Fyrst pirraðir og svo reyndum við að hlæja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2015 07:00 Ragnar Sigurðsson vísir/getty Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, miðvörður íslenska liðsins, spilar með FC Krasnodar í Rússlandi og var því einn af fáum leikmönnum íslenska liðsins sem þurfti ekki að hafa áhyggjur af mjög löngu ferðalagi til Kasakstans en annað kom þó á daginn. Ragnar var nefnilega einn af átta leikmönnum íslenska liðsins sem höfðu ekki fengið vegabréfsáritun og þurftu því að dúsa á flugvellinum í Astana í átta tíma. „Við þurftum að bíða aðeins á flugvellinum í vegabréfsskoðuninni. Ferðalagið fyrir mig var þannig séð frekar stutt. Við vorum nokkrir ekki með áritun og það var einhver heilagur dagur í gær. Við fengum því að bíða aðeins á flugvellinum,“ sagði Ragnar, en þetta hefur væntanlega farið illa í menn sem voru að koma til Kasakstans um miðja nótt. Það er ekki eins og þessi mál gangi mjög hratt fyrir sig en það tók um fimmtán mínútur fyrir Íslending með vegabréfsáritun að sleppa inn í landið. Þeir sem voru án hennar þurftu hins vegar að bíða mjög lengi og það reyndi á þolinmæðina. „Fyrst vorum við pirraðir en svo vorum við að reyna að hlæja að þessu en síðustu tvo tímana var aftur kominn pirringur í okkur. Þetta er svona eins og gengur og gerist,“ segir Ragnar. Ragnar er á sínu öðru tímabili með FC Krasnodar og þekkir því aðeins til vinnuaðferðanna. „Ég er búinn að vera í Rússlandi í rúmt ár og maður kannast við þetta vesen. Ég bjóst alveg við smá veseni fyrst við vorum ekki komnir með vegabréfsáritunina,“ segir Ragnar. Knattspyrnusambandið sendi flest vegabréfin til London í tíma til að fá áritun en nokkrir leikmannanna voru á ferðinni með sín vegabréf og gátu ekki látið þau af hendi. Allir komust strákarnir þó inn í landið á endanum og verða með á móti Kasakstan á laugardaginn. Viðar Örn Kjartansson var hins vegar sá sem þurfti að fara í stysta ferðalagið til Kasakstans því hann spilar með kínverska liðinu Jiangsu, en Kasakstan liggur einmitt að Kína. „Ég flaug í tvo og hálfan tíma og þetta var mjög stutt ferðalag fyrir mig,“ sagði Viðar, sem þurfti heldur ekki að hafa miklar áhyggjur af tímamismuninum. Ferðalög hans í landsleiki í framtíðinni verða aftur á móti miklu lengri.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt” Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Körfubolti