Nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn Frosti Sigurjónsson skrifar 25. mars 2015 07:00 Í skýrslu stjórnar Landsbankans fyrir aðalfund 18. mars voru ítrekuð áform um að reisa nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfn, á einum dýrasta byggingarreit landsins. Í skýrslunni segir: „Gert er nú ráð fyrir að rýma um 28 þúsund fermetra og koma starfseminni sem á þeim var fyrir á um 15 þúsund fermetrum í nýju sérhönnuðu húsnæði. Reikna má með um 600 milljóna króna sparnaði á ári.“ Fagna ber hagræðingu í rekstri Landsbankans, hún er mikilvægur þáttur í því að bankinn geti veitt betri kjör, en sú spurning vaknar hvort hagræðingin gæti ekki orðið enn meiri ef byggt væri hóflegt skrifstofuhúsnæði á hagkvæmri lóð? Það hljóta að finnast hagkvæmari lóðir í Reykjavík en Austurhöfn. Verður nóg af bílastæðum fyrir starfsfólkið, viðskiptavini bankans og þau fyrirtæki sem koma til með að fylla þessa 28 þúsund fermetra sem bankinn mun rýma?Hvað mun þetta kosta og hver borgar? Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið hefur ekki verið kynnt en ólíklegt má telja að 15 þúsund fermetra bygging við Austurhöfn muni kosta minna en sjö milljarða. Kostnaðarauki vegna staðarvalsins mun lenda á viðskiptavinum bankans með einum eða öðrum hætti, hvort sem er í gegnum hærri vexti á lánum, með hærri þjónustugjöldum eða með hærri sköttum. Höfuðmarkmið bankans er arðsemi eigin fjár Stefnumótun bankans til ársins 2020 var einnig kynnt á aðalfundinum. Höfuðmarkmiðið er sagt „viðunandi arðsemi eigin fjár“. Arðsemi eigin fjár bankans var 12,5% árið 2014 sem hlýtur að teljast meira en viðunandi. Við fyrstu sýn er öll arðsemi af hinu góða. Stóru bankarnir þrír skipta hins vegar með sér meira en 90% af markaðinum. Á slíkum fákeppnismarkaði er hætt við að samkeppni verði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar geta þá aukið arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku. Það kæmi sér því best fyrir landsmenn ef Landsbankinn tæki upp það höfuðmarkmið að bjóða upp á bestu kjör og hóflega arðsemi. Aðrir bankar yrðu þá væntanlega að mæta samkeppninni til að halda í sína viðskiptavini. Allir landsmenn myndu njóta góðs af virkari samkeppni á bankamarkaði.Eignarhlutur starfsmanna Árið 2009 gerði núverandi Landsbanki, LBI hf. og þáverandi fjármálaráðherra samkomulag um að starfsfólk bankans myndi eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Hlutirnir voru afhentir í mars 2013 og nam verðmæti þeirra eftir skatta 1,8 milljörðum króna. Það má reikna með að eignaraðild starfsmanna sé hvati til að auka arðsemi bankans. Þar sem íslenski bankamarkaðurinn einkennist af fákeppni, er hætt við að hærri arðsemi Landsbankans verði á kostnað almennings. Eignaraðildin og hvatinn sem hann myndar er því óheppileg frá sjónarhóli landsmanna. Sé vilji fyrir hendi mætti leysa málið með því að láta bankann kaupa til baka hlut starfsmanna svo ríkið verði 100% eigandi að bankanum. Þá mætti setja honum aðalmarkmið að veita góða þjónustu á lágu verði og skila hóflegri arðsemi. Þannig myndi Landsbankinn skapa landsmönnum mest verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í skýrslu stjórnar Landsbankans fyrir aðalfund 18. mars voru ítrekuð áform um að reisa nýjar höfuðstöðvar bankans við Austurhöfn, á einum dýrasta byggingarreit landsins. Í skýrslunni segir: „Gert er nú ráð fyrir að rýma um 28 þúsund fermetra og koma starfseminni sem á þeim var fyrir á um 15 þúsund fermetrum í nýju sérhönnuðu húsnæði. Reikna má með um 600 milljóna króna sparnaði á ári.“ Fagna ber hagræðingu í rekstri Landsbankans, hún er mikilvægur þáttur í því að bankinn geti veitt betri kjör, en sú spurning vaknar hvort hagræðingin gæti ekki orðið enn meiri ef byggt væri hóflegt skrifstofuhúsnæði á hagkvæmri lóð? Það hljóta að finnast hagkvæmari lóðir í Reykjavík en Austurhöfn. Verður nóg af bílastæðum fyrir starfsfólkið, viðskiptavini bankans og þau fyrirtæki sem koma til með að fylla þessa 28 þúsund fermetra sem bankinn mun rýma?Hvað mun þetta kosta og hver borgar? Kostnaðaráætlun fyrir verkefnið hefur ekki verið kynnt en ólíklegt má telja að 15 þúsund fermetra bygging við Austurhöfn muni kosta minna en sjö milljarða. Kostnaðarauki vegna staðarvalsins mun lenda á viðskiptavinum bankans með einum eða öðrum hætti, hvort sem er í gegnum hærri vexti á lánum, með hærri þjónustugjöldum eða með hærri sköttum. Höfuðmarkmið bankans er arðsemi eigin fjár Stefnumótun bankans til ársins 2020 var einnig kynnt á aðalfundinum. Höfuðmarkmiðið er sagt „viðunandi arðsemi eigin fjár“. Arðsemi eigin fjár bankans var 12,5% árið 2014 sem hlýtur að teljast meira en viðunandi. Við fyrstu sýn er öll arðsemi af hinu góða. Stóru bankarnir þrír skipta hins vegar með sér meira en 90% af markaðinum. Á slíkum fákeppnismarkaði er hætt við að samkeppni verði ekki nægilega hörð til að tryggja viðskiptavinum bestu kjör. Bankar geta þá aukið arðsemi sína með því að auka vaxtamun og gjaldtöku. Það kæmi sér því best fyrir landsmenn ef Landsbankinn tæki upp það höfuðmarkmið að bjóða upp á bestu kjör og hóflega arðsemi. Aðrir bankar yrðu þá væntanlega að mæta samkeppninni til að halda í sína viðskiptavini. Allir landsmenn myndu njóta góðs af virkari samkeppni á bankamarkaði.Eignarhlutur starfsmanna Árið 2009 gerði núverandi Landsbanki, LBI hf. og þáverandi fjármálaráðherra samkomulag um að starfsfólk bankans myndi eignast tæplega 1% hlut í bankanum. Hlutirnir voru afhentir í mars 2013 og nam verðmæti þeirra eftir skatta 1,8 milljörðum króna. Það má reikna með að eignaraðild starfsmanna sé hvati til að auka arðsemi bankans. Þar sem íslenski bankamarkaðurinn einkennist af fákeppni, er hætt við að hærri arðsemi Landsbankans verði á kostnað almennings. Eignaraðildin og hvatinn sem hann myndar er því óheppileg frá sjónarhóli landsmanna. Sé vilji fyrir hendi mætti leysa málið með því að láta bankann kaupa til baka hlut starfsmanna svo ríkið verði 100% eigandi að bankanum. Þá mætti setja honum aðalmarkmið að veita góða þjónustu á lágu verði og skila hóflegri arðsemi. Þannig myndi Landsbankinn skapa landsmönnum mest verðmæti.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun