Sumarþing ef með þarf til að ljúka húsnæðismálunum kolbeinn óttarsson proppé skrifar 27. mars 2015 07:00 Eygló Harðardóttir velferðarráðherra segir að það verði að afgreiða frumvörp um húsnæðismál áður en Alþingi fer í frí. vísir/gva Húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag eða á þriðjudag. Frumvörpin eru í hefðbundnu kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu og yfirlestri hjá forsætisráðuneytinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var unnið í þeim fram eftir degi í gær til að reyna að koma þeim fyrir ríkisstjórn í dag. Velferðarráðherra boðaði í upphafi kjörtímabils að farið yrði í umfangsmiklar aðgerðir í húsnæðismálum. Þrjú frumvörp um málið er að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing; um húsnæðisbætur, húsnæðismál og húsnæðissamvinnufélög. Yfirstandandi kjarasamningar auka pressuna á það að málin komi fram og Eygló leggur ríka áherslu á að þau verði kláruð á yfirstandandi þingi. Hún vonast til þess að Alþingi nái að ljúka afgreiðslu frumvarpanna fyrir þingfrestun í vor. Ef það náist ekki verði að halda sumarþing. „Ef einhvern tíma er ástæða til þess að halda sumarþing er það vegna þessara mála. Alþingi verður að starfa eins lengi og þarf til að klára þessi mikilvægu mál. Allur vinnumarkaðurinn er undir og við verðum að afgreiða þessi mál áður en Alþingi fer í frí,“ segir Eygló. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúa frumvörpin að stuðningi vegna félagslegs húsnæðis, húsaleigubótakerfi, húsaleigusamningum og málefnum tekjulágra leigjenda. Þá verður tekið á ólíku búsetuformi. Nokkuð hefur verið beðið eftir frumvörpunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur fyrst og fremst staðið í mönnum hvernig eigi að fjármagna aðgerðirnar, sem búast má við að verði kostnaðarsamar, og lúti að forgangsröðun fjármuna. Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Húsnæðisfrumvörp Eyglóar Harðardóttur velferðarráðherra verða tekin fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í dag eða á þriðjudag. Frumvörpin eru í hefðbundnu kostnaðarmati hjá fjármálaráðuneytinu og yfirlestri hjá forsætisráðuneytinu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var unnið í þeim fram eftir degi í gær til að reyna að koma þeim fyrir ríkisstjórn í dag. Velferðarráðherra boðaði í upphafi kjörtímabils að farið yrði í umfangsmiklar aðgerðir í húsnæðismálum. Þrjú frumvörp um málið er að finna á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar fyrir yfirstandandi þing; um húsnæðisbætur, húsnæðismál og húsnæðissamvinnufélög. Yfirstandandi kjarasamningar auka pressuna á það að málin komi fram og Eygló leggur ríka áherslu á að þau verði kláruð á yfirstandandi þingi. Hún vonast til þess að Alþingi nái að ljúka afgreiðslu frumvarpanna fyrir þingfrestun í vor. Ef það náist ekki verði að halda sumarþing. „Ef einhvern tíma er ástæða til þess að halda sumarþing er það vegna þessara mála. Alþingi verður að starfa eins lengi og þarf til að klára þessi mikilvægu mál. Allur vinnumarkaðurinn er undir og við verðum að afgreiða þessi mál áður en Alþingi fer í frí,“ segir Eygló. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins snúa frumvörpin að stuðningi vegna félagslegs húsnæðis, húsaleigubótakerfi, húsaleigusamningum og málefnum tekjulágra leigjenda. Þá verður tekið á ólíku búsetuformi. Nokkuð hefur verið beðið eftir frumvörpunum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur fyrst og fremst staðið í mönnum hvernig eigi að fjármagna aðgerðirnar, sem búast má við að verði kostnaðarsamar, og lúti að forgangsröðun fjármuna.
Alþingi Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira