persónulega á þessum tíma en hafði heyrt af honum og að hann væri að gera góða hluti. Svo ég varð mjög spennt og bað umboðsmanninn minn endilega að verða mér úti um handrit. Hann vissi nú ekki hvert hann ætlaði af hneykslun, að vera að biðja um handrit frá Mike Leigh sem er ekki síst þekktur fyrir það að byrja aldrei að vinna með handrit. Ég varð óskaplega hissa á þessu og skammaðist mín reyndar pínulítið fyrir að fylgjast ekki betur með. En að vinna með þessum manni breytti öllu og í raun hefur engin haft jafn mikil áhrif á mig og hann.“ Árið 1996 var Brenda Blethyn tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Secrets and Lies í leikstjórn Mikes Leigh. „Svona tilnefning breytir miklu. Á þessum tíma var ég orðin nokkuð þekkt hér heima en skyndilega opnuðust einhverjar alþjóðlegar dyr sem ég hafði ekki einu sinni verið að leita að. Næsta mynd sem ég var í var t.d. áströlsk og það eitt og sér var heilmikið ævintýri.london river Brenda Blethyn ásamt meðleikara sínum, Sotigui Kouyté, í magnaðri mynd um eftirköst hryðjuverkanna í London 2005.Brenda Blethyn er í tveimur myndum sem er verið að sýna á Stockfish þessa dagana og báðar eru þær eftir leikstjórann Rachid Bouchareb, Frakka af alsírskum ættum. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna með Rachid. Það eru reyndar sex eða sjö ár síðan við skutum London River en Two Men in Town var tekin í Nýja-Mexíkó og þar er ég reyndar í minna hlutverki. En það breytir í sjálfu sér engu. Ég reyni alltaf að vinna út frá því að leita að sannleikanum. Vera trú þeirri persónu sem ég er aða takast á við hverju sinni og losa mig við egóið. Ekki láta þetta snúast um mig því ég er ekki viðfangið. Mike Leigh kenndi mér að persóna sem situr þegjandi úti í horni getur verið svo miklu áhugaverðari en þessi sem tekur gólfið og er alltaf miðpunktur athyglinnar. Til þess að þetta gangi upp þarf maður að fjarlægja egóið því það þvælist stundum fyrir leikurum. Ég vil vinna út frá þessu og mín gæfa er að vera blessuð með algjöru metnaðarleysi,“ segir Brenda og hlær enda stutt í enskan húmorinn fyrir sjálfum sér. Hún er orðin spennt fyrir að koma til Íslands seinni partinn í dag og segir að hún sé nú aðeins búin að undirbúa sig. „Ég fer á Edduna og svo er búið að skipuleggja fyrir mig eitthvað sem heitir Gullni hringurinn og líka ferð í Bláa lónið. En svo náði ég mér í kynningardisk um Ísland og þar kemur fram að þið séuð með reðursafn, það finnst mér alveg stórmerkilegt. Hver veit nema að ég skelli mér þangað mér til skemmtunar og fróðleiks.“ Óskarinn Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira
Leikkonan Brenda Blethyn er efalítið stærsta stjarna kvikmyndahátíðarinnar Stockfish. Handhafi BAFTA-verðlauna, tvisvar tilnefnd til Óskarsverðlauna og tvisvar til Emmy svo aðeins fátt eitt sé nefnt af þeim viðurkenningum sem Brenda Blethyn hefur hlotið fyrir list sína. Rétt eins og hjá svo mörgum breskum leikurum hófst ferill Brendu Blethyn í leikhúsinu. „Ég reyni alltaf að vinna í leikhúsi þegar ég mögulega get komið því við. Við erum svo heppin hér á Bretlandi að það er ekkert stigma á milli leikhússins og kvikmyndanna – engin skammarmörk að fara þarna á milli eins og hefur til að mynda verið lengi í Bandaríkjunum þó svo ég hallist nú að því að það hafi lagast mikið. Leikhúsið mótaði mig sem leikkonu, mína tækni og mínar aðferðir en það býr líka yfir ákveðnum munaði sem er ekki að finna í sjónvarps- og kvikmyndaheiminum. Í leikhúsinu fær maður æfingatíma og er í karakter út í gegnum sýninguna. En í kvikmyndunum er allt miklu knappara, æfingatíminn og senurnar og þess vegna finnst mér nauðsynlegt að komast í leikhússtörfin af og til.“ Brenda Blethyn var búin að vera að leika lengi í leikhúsinu þegar kom að því að prófa sjónvarp og þar bauðst henni hlutverk í sjónvarpsmynd í leikstjórn Mike Leigh. „Ég þekkti hann ekkert persónulega á þessum tíma en hafði heyrt af honum og að hann væri að gera góða hluti. Svo ég varð mjög spennt og bað umboðsmanninn minn endilega að verða mér úti um handrit. Hann vissi nú ekki hvert hann ætlaði af hneykslun, að vera að biðja um handrit frá Mike Leigh sem er ekki síst þekktur fyrir það að byrja aldrei að vinna með handrit. Ég varð óskaplega hissa á þessu og skammaðist mín reyndar pínulítið fyrir að fylgjast ekki betur með. En að vinna með þessum manni breytti öllu og í raun hefur engin haft jafn mikil áhrif á mig og hann.“ Árið 1996 var Brenda Blethyn tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Secrets and Lies í leikstjórn Mikes Leigh. „Svona tilnefning breytir miklu. Á þessum tíma var ég orðin nokkuð þekkt hér heima en skyndilega opnuðust einhverjar alþjóðlegar dyr sem ég hafði ekki einu sinni verið að leita að. Næsta mynd sem ég var í var t.d. áströlsk og það eitt og sér var heilmikið ævintýri.london river Brenda Blethyn ásamt meðleikara sínum, Sotigui Kouyté, í magnaðri mynd um eftirköst hryðjuverkanna í London 2005.Brenda Blethyn er í tveimur myndum sem er verið að sýna á Stockfish þessa dagana og báðar eru þær eftir leikstjórann Rachid Bouchareb, Frakka af alsírskum ættum. „Það hefur verið mjög ánægjulegt að vinna með Rachid. Það eru reyndar sex eða sjö ár síðan við skutum London River en Two Men in Town var tekin í Nýja-Mexíkó og þar er ég reyndar í minna hlutverki. En það breytir í sjálfu sér engu. Ég reyni alltaf að vinna út frá því að leita að sannleikanum. Vera trú þeirri persónu sem ég er aða takast á við hverju sinni og losa mig við egóið. Ekki láta þetta snúast um mig því ég er ekki viðfangið. Mike Leigh kenndi mér að persóna sem situr þegjandi úti í horni getur verið svo miklu áhugaverðari en þessi sem tekur gólfið og er alltaf miðpunktur athyglinnar. Til þess að þetta gangi upp þarf maður að fjarlægja egóið því það þvælist stundum fyrir leikurum. Ég vil vinna út frá þessu og mín gæfa er að vera blessuð með algjöru metnaðarleysi,“ segir Brenda og hlær enda stutt í enskan húmorinn fyrir sjálfum sér. Hún er orðin spennt fyrir að koma til Íslands seinni partinn í dag og segir að hún sé nú aðeins búin að undirbúa sig. „Ég fer á Edduna og svo er búið að skipuleggja fyrir mig eitthvað sem heitir Gullni hringurinn og líka ferð í Bláa lónið. En svo náði ég mér í kynningardisk um Ísland og þar kemur fram að þið séuð með reðursafn, það finnst mér alveg stórmerkilegt. Hver veit nema að ég skelli mér þangað mér til skemmtunar og fróðleiks.“
Óskarinn Mest lesið Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Menning Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Menning Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Lífið Bestu myndir Robs Reiner Bíó og sjónvarp Segir síðasta ár hafa verið strembið Lífið Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Lífið Fleiri fréttir Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Sjá meira