Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 9. maí 2025 18:17 Þessi bíll er notaður til að sinna rafrænu eftirliti með bílum í bílastæðum miðborgarinnar. Vísir/Bjarki Meðlimir Íbúasamtaka miðborgar Reykjavíkur (ÍMR) vilja láta endurskoða nýtt fyrirkomulag Reykjavíkurborgar um rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs með bílastæðum borgarinnar. Þeir óska einnig eftir betri sorphirðu og að rútumál miðborgarinnar verði tekin til skoðunar. Um miðjan marsmánuð tók Bílastæðasjóður í notkun bíl með myndavél sem skannar bílnúmer til að veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Í ályktun samtakanna af aðalfundi þeirra kemur fram að þrátt fyrir að íbúar séu með sérstakt kort sem segir til að þeir megi leggja í gjaldskyld bílastæði gjaldfrjálst fái þeir samt sem áður stöðumælasekt. Kortið á að geyma í framrúðu bifreiðarinnar en vegna nýja rafræna eftirlitsins sjáist ekki lengur í kortið. „Þetta er auka álag á íbúa sem geta verið mis vel staddir til þess að standa í að greiða sekt og óska síðan eftir niðurfellingu hennar,“ segir í ályktuninni. Í viðtali við Kristínu Þórdísi Ragnarsdóttur, sérfræðingi hjá Bílastæðasjóði í byrjun apríl sagði hún að væri eigandi bílsins með íbúakort ætti ekkert gjald að vera sett á bílinn. Íbúarnir eru einnig að fá sekt þrátt fyrir að bílunum sé lagt innan þeirra eigin lóðamarka. „Þetta er gert á þeim forsendum að stæðið sé ekki viðurkennt samkvæmt skipulagsuppdráttum og án leyfis borgarinnar. Þetta á gjarnan við um bílastæði þar sem fólk hefur lagt bílnum sínum um og áratugum saman í góðri trú og án athugasemda borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa jafnvel svarað því að um sé að ræða akstur yfir gangstétt sem skapi hættu fyrir gangandi vegfarendur. En þar sem íbúum mismunað þar sem við mörg hús er leyfilegt að keyra inn á bílastæði eða baklóð, en annars staðar er sektað.“ Íbúarnir í samtökunum segjast af öllu vilja gerð til að koma með tillögur að lausn málsins og óska eftir samtali við borgaryfirvöld. Rútubílstjórar bíða við leikskóla með rútuna í gangi Íbúasamtökin vilja einnig að aðgengi þeirra að bílastæðum í nágrenni heimili þeirra verði bætt. Til að mynda leggja þau til að stækka svæði þar sem íbúar mega leggja á og stytta tímann sem það tekur að endurnýja íbúakortin. Önnur tillaga er að heimila kaup á íbúakorti til skamms tíma fyrir aðkeypta þjónustu og gesti íbúa. „Iðnaðarmenn sem eru með vinnustöð og nauðsynleg verkfæri í bílnum hika orðið við að taka að sér viðgerðir í heimahúsum í miðbænum vegna bílastæðakvaða og gestir hafa afboðað komur sínar vegna þeirra,“ stendur í ályktun samtakanna. „Jafnframt skýtur mjög skökku við að fyrirtæki sem eru í fullum rekstri og fá tekjur inn fái fjölda bílastæða til afnota endurgjaldslaust undir útiveitingaaðstöðu meðan íbúar greiða íbúakort fullu gjaldi og geta síðan hvergi lagt.“ Íbúarnir fara einnig fram á að rútumál verði tekin fastari tökum og beiti sektum þegar við á. Rútur í miðborginni eru sagðar valda umferðarteppu, til að mynda við Hallgrímskirkju. „Þar stoppa margar rútur við stoppið og/eða við leikskólann Grænuborg, og bíða síðan, í gangi, meðan farþegar skoða sig um.“ Að lokum óska íbúarnir eftir úrbætum í sorpþjónustu. Í miðborginni séu yfirfullar sorptunnur og þeim fylgir rottugangur, ólykt og ásókn máva. Þeir segja kvartanir íbúa í gegnum ábendingavef borgarinnar ekki bera neinn árangur. Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Um miðjan marsmánuð tók Bílastæðasjóður í notkun bíl með myndavél sem skannar bílnúmer til að veita upplýsingar um hvort fólk hafi greitt í stæði eða ekki. Í ályktun samtakanna af aðalfundi þeirra kemur fram að þrátt fyrir að íbúar séu með sérstakt kort sem segir til að þeir megi leggja í gjaldskyld bílastæði gjaldfrjálst fái þeir samt sem áður stöðumælasekt. Kortið á að geyma í framrúðu bifreiðarinnar en vegna nýja rafræna eftirlitsins sjáist ekki lengur í kortið. „Þetta er auka álag á íbúa sem geta verið mis vel staddir til þess að standa í að greiða sekt og óska síðan eftir niðurfellingu hennar,“ segir í ályktuninni. Í viðtali við Kristínu Þórdísi Ragnarsdóttur, sérfræðingi hjá Bílastæðasjóði í byrjun apríl sagði hún að væri eigandi bílsins með íbúakort ætti ekkert gjald að vera sett á bílinn. Íbúarnir eru einnig að fá sekt þrátt fyrir að bílunum sé lagt innan þeirra eigin lóðamarka. „Þetta er gert á þeim forsendum að stæðið sé ekki viðurkennt samkvæmt skipulagsuppdráttum og án leyfis borgarinnar. Þetta á gjarnan við um bílastæði þar sem fólk hefur lagt bílnum sínum um og áratugum saman í góðri trú og án athugasemda borgarinnar. Borgarfulltrúar hafa jafnvel svarað því að um sé að ræða akstur yfir gangstétt sem skapi hættu fyrir gangandi vegfarendur. En þar sem íbúum mismunað þar sem við mörg hús er leyfilegt að keyra inn á bílastæði eða baklóð, en annars staðar er sektað.“ Íbúarnir í samtökunum segjast af öllu vilja gerð til að koma með tillögur að lausn málsins og óska eftir samtali við borgaryfirvöld. Rútubílstjórar bíða við leikskóla með rútuna í gangi Íbúasamtökin vilja einnig að aðgengi þeirra að bílastæðum í nágrenni heimili þeirra verði bætt. Til að mynda leggja þau til að stækka svæði þar sem íbúar mega leggja á og stytta tímann sem það tekur að endurnýja íbúakortin. Önnur tillaga er að heimila kaup á íbúakorti til skamms tíma fyrir aðkeypta þjónustu og gesti íbúa. „Iðnaðarmenn sem eru með vinnustöð og nauðsynleg verkfæri í bílnum hika orðið við að taka að sér viðgerðir í heimahúsum í miðbænum vegna bílastæðakvaða og gestir hafa afboðað komur sínar vegna þeirra,“ stendur í ályktun samtakanna. „Jafnframt skýtur mjög skökku við að fyrirtæki sem eru í fullum rekstri og fá tekjur inn fái fjölda bílastæða til afnota endurgjaldslaust undir útiveitingaaðstöðu meðan íbúar greiða íbúakort fullu gjaldi og geta síðan hvergi lagt.“ Íbúarnir fara einnig fram á að rútumál verði tekin fastari tökum og beiti sektum þegar við á. Rútur í miðborginni eru sagðar valda umferðarteppu, til að mynda við Hallgrímskirkju. „Þar stoppa margar rútur við stoppið og/eða við leikskólann Grænuborg, og bíða síðan, í gangi, meðan farþegar skoða sig um.“ Að lokum óska íbúarnir eftir úrbætum í sorpþjónustu. Í miðborginni séu yfirfullar sorptunnur og þeim fylgir rottugangur, ólykt og ásókn máva. Þeir segja kvartanir íbúa í gegnum ábendingavef borgarinnar ekki bera neinn árangur.
Bílastæði Bílar Reykjavík Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira