Staða aldraðra er mjög slæm Björgvin Guðmundsson skrifar 4. mars 2015 07:00 Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmálamenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð.Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eignaupptöku. TR skerðir tryggingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyrisþegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum.Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ef við lítum á kjör og aðstöðu eldri borgara hér á landi í dag, kemur í ljós, að staða aldraðra á Íslandi er mjög slæm. Kjörin eru almennt svo lág, að ekki er unnt að lifa mannsæmandi lífi af þeim. Við það bætist, að staða sjúkra eldri borgara er algerlega óásættanleg. Þeir verða að bíða mánuðum saman eftir að komast á hjúkrunarheimili. Og þegar þeir loks komast þar inn, eru heimilin stórlega undirmönnuð vegna fjárskorts. Sama er að segja um heimahjúkrun. Þó stjórnmálamenn tali um að efla heimahjúkrun, fylgja ekki athafnir orðum þeirra. Það er ekkert gert til þess að efla hjúkrun í heimahúsum. Heimahjúkrun er einnig stórlega undirmönnuð.Eldri borgurum naumt skammtað Ráðamenn þjóðarinnar ætlast til þess að einhleypur ellilífeyrisþegi, sem hefur engar greiðslur úr lífeyrissjóði og einungis lífeyri frá almannatryggingum, lifi af 192 þús. kr.á mánuði eftir skatt. En samkvæmt síðustu neyslukönnun Hagstofunnar, sem birt var, eru meðaltalsútgjöld einhleypinga til neyslu 321 þús kr. á mánuði. Engir skattar eru þar meðtaldir. Allir sjá hvílík gjá er þarna á milli. Dæmið gengur einfaldlega ekki upp með 192 þús. kr. á mánuði (eftir skatt). Ef sami ellilífeyrisþegi hefði 70 þús. kr. á mánuði úr lífeyrissjóði, hefði hann aðeins lítið meira í heildartekjur á mánuði vegna mikillar skerðingar TR. Þetta er líkast eignaupptöku. TR skerðir tryggingabætur um 40 þús. kr. á mánuði beinlínis vegna greiðslunnar úr lífeyrissjóði. Kvæntur ellilífeyrisþegi, sem eingöngu hefur tekjur frá TR, fær aðeins 172 þús.kr. á mánuði frá almannatryggingum.Neikvæð afstaða stjórnvalda Afstaða stjórnvalda til aldraðra og öryrkja er mjög neikvæð hér á landi. Annars staðar á Norðurlöndunum ræða stjórnvöld og samtök eldri borgara saman um það hvað unnt sé að gera til þess að bæta kjör og aðstöðu eldri borgara. Hér á landi stinga stjórnvöld kröfum og ályktunum eldri borgara undir stól og hafa engan áhuga á að ræða málin. Mannréttindi eru einnig ítrekað brotin á öldruðum og öryrkjum hér á landi. Í lögum um málefni aldraðra segir, að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins. En þetta lagaákvæði er þverbrotið. Rannsóknir leiða í ljós, að biðtími aldraðra eftir meðferð á sjúkrastofnunum er lengri en þeirra, sem yngri eru. Í launa- og kjaramálum hafa eldri borgarar sætt annarri meðferð en launþegar. Kjörum eldri borgara hefur verið haldið niðri og þau skert á sama tíma og láglaunafólk hefur fengið kjarabætur. Embættismenn og alþingismenn hafa fengið leiðréttingu á sínum kjörum afturvirkt á sama tíma og kjör aldraðra hafa verið fryst. Eldri borgurum hefur verið mismunað freklega. Mannréttindi hafa ítrekað verið brotin á þeim.
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun