Anna Duritskaja, unnusta rússneska stjórnarandstæðingsins Boris Nemtsovs sem var með honum þegar hann var myrtur á föstudag er í haldi lögreglu.
Lögregla segir að það sé gert til þess að tryggja öryggi hennar.
Anna sagðist í samtali við rússnenska sjónvarpsstöð vera í miklu áfalli og að hún muni lítið eftir atburðinum. „Ég sá ekki neinn, ég veit ekki hvaðan hann kom, hann kom aftan að mér.“