Utan vallar: Meira af Guðjohnsen og Gylfa, takk fyrir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2015 06:30 Eiður Smári Guðjohnsen og Gylfi Þór Sigurðsson. vísir/vilhelm Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frábær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnumenn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á einhverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opnast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með landsliðinu en það er ómetanlegt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögulega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugglega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfingar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auðvelt að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðarfullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkallaðan EM-gír. Vinnusemin, samvinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óskalista nær allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna að sjá mikið meira af Gylfa og Guðjohnsen. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Íslenska þjóðin hefur ekki eignast mikið betri knattspyrnumenn en þá Eið Smára Guðjohnsen og Gylfa Þór Sigurðsson og að sjá þá spila hlið við hlið með íslenska landsliðinu í dag eru sannkölluð forréttindi fyrir íslensku þjóðina. Gylfi er kóngurinn á miðjunni, alltaf í jafnvægi með boltann og alltaf tilbúinn að búa eitthvað til fyrir liðið. Hann hefur verið frábær alla undankeppnina og kom að enn einu markinu í sigrinum á móti Kasakstan á laugardaginn. Eiður Smári sneri aftur í landsliðið eftir sextán mánaða fjarveru og hefur sjaldan spilað betur en í leiknum á Astana-leikvanginum. Það sem best er að þarna fara klókir og skapandi knattspyrnumenn sem kunna greinilega mjög vel við það að spila saman. Um leið og annar hvor þeirra fær boltann er líka von á einhverju góðu. Hvort sem það er veggspil eða annað þá virðast oft varnir andstæðinganna opnast eins og bók þegar annarhvor þeirra hefur komist í tæri við boltann. Gylfi á nóg eftir með landsliðinu en það er ómetanlegt fyrir hann og íslenska landsliðið að njóta góðs af reynslu og yfirvegun Eiðs Smára á mögulega stærsta og mikilvægasta landsleikjaári sögunnar. Eiður Smári spilaði stóran hluta landsleikjaferils síns án þess að hafa mann eins og Gylfa með sér. Eiður veit því örugglega sjálfur hversu gott er að vita af Gylfa nálægt sér og þeir eru ósparir á það að finna hvor annan í fæturna. „Eiður er með flottar hreyfingar og mjög klókur. Það er gott að spila boltanum á hann, því hann heldur honum svo vel. Það er auðvelt að spila með góðum leikmönnum,“ sagði Gylfi um félaga sinn. Það er auðvitað fullt af fleiri frábærum knattspyrnumönnum í íslenska landsliðinu, metnaðarfullum leikmönnum sem hafa allir sem einn sameinast um að koma íslenska landsliðinu í sannkallaðan EM-gír. Vinnusemin, samvinnan og samheldnin fer langt með landsliðið á þessu ferðalagi en það eru samt menn eins og Gylfi Þór Sigurðsson og Eiður Smári Guðjohnsen sem koma með þetta extra og óútskýranlega sem gerir út um leikina. Ég held að það sé komið á óskalista nær allra íslenskra knattspyrnuáhugamanna að sjá mikið meira af Gylfa og Guðjohnsen.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira