Til hamingju með nýju geitina þína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2015 09:14 Ég hef fengið ýmsar afmælisgjafir í gegnum tíðina en man eftir fæstum þeirra. Reyndar hélt ég bara almennilega upp á tvítugsafmælið og þrítugsafmælið, þ.e. á þann hátt að fólki þótti óþægilegt að mæta í gleðskapinn án þess að mæta með eitthvað meðferðis. Þar voru vafalítið rauðvínsflöskur og viskíflöskur meðal gjafa þótt ég muni það ekki. Hins vegar mun ég aldrei gleyma geitunum sem ég fékk að gjöf. Í þrítugsafmælisgjöf fékk ég nefnilega að gefa þremur fjölskyldum í Afríku geit og þeirri fjórðu kamar. Um er að ræða gjafir sem gefa – sem auðvelt er að kaupa á vefsíðu UNICEF. Fleiri góðgerðarsamtök bjóða vafalítið upp á svipaða valkosti. Gjöfin var fullkomin fyrir mig sem get aldrei látið mér detta neitt í hug við jól og afmæli. Aldrei finnst mér mig vanta neitt. Ástæða þess að strákarnir fóru þessa leið var sú að ég var byrjaður að taka upp á því að gera slíkt hið sama þegar þeir fögnuðu afmælisgjöfum sínum. Ekki er ég viss um að öllum hafi fundist það rosalega spennandi gjöf við fyrstu sýn en það breyttist örugglega fljótt. Þeir voru allavega hæstánægðir þegar þeir afhentu mér gjöfina og ég ekki síður. Gjafir sem þessar eru hin fullkomna lausn þegar þú veist ekkert hvað þú átt að gefa. Margir vinir mínir hafa fengið fótbolta í afmælisgjöf, þ.e. fótbolti er gefinn í þeirra nafni til ungs og efnilegs pilts eða stúlku í Afríku. Þá gaf tengdafaðir minn fyrrverandi mér einu sinni í jólagjöf styrk til stúlknaliðs í knattspyrnu í Afríkulandi svo hægt væri að kaupa bolta og treyjur fyrir stelpurnar. Frábær gjöf. Hvað ætlarðu að gefa fjórtán ára frænda þínum sem er að fermast? Ef hann er töffari og með hlutina á hreinu mun hann örugglega sjá fegurðina í gjöfum sem gefa. Það sem meira er, Jesús hlýtur að vera mikill stuðningsmaður gjafa á borð við þessar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Tumi Daðason Mest lesið Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Setjum kröfur um grunn í tungumálinu okkar Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun
Ég hef fengið ýmsar afmælisgjafir í gegnum tíðina en man eftir fæstum þeirra. Reyndar hélt ég bara almennilega upp á tvítugsafmælið og þrítugsafmælið, þ.e. á þann hátt að fólki þótti óþægilegt að mæta í gleðskapinn án þess að mæta með eitthvað meðferðis. Þar voru vafalítið rauðvínsflöskur og viskíflöskur meðal gjafa þótt ég muni það ekki. Hins vegar mun ég aldrei gleyma geitunum sem ég fékk að gjöf. Í þrítugsafmælisgjöf fékk ég nefnilega að gefa þremur fjölskyldum í Afríku geit og þeirri fjórðu kamar. Um er að ræða gjafir sem gefa – sem auðvelt er að kaupa á vefsíðu UNICEF. Fleiri góðgerðarsamtök bjóða vafalítið upp á svipaða valkosti. Gjöfin var fullkomin fyrir mig sem get aldrei látið mér detta neitt í hug við jól og afmæli. Aldrei finnst mér mig vanta neitt. Ástæða þess að strákarnir fóru þessa leið var sú að ég var byrjaður að taka upp á því að gera slíkt hið sama þegar þeir fögnuðu afmælisgjöfum sínum. Ekki er ég viss um að öllum hafi fundist það rosalega spennandi gjöf við fyrstu sýn en það breyttist örugglega fljótt. Þeir voru allavega hæstánægðir þegar þeir afhentu mér gjöfina og ég ekki síður. Gjafir sem þessar eru hin fullkomna lausn þegar þú veist ekkert hvað þú átt að gefa. Margir vinir mínir hafa fengið fótbolta í afmælisgjöf, þ.e. fótbolti er gefinn í þeirra nafni til ungs og efnilegs pilts eða stúlku í Afríku. Þá gaf tengdafaðir minn fyrrverandi mér einu sinni í jólagjöf styrk til stúlknaliðs í knattspyrnu í Afríkulandi svo hægt væri að kaupa bolta og treyjur fyrir stelpurnar. Frábær gjöf. Hvað ætlarðu að gefa fjórtán ára frænda þínum sem er að fermast? Ef hann er töffari og með hlutina á hreinu mun hann örugglega sjá fegurðina í gjöfum sem gefa. Það sem meira er, Jesús hlýtur að vera mikill stuðningsmaður gjafa á borð við þessar.
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun