Telja Samherja hafa samkeppnisforskot sveinn arnarsson skrifar 30. mars 2015 07:00 Matorka mun nýta heitt affallsvatn frá orkuverinu í Svartsengi. Fréttablaðið/Valli Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll. Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
Matorka telur Samherja hafa fengið forskot á samkeppnisaðila með því að hafa keypt fiskeldisstöðvar á hrakvirði út úr þrotabúum. Þetta kemur fram í minnisblaði Matorku sem lagt var fyrir Atvinnuveganefnd vegna málsins. Samherji vísar ásökunum Matorku til föðurhúsanna. „Það er miður að nafn Samherja skuli vera dregið inn í umræðuna á þann hátt sem forsvarsmenn Matorku gera í bréfi sínu til Atvinnuveganefndar Alþingis,“ segir Jón Kjartan Jónsson, framkvæmdastjóri Íslandsbleikju, sem er í eigu Samherja. „Það að halda því fram að markaður sem er í dag um 6.000 tonn í heiminum geti tekið við þeim vexti sem nú er rætt um er ekki í neinu samræmi við þann veruleika sem við þekkjum,“ segir Jón. Fram kemur í minnisblaði Matorku að flestar ef ekki allar landeldisstöðvar laxfiska hafi farið í gegn um gjaldþrot og sumar oft. Vilja forsvarsmenn Matorku meina að afskriftir og kaup Samherja á fyrirtækjunum á hrakvirði veiti framleiðendum forskot á þá sem byggja fiskeldisstöð frá grunni. Ívilnunarsamningur Matorku og íslenska ríkisins hefur verið talinn samkeppnisraskandi af þeim aðilum sem fyrir eru á markaði. Forsvarsmenn Matorku spyrja sig hins vegar hvort kaup Samherja á þrotabúum „á hrakvirði“ sé ekki samkeppnisröskun einnig. „Við erum ekki að benda á eitthvert eitt fyrirtæki í þessu samhengi,“ segir Árni Páll Einarsson, framkvæmdastjóri Matorku. „Eldisiðnaðurinn á Íslandi er byggður upp á gömlum stöðvum og keyptur út úr þrotabúum á lágu verði og við vekjum máls á muninum á því og að byggja upp stöð frá grunni.“ Jón Kjartan segir ekki rétt að stöðvar hafi verið keyptar á hrakvirði út úr þrotabúum. „Allar stöðvar sem eru í eigu félagsins hafa verið keyptar í fullum rekstri á markaðsverði af einstaklingum sem höfðu verið eigendur þeirra frá stofnun eða til nokkurra ára,“ segir Jón. Forsvarsmenn Matorku ætla sér að framleiða um 3.000 tonn á ári. „Til að auka sölu á bleikju þarf að auka framleiðslugetuna á markaðnum, það liggur í hlutarins eðli. Það mun skila sér í auknum gjaldeyristekjum og fleiri störfum á landinu og leiðir aðeins gott af sér,“ segir Árni Páll.
Alþingi Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira