Felldu tillögu um bólusetningar viktoría hermannsdóttir skrifar 18. mars 2015 07:15 Hildur Sverrisdóttir lagði tillöguna fram á fundi borgarstjórnar í gær. Fréttablaðið/Vilhelm Borgarstjóri segir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss í Reykjavík vera vanhugsaða og of róttæka. Þetta kom fram á borgarstjórnarfundi í gær, þar sem tillagan, sem lögð var fram af Hildi Sverrisdóttur borgarfulltrúa, var felld af meirihlutanum. Dagur sagði í umræðunni að hann væri talsmaður bólusetninga en það að banna óbólusettum börnum að ganga í leikskóla borgarinnar væri ekki rétt leið. Dagur vitnaði í svar sóttvarnalæknis við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar borgarfulltrúa um bólusetningar. Í svari hans kemur fram að um 2% foreldra barna í borginni kjósi að láta ekki bólusetja börn sín. Telur sóttvarnalæknir að vandinn hér á landi sé ekki jafn mikill og talað hefur verið um í fjölmiðlum og að Íslendingar séu á svipuðum stað varðandi bólusetningar og nágrannaþjóðir okkar. Aðrir borgarfulltrúar í meirihluta voru sammála Degi, tillagan væri sprottin af góðu en of róttæk. Taldi Dagur að borgin gæti farið í samráð við Landlæknisembættið um að bæta þátttöku með því að fræða foreldra og styrkja innköllunarkerfi heilsugæslunnar sem sér um bólusetningar. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks eftir fundinn kemur fram að þeir harmi að meirihlutinn hafi hafnað tillögu þeirra og ekki hafi verið hægt að koma til móts við sjónarmið tillögunnar að neinu leyti með því að leggja ekki til að skóla- og frístundaviði verði falið að skoða hvaða aðgerðir væru tækar. Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Borgarstjóri segir tillögu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss í Reykjavík vera vanhugsaða og of róttæka. Þetta kom fram á borgarstjórnarfundi í gær, þar sem tillagan, sem lögð var fram af Hildi Sverrisdóttur borgarfulltrúa, var felld af meirihlutanum. Dagur sagði í umræðunni að hann væri talsmaður bólusetninga en það að banna óbólusettum börnum að ganga í leikskóla borgarinnar væri ekki rétt leið. Dagur vitnaði í svar sóttvarnalæknis við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar borgarfulltrúa um bólusetningar. Í svari hans kemur fram að um 2% foreldra barna í borginni kjósi að láta ekki bólusetja börn sín. Telur sóttvarnalæknir að vandinn hér á landi sé ekki jafn mikill og talað hefur verið um í fjölmiðlum og að Íslendingar séu á svipuðum stað varðandi bólusetningar og nágrannaþjóðir okkar. Aðrir borgarfulltrúar í meirihluta voru sammála Degi, tillagan væri sprottin af góðu en of róttæk. Taldi Dagur að borgin gæti farið í samráð við Landlæknisembættið um að bæta þátttöku með því að fræða foreldra og styrkja innköllunarkerfi heilsugæslunnar sem sér um bólusetningar. Í bókun borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks eftir fundinn kemur fram að þeir harmi að meirihlutinn hafi hafnað tillögu þeirra og ekki hafi verið hægt að koma til móts við sjónarmið tillögunnar að neinu leyti með því að leggja ekki til að skóla- og frístundaviði verði falið að skoða hvaða aðgerðir væru tækar.
Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent