Sérstakt kvöld í Laugardalshöllinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2015 07:00 Fer á EM. Einar Daði verður einn sex Íslendinga sem keppa á EM innanhúss í frjálsum í næsta mánuði. fréttablaðið/anton Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“ Innlendar Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira
Einar Daði Lárusson fékk í gær boð um að taka þátt í EM innanhúss sem fer fram í Prag snemma í næsta mánuði. Þar mun hann keppa í sjöþraut en aðeins fimmtán bestu fjölþrautarmönnum Evrópu er boðið til þátttöku. Einar Daði komst inn með frábærri þraut á stuttu og snörpu móti í Laugardalshöllinni í síðustu viku. Einar Daði er einn fremsti frjálsíþróttamaður Íslands og hefur verið um árabil. Eftir frábært ár 2012 gerðu meiðsli í hásin og hæl honum erfitt um vik en fyrir ári náði hann að klára sínu fyrstu fjölþraut í átján mánuði. Hann tók eina tugþraut utanhúss á síðasta ári og hefur síðan byrjað innanhússtímabilið í vetur af krafti. EM í Prag verður hans fyrsta alþjóðlega stórmót í tvö og hálft ár. „Ég er auðvitað mjög ánægður með þetta,“ sagði Einar Daði um boðið sem barst í gær.Tók lengri tíma en ég bjóst við Hann segir að það hafi tekið afar langan tíma að koma sér aftur af stað eftir meiðslin. „Ég vissi að ef ég myndi bara halda áfram og gera mitt kæmi það á endanum. En vissulega hefur þetta tekið lengri tíma en ég bjóst við í fyrstu,“ segir Einar Daði sem segist þó ekki enn vera orðinn 100 prósent heill. „Þessi veikleiki í hælnum á mér á örugglega eftir að vera alltaf til staðar. Það sem mestu máli skiptir fyrir mig er að geta unnið í kringum mín meiðsli og haldið áfram að stunda mína íþrótt,“ segir Einar Daði.Óvenjulegt en skemmtilegt Á fimmtudagskvöldið barst fjölmiðlum skyndilega tilkynning frá Þráni Hafsteinssyni, þjálfara Einars Daða hjá ÍR, um að hans maður hefði stórbætt sig í sjöþraut í sérstakri sjöþrautarkeppni sem var haldin í Laugardalshöllinni tvær kvöldstundir, 18. og 19. febrúar. „Mótið var sett upp vegna þess að við vissum að líklega þyrfti ég að bæta mig um 100 stig eða svo til að komast á EM. Það gekk sem betur fer eftir,“ segir Einar Daði sem fékk 5.726 stig fyrir þrautina. Það skilaði honum í fjórtánda sæti Evrópulistans sem miðað var við fyrir EM í Prag. „Þetta var mjög skemmtilegt og afar óvenjulegt. Ég reyndar sleppti því að mæta í skólann þennan dag til að hvíla mig fyrir þrautina en annars var þetta mjög sérstakt,“ lýsir hann og bætir við að sér hafi þótt erfitt að fara í gegnum allar greinarnar á svo skömmum tíma. „Ég hafði um tíu mínútur á milli greina og ég brá á það ráð að fara afsíðis til að slaka á eins mikið og ég gat,“ segir Einar Daði.Dett í gírinn í Prag Hann á von á harðri samkeppni á EM í Prag enda aðeins þeim bestu í álfunni boðið á mótið. „Ég er fyrst og fremst glaður með að hafa komist á mótið en ég er ekki búinn að hugsa málið lengra en svo. Ég vonast auðvitað til að detta í gírinn og ná góðri þraut. Það verður gaman að komast í þessa flottu umgjörð með fullt af áhorfendum.“ Alls fara sex Íslendingar á EM í Prag og Einar Daði segir að það sé stórskemmtilegt. „Við myndum sterkt lið á þessu móti og það styrkir okkur. Það er mikill uppgangur í íþróttinni og ég tel að síðasta Meistaramót hafi verið eitt sterkasta innanhússmót sem hefur verið haldið í langan tíma á Íslandi. Það veit á gott.“
Innlendar Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Ég tek þetta bara á mig“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Skítaveður og æfingum frestað á Augusta Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar Sjá meira