Nýtt Alþingishús eftir teikningu Guðjóns Samúelssonar fanney birna jónsdóttir skrifar 1. apríl 2015 09:00 Forsætisráðherra hefur fengið afgreidda úr ríkisstjórn þingsályktunartillögu sem kveður á um nýja viðbyggingu við Alþingishúsið, byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar og byggingu nýrrar Valhallar á Þingvöllum. vísir/ernir Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra sem kveður á um að byggð verði við Alþingishúsið viðbygging eftir hönnun Guðjóns Samúelssonar. Þingsályktunin er lögð fram sem tillaga um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Fram kemur að viðeigandi sé að á afmælinu verði lokið við áform um uppbyggingu á Alþingisreitnum sem ráðist hefði verið í fullveldisárið 1918 ef fjárhagur landsins og aðstæður hefðu leyft. „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú, þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar fullveldis verði lokið við byggingaráformin,“ segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að haldin verði samkeppni um hönnun hússins og tengibygginga. „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kynslóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða,“ segir í ályktuninni. Í þingsályktun Sigmundar er einnig ákveðið að lokið verði við byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „sem geymir dýrustu djásn íslenskrar sögu og myndar einn mikilvægasta grundvöll íslenskrar þjóðmenningar og íslenskrar tungu og þar með sjálfstæðis þjóðarinnar,“ eins og segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að lokið verði við bygginguna árið 2018. Þá er lagt til að ályktað verði að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum en húsið brann árið 2009. Í húsinu verði veitingaaðstaða og ferðamannamóttaka ásamt því sem þjóðgarðsvörður og Þingvallanefnd hafi aðstöðu í húsinu. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Ríkisstjórnin hefur afgreitt þingsályktunartillögu forsætisráðherra sem kveður á um að byggð verði við Alþingishúsið viðbygging eftir hönnun Guðjóns Samúelssonar. Þingsályktunin er lögð fram sem tillaga um hvernig minnast skuli aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands árið 2018. Fram kemur að viðeigandi sé að á afmælinu verði lokið við áform um uppbyggingu á Alþingisreitnum sem ráðist hefði verið í fullveldisárið 1918 ef fjárhagur landsins og aðstæður hefðu leyft. „Það fer þar af leiðandi vel á því að nú, þegar Íslendingar hafa í heila öld notið þeirra framfara sem fylgdu í kjölfar fullveldis verði lokið við byggingaráformin,“ segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að haldin verði samkeppni um hönnun hússins og tengibygginga. „Með því vinna kynslóðir fullveldisstofnunarinnar með kynslóðum samtímans við uppbyggingu til framtíðar. Um leið og horft er til framtíðar er fortíðinni sýnd virðing og draumar fyrri kynslóðar uppfylltir í þágu framtíðarkynslóða,“ segir í ályktuninni. Í þingsályktun Sigmundar er einnig ákveðið að lokið verði við byggingu yfir Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum „sem geymir dýrustu djásn íslenskrar sögu og myndar einn mikilvægasta grundvöll íslenskrar þjóðmenningar og íslenskrar tungu og þar með sjálfstæðis þjóðarinnar,“ eins og segir í ályktuninni. Gert er ráð fyrir að lokið verði við bygginguna árið 2018. Þá er lagt til að ályktað verði að reist verði ný Valhöll á Þingvöllum en húsið brann árið 2009. Í húsinu verði veitingaaðstaða og ferðamannamóttaka ásamt því sem þjóðgarðsvörður og Þingvallanefnd hafi aðstöðu í húsinu.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira