Breyta listasafninu í pop-up-borg adda soffía ingvarsdóttir skrifar 5. mars 2015 12:15 Ásgeir Guðmundsson. „Stefnan er að breyta listasafninu í einhvers konar abstrakt pop-up-borg og halda þar gott götupartí,“ segir Ásgeir Guðmundsson, verkefnastjóri tónlistar hjá Kraumi og einn skipuleggjenda. Verkefnið er samstarf milli Kraums tónlistarsjóðs, Auroru hönnunarsjóðs og HönnunarMars. „Götupartíið hefst klukkan níu laugardaginn 14. mars og þar verða kaffibarir og ísbarir og nokkrir veitingastaðir ætla að bjóða upp á street-food-útgáfu af matseðlinum sínum. Og eins og góðu götupartíi sæmir verða að sjálfsögðu götulistamenn á svæðinu,“ segir Ásgeir hress. Meðal þeirra sem koma fram eru Snorri Helgason, Ylja og Retro Stefson. Hópurinn 2,5x5 mun síðan byggja hús yfir sviðið. „Þetta er gert í samstarfi við nýtt verkefni innan Auroru sem heitir Hæg breytileg átt og snýr að byggða- og íbúaþróun. Þessi skúlptúr á sviðinu gefur þá þennan borgarfíling,“ segir hann. Allur ágóði af veitingasölu kvöldsins rennur í nýjan sjóð sem Kraum og Aurora hafa stofnað. „Sá sjóður er ætlaður til þess að finna sameiginlega fleti á tónlist og hönnun, til dæmis með hönnun á plötuumslögum og fleira,“ segir Ásgeir. HönnunarMars Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
„Stefnan er að breyta listasafninu í einhvers konar abstrakt pop-up-borg og halda þar gott götupartí,“ segir Ásgeir Guðmundsson, verkefnastjóri tónlistar hjá Kraumi og einn skipuleggjenda. Verkefnið er samstarf milli Kraums tónlistarsjóðs, Auroru hönnunarsjóðs og HönnunarMars. „Götupartíið hefst klukkan níu laugardaginn 14. mars og þar verða kaffibarir og ísbarir og nokkrir veitingastaðir ætla að bjóða upp á street-food-útgáfu af matseðlinum sínum. Og eins og góðu götupartíi sæmir verða að sjálfsögðu götulistamenn á svæðinu,“ segir Ásgeir hress. Meðal þeirra sem koma fram eru Snorri Helgason, Ylja og Retro Stefson. Hópurinn 2,5x5 mun síðan byggja hús yfir sviðið. „Þetta er gert í samstarfi við nýtt verkefni innan Auroru sem heitir Hæg breytileg átt og snýr að byggða- og íbúaþróun. Þessi skúlptúr á sviðinu gefur þá þennan borgarfíling,“ segir hann. Allur ágóði af veitingasölu kvöldsins rennur í nýjan sjóð sem Kraum og Aurora hafa stofnað. „Sá sjóður er ætlaður til þess að finna sameiginlega fleti á tónlist og hönnun, til dæmis með hönnun á plötuumslögum og fleira,“ segir Ásgeir.
HönnunarMars Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ Tónlist Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Fleiri fréttir Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira