Garðyrkja til að efla fátækar fjölskyldur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Verkefninu er ætlað að styrkja fátækar fjölskyldur. Fréttablaðið/Valgarður Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar samþykkti í gær beiðni vegna samstarfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verkefnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurtagarða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameiginlegar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verkefnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæðingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsumál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar hefur samþykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurtagörðum sem til eru fyrir á svæði Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Helga. Garðyrkja Hjálparstarf Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira
Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar samþykkti í gær beiðni vegna samstarfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verkefnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurtagarða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameiginlegar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verkefnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæðingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsumál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar hefur samþykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurtagörðum sem til eru fyrir á svæði Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Helga.
Garðyrkja Hjálparstarf Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Sjá meira