Fá 40 milljónir í hestamót sveinn arnarsson skrifar 10. mars 2015 07:00 Erla Björk Örnólfsdóttir Fjörutíu milljónir króna renna úr ríkissjóði á þessu ári til endurbóta á útisvæði reiðkennaranáms við Hólaskóla í Hjaltadal í Skagafirði. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og meðlimur fjárlaganefndar Alþingis, segir þetta hluta af uppbyggingu sem þurfi vegna Landsmóts hestamanna 2016.Haraldur Benediktsson„Þarna er verið að bæta Hólastað og efla hann með viðhaldi og endurbótum á útisvæði fyrir nám í hestafræðum. Þetta verður því vonandi hluti af þeim framkvæmdum sem þarf að fara í á Hólum í sumar,“ segir Haraldur. Upphæðin kom inn á fjárlög eftir breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. „Ég get bara sagt það að ég bað ekki um þessa aukafjárveitingu. Þú verður að spyrja aðra hvaðan hún kom. Við höfum heldur ekki ákveðið hvernig við munum verja þessum fjármunum,“ segir rektor Hólaskóla, Erla Björk Örnólfsdóttir. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir vinnubrögðin ólíðandi. Lengi hafi tíðkast að einstaklingar og samtök kæmu fyrir fjárlaganefnd til að rökstyðja óskir um framlög. Persónuleg tengsl við nefndarmenn hafi þá getað skipt miklu.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðar„Þessu verklagi var breytt til hins betra á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn ákvað að samþykkja fjölmargar beiðnir fyrir jól án þess að umsóknirnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjárlaganefnd. Þessi vinnubrögð orka tvímælis og við í minnihlutanum höfum gagnrýnt þetta verklag harðlega,“ segir Brynhildur. Peningar sem verða settir í verkefnið á fjárlögum þýða það að mótshaldarar; þrjú hestamannafélög í Skagafirði, þurfa sjálf að setja minna fé í framkvæmdir. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga og varaþingmaður í kjördæminu, segist ekki geta sagt hversu mikið kosti að koma svæðinu í lag fyrir Landsmót. Líklegt er að það sé á annað hundrað milljónir króna. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Fjörutíu milljónir króna renna úr ríkissjóði á þessu ári til endurbóta á útisvæði reiðkennaranáms við Hólaskóla í Hjaltadal í Skagafirði. Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og meðlimur fjárlaganefndar Alþingis, segir þetta hluta af uppbyggingu sem þurfi vegna Landsmóts hestamanna 2016.Haraldur Benediktsson„Þarna er verið að bæta Hólastað og efla hann með viðhaldi og endurbótum á útisvæði fyrir nám í hestafræðum. Þetta verður því vonandi hluti af þeim framkvæmdum sem þarf að fara í á Hólum í sumar,“ segir Haraldur. Upphæðin kom inn á fjárlög eftir breytingartillögu meirihluta fjárlaganefndar. „Ég get bara sagt það að ég bað ekki um þessa aukafjárveitingu. Þú verður að spyrja aðra hvaðan hún kom. Við höfum heldur ekki ákveðið hvernig við munum verja þessum fjármunum,“ segir rektor Hólaskóla, Erla Björk Örnólfsdóttir. Brynhildur Pétursdóttir, þingkona Bjartrar framtíðar, segir vinnubrögðin ólíðandi. Lengi hafi tíðkast að einstaklingar og samtök kæmu fyrir fjárlaganefnd til að rökstyðja óskir um framlög. Persónuleg tengsl við nefndarmenn hafi þá getað skipt miklu.Brynhildur Pétursdóttir Þingmaður Bjartrar framtíðar„Þessu verklagi var breytt til hins betra á síðasta kjörtímabili. Meirihlutinn ákvað að samþykkja fjölmargar beiðnir fyrir jól án þess að umsóknirnar hefðu verið svo mikið sem ræddar í fjárlaganefnd. Þessi vinnubrögð orka tvímælis og við í minnihlutanum höfum gagnrýnt þetta verklag harðlega,“ segir Brynhildur. Peningar sem verða settir í verkefnið á fjárlögum þýða það að mótshaldarar; þrjú hestamannafélög í Skagafirði, þurfa sjálf að setja minna fé í framkvæmdir. Lárus Ástmar Hannesson, formaður Landssambands hestamannafélaga og varaþingmaður í kjördæminu, segist ekki geta sagt hversu mikið kosti að koma svæðinu í lag fyrir Landsmót. Líklegt er að það sé á annað hundrað milljónir króna.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Innlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira