Garðyrkja til að efla fátækar fjölskyldur Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 12. mars 2015 07:00 Verkefninu er ætlað að styrkja fátækar fjölskyldur. Fréttablaðið/Valgarður Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar samþykkti í gær beiðni vegna samstarfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verkefnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurtagarða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameiginlegar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verkefnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæðingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsumál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar hefur samþykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurtagörðum sem til eru fyrir á svæði Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Helga. Garðyrkja Hjálparstarf Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar samþykkti í gær beiðni vegna samstarfs um matjurtagarða fyrir skjólstæðinga Hjálparstarfs kirkjunnar. Samkvæmt verklýsingu verkefnisins er því ætlað að úthluta um 40 fjölskyldum matjurtagarða þeim að kostnaðarlausu til að rækta grænmeti sumarið 2015. „Foreldrar fá með því tækifæri til að vera góð fyrirmynd fyrir börn sín og það skapar sameiginlegar gæðastundir sem eru svo mikilvægar fyrir barnið að setja í minningabankann,“ stendur í verklýsingu verkefnisins. Þá er verkefninu ætlað að fá fátækar barnafjölskyldur til að rækta sitt eigið grænmeti og spara þannig útgjöld heimilisins. Að sögn Vilborgar Oddsdóttur, félagsráðgjafa hjá Hjálparstarfi kirkjunnar, hafa samtökin einnig leitað til Reykjavíkurborgar, Akureyrarbæjar, Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar vegna verkefnisins en Hafnarfjörður og Reykjanesbær hafa samþykkt úthlutun matjurtagarða vegna verkefnisins. „Við höfum verið með svona sjálfstyrkingarnámskeið fyrir skjólstæðinga okkar, á borð við fatasaum og eldamennsku,“ segir Vilborg. „Nú ætlum við að stíga næsta skref og bjóða skjólstæðingum okkar upp á að rækta matjurtagarða. Þetta er eins konar virkniúrræði og lýðheilsumál, hér getur fjölskyldan komið saman og ræktað sér hollan mat án útgjalda,“ segir Vilborg. Umhverfis- og framkvæmdasvið Hafnarfjarðar hefur samþykkt málið en skjólstæðingar Hjálparstarfs kirkjunnar munu fá aðgang að þeim matjurtagörðum sem til eru fyrir á svæði Hafnarfjarðar. „Það hefur ekki verið mikil sókn í garðana upp á síðkastið þannig að þarna er svigrúm til að hleypa Hjálparstarfi kirkjunnar að,“ segir Helga Ingólfsdóttir, formaður umverfis- og skipulagsráðs Hafnarfjarðar. „Hafnarfjarðarbær er ekki að ráðstafa neinu fjármagni í þetta verkefni heldur bara opna garðana okkar fyrir þeim og við erum bara glöð með að vera í þessu samstarfi með Hjálparstarfi kirkjunnar,“ segir Helga.
Garðyrkja Hjálparstarf Mest lesið Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Erlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira