Reykdal systur sýna í Gallerí Gróttu Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 5. mars 2015 14:45 Hlín og Hadda Fjóla Reykdal opna samsýningu í Galleríi Gróttu á HönnunarMars. Önnur er hönnuður og hin myndlistarmaður. mynd/gva Ég vinn með olíu á dúk, líka með blýant og vatnslit og túss. Ég vinn málverkin með litlum pensli og mála doppur í rendur eða hringi, lag ofan á lag. Verkin vinn ég út frá náttúruhughrifum, stemmingu og hvernig ég upplifi litina í náttúrunni. Þar tengjumst við systurnar,“ útskýrir Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður en hún vinnur nú að innsetningu fyrir HönnunarMars í Galleríi Gróttu ásamt systur sinni, skartgripahönnuðinum Hlín Reykdal. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 12. mars kl. 17. Báðar hafa þær tekið þátt í samsýningum þar sem hver listamaður eða hönnuður sýnir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sameiginlegri innsetningu og í fyrsta sinn sem þær vinna saman systurnar. „Það hafði blundað í okkur að gera eitthvað saman og við gripum því tækifærið þegar það bauðst,“ segir Hlín. „Samstarfið hefur gengið áreynslulaust fyrir sig, við erum líkar á margan hátt. Hadda vinnur með punktinn og hringformið og ég með kúlur. Við köllumst líka á í litavali,“ segir hún en Hlín hannar skargripi sína úr tréperlum sem hún handmálar og blandar litina sjálf.Hlín hannar skartgripi úr trékúlum sem hún handmálar og sækir innblástur í litaflóru náttúrunnar.„Það var einmitt skemmtilegt að sjá hvað við vorum ótrúlega nálægt hvor annarri þegar við fórum að vinna,“ segir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þegar Hadda bjó í Gautaborg í yfir tíu ár. „Við unnum sýninguna þannig að við töluðum mikið saman og héldum fundi og kíktum á vinnustofuna hjá hvor annarri. Við skoðuðum salinn líka vel og hugmyndin er að setja saman innsetningu og samspil sem áhorfandinn mun upplifa,“ útskýrir Hadda Fjóla. „Það er gaman fyrir mig sem hönnuð að fara inn á svið myndlistarinnar en það er ákveðið bil á milli hönnunar og myndlistar,“ segir Hlín. „Ég er að hanna söluvöru sem er annar hlutur en að setja upp listaverk. Margir minna kúnna hafa reyndar hengt festarnar mínar upp á vegg hjá sér, sem mér þykir mikill heiður,“ segir Hlín og þær systurnar eru sammála um að vinnan við sýninguna hafi einnig gefið þeim nýja sýn á eigin verk. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt vinnuferli,“ segir Hadda Fjóla.Hadda Fjóla vinnur olíumálverk með fíngerðum pensli og hleður doppum lag fyrir lag.Systurnar verða með leiðsögn um sýninguna 13. mars kl. 15-17 og dagana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýningin stendur til 31. mars. Nánar má forvitnast um verk þeirra á haddafjolareykdal.com og hlinreykdal.com. HönnunarMars Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Sjá meira
Ég vinn með olíu á dúk, líka með blýant og vatnslit og túss. Ég vinn málverkin með litlum pensli og mála doppur í rendur eða hringi, lag ofan á lag. Verkin vinn ég út frá náttúruhughrifum, stemmingu og hvernig ég upplifi litina í náttúrunni. Þar tengjumst við systurnar,“ útskýrir Hadda Fjóla Reykdal myndlistarmaður en hún vinnur nú að innsetningu fyrir HönnunarMars í Galleríi Gróttu ásamt systur sinni, skartgripahönnuðinum Hlín Reykdal. Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 12. mars kl. 17. Báðar hafa þær tekið þátt í samsýningum þar sem hver listamaður eða hönnuður sýnir sitt en þetta er í fyrsta skipti sem þær vinna að sameiginlegri innsetningu og í fyrsta sinn sem þær vinna saman systurnar. „Það hafði blundað í okkur að gera eitthvað saman og við gripum því tækifærið þegar það bauðst,“ segir Hlín. „Samstarfið hefur gengið áreynslulaust fyrir sig, við erum líkar á margan hátt. Hadda vinnur með punktinn og hringformið og ég með kúlur. Við köllumst líka á í litavali,“ segir hún en Hlín hannar skargripi sína úr tréperlum sem hún handmálar og blandar litina sjálf.Hlín hannar skartgripi úr trékúlum sem hún handmálar og sækir innblástur í litaflóru náttúrunnar.„Það var einmitt skemmtilegt að sjá hvað við vorum ótrúlega nálægt hvor annarri þegar við fórum að vinna,“ segir Hadda Fjóla en um margra ára skeið var heilt haf á milli þeirra þegar Hadda bjó í Gautaborg í yfir tíu ár. „Við unnum sýninguna þannig að við töluðum mikið saman og héldum fundi og kíktum á vinnustofuna hjá hvor annarri. Við skoðuðum salinn líka vel og hugmyndin er að setja saman innsetningu og samspil sem áhorfandinn mun upplifa,“ útskýrir Hadda Fjóla. „Það er gaman fyrir mig sem hönnuð að fara inn á svið myndlistarinnar en það er ákveðið bil á milli hönnunar og myndlistar,“ segir Hlín. „Ég er að hanna söluvöru sem er annar hlutur en að setja upp listaverk. Margir minna kúnna hafa reyndar hengt festarnar mínar upp á vegg hjá sér, sem mér þykir mikill heiður,“ segir Hlín og þær systurnar eru sammála um að vinnan við sýninguna hafi einnig gefið þeim nýja sýn á eigin verk. „Þetta var ofboðslega skemmtilegt vinnuferli,“ segir Hadda Fjóla.Hadda Fjóla vinnur olíumálverk með fíngerðum pensli og hleður doppum lag fyrir lag.Systurnar verða með leiðsögn um sýninguna 13. mars kl. 15-17 og dagana 14. og 15. mars kl. 13-15. Sýningin stendur til 31. mars. Nánar má forvitnast um verk þeirra á haddafjolareykdal.com og hlinreykdal.com.
HönnunarMars Mest lesið Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Lífið Gagnrýni ársins 2025: Jólahelvíti, ómerkilegir þættir og vonbrigði á stóra sviðinu Gagnrýni Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Lífið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Lífið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Bíó og sjónvarp Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Fleiri fréttir Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Kallar Sóla klónabarnið sitt Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Uppáhaldsatriðin að mati höfunda Skaupsins Golfkúlan hafnaði í höfði forsætisráðherra Barnabarn Íþróttaálfsins á leiðinni Íslenski Johnny Cash á rúntinum með Bítinu Scary Movie-stjarna látin Óútskýrð ráðgáta í Havana endurvakti fjandskap Kúbu og Bandaríkjanna Víkingar fengu son í jólagjöf Fannst látinn á fjöllum degi eftir afmælisdaginn Stjörnulífið: „Ekkert nýársheit í ár því það sem ég er að gera virkar greinilega“ „Á bak við fíkn er alltaf áfallasaga“ Nyrsta barn ársins fæddist fyrsta dag ársins Sjá meira