Á Evrópumeistaramótið í gegnum Asíu Óskar Ófeigur Jónsson í Astana skrifar 25. mars 2015 07:15 Landsliðsþjálfararnir Lars og Heimir. vísir/vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta er mætt til Astana í Kasakstan, höfuðborgar landsins sem er af einhverjum ástæðum staðsett í Asíu en spilar í Evrópu. Er von að fólk velti þessu fyrir sér nú þegar landsliðsstrákarnir okkar eru að fara að spila mikilvægan leik í undankeppni EM í meira en fimm þúsund kílómetra fjarlægð frá Íslandi. Kasakstan var ekki einu sinni alltaf í UEFA því fyrstu tíu árin eftir sundrungu Sovétríkjanna þá keppti landslið þjóðarinnar innan knattspyrnusambands Asíu og við Kína, Kirgisistan, Tadsjikistan, Úsbekistan og aðra nágranna sína í Mið-Asíu. Kasakstan tók þátt í Asíuhluta undankeppni HM 1998 og 2002 en gekk síðan í UEFA árið 2002 eftir að hafa sóst eftir inngöngu frá árinu 1996. Kasakstan mátti ekki skipta fyrr en eftir úrslitakeppni HM 2002 lauk og þá var búið að draga í undankeppni EM 2004. Frá undankeppni HM 2006 hefur Kasakstan keppt innan evrópska knattspyrnusambandsins en landslið þjóðarinnar hefur ekki verið nálægt því að komast áfram upp úr sínum riðlum. Hvað varðar styrkleika þá er hægt að færa rök fyrir því að þessi ákvörðun að fara inn í UEFA var líklegri til að minnka til muna möguleika þjóðarinnar á því að komast í úrslitakeppni HM. Aðeins Aserbaídsjan, Malta, San Marinó og Andorra eru nú neðar á styrkleikalista FIFA af meðlimum UEFA. Ástæðan sem knattspyrnusamband Kasakstan gaf upp á sínum tíma var að það væri betra að vera hluti af UEFA vegna þess að þar færi þróaðra og framsæknara fótboltasamband. Forráðamenn sambandsins töluðu líka alltaf um að Kasakstan hafi verið að snúa aftur í UEFA eftir að hafa spilað þar sem hluti af Sovétríkjunum og að fótboltinn í landinu hafi þróast af evrópskri fyrirmynd. Meirihluti fótboltaáhugafólks og fótboltasérfræðinga í landinu studdu þessi skipti en auðvitað var það áhugaverðara fyrir knattspyrnuáhugafólk í landinu að fá tækifæri til að sjá bestu knattspyrnulandslið Evrópu spila í Astana. Það efast heldur enginn um að UEFA-peningarnir spila einhverja rullu líka. Hvort það sé rétt eða ekki að Kasakstan keppi innan Evrópu en ekki Asíu breytir þó ekki því að fram undan er mikilvægur leikur þar sem ekkert nema þrjú stig duga íslenska landsliðinu ætli það sér að komast á sitt fyrsta stórmót. Ætli íslenska landsliðið sér á Evrópumeistaramótið 2016 þá þarf liðið að vinna þennan leik sinn í Asíu á laugardaginn.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Sjá meira