Ekkert lið hefur lifað af risaskell í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2015 06:30 Alex Francis, bandaríski miðherjinn hjá Haukum, skoraði 22,8 stig að meðlatali í Keflavíkurseríunnni en Stólarnir héldu honum í aðeins sjö stigum í fyrsta leik. Vísir/Valli Annar leikur undanúrslitaeinvígis Tindastóls og Hauka fer fram í kvöld í Schenker-höllinni á Ásvöllum en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir 30 stiga sigur í fyrsta leiknum í Síkinu. Stólarnir þurfa tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn í fjórtán ár en Haukar verða hins vegar að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir sér alla leið í úrslitin í fyrsta sinn frá 1993. Sextán lið hafa tapað með 30 stigum eða meira í fyrsta leik í einvígi í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni karla og engu þeirra hefur tekist að komast áfram. Það eru aðeins fjögur lið úr þessum hópi sem hefur tekist að vinna leik tvö eftir slíkan skell og aðeins eitt af þessum sextán liðum komst alla leið í oddaleik. Það var í lokaúrslitunum 1991 þegar Njarðvík vann fyrsta leikinn á móti Keflavík með 3 stigum, Keflvíkingar komust síðan í 2-1 áður en Njarðvík tryggði sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Haukarnir sjálfir hafa lent fjórum sinnum áður í þessari stöðu og eiga enn eftir að vinna leik í seríu eftir slíkt tap í leik eitt. Haukunum var sópað út úr undanúrslitunum 1986 (Njarðvík), í lokaúrslitunum 1993 (Keflavík) og út úr átta liða úrslitunum 1999 (Keflavík) og 2004 (Njarðvík) eftir að hafa tapað fyrsta leiknum með meira en 30 stiga mun. Haukar hafa þegar komist í fámennan hóp í þessari úrslitakeppni með því að verða aðeins annað félagið frá upphafi sem kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu Haukarnir í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. Nú er að sjá hvort Hafnarfjarðarliðið lifi fyrst liða af risaskell í fyrsta leik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, talaði um það að hann hefði líklega smitað leikmenn sína af flensunni í aðdraganda leiksins en þjálfarinn gat lítið verið með liðinu í undirbúningi fyrir leik eitt. Hvort það er ástæðan fyrir þessu stóra tapi á þriðjudagskvöldið eða hreinlega styrkleiki Stólanna kemur betur í ljós í leik tvö í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.00. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26 Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30 Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Annar leikur undanúrslitaeinvígis Tindastóls og Hauka fer fram í kvöld í Schenker-höllinni á Ásvöllum en staðan er 1-0 fyrir Tindastól eftir 30 stiga sigur í fyrsta leiknum í Síkinu. Stólarnir þurfa tvo sigra til viðbótar til að tryggja sér sæti í lokaúrslitunum í fyrsta sinn í fjórtán ár en Haukar verða hins vegar að endurskrifa sögu úrslitakeppninnar ætli þeir sér alla leið í úrslitin í fyrsta sinn frá 1993. Sextán lið hafa tapað með 30 stigum eða meira í fyrsta leik í einvígi í þriggja áratuga sögu úrslitakeppni karla og engu þeirra hefur tekist að komast áfram. Það eru aðeins fjögur lið úr þessum hópi sem hefur tekist að vinna leik tvö eftir slíkan skell og aðeins eitt af þessum sextán liðum komst alla leið í oddaleik. Það var í lokaúrslitunum 1991 þegar Njarðvík vann fyrsta leikinn á móti Keflavík með 3 stigum, Keflvíkingar komust síðan í 2-1 áður en Njarðvík tryggði sér titilinn með því að vinna tvo síðustu leikina. Haukarnir sjálfir hafa lent fjórum sinnum áður í þessari stöðu og eiga enn eftir að vinna leik í seríu eftir slíkt tap í leik eitt. Haukunum var sópað út úr undanúrslitunum 1986 (Njarðvík), í lokaúrslitunum 1993 (Keflavík) og út úr átta liða úrslitunum 1999 (Keflavík) og 2004 (Njarðvík) eftir að hafa tapað fyrsta leiknum með meira en 30 stiga mun. Haukar hafa þegar komist í fámennan hóp í þessari úrslitakeppni með því að verða aðeins annað félagið frá upphafi sem kemur til baka eftir að hafa lent 2-0 undir en það gerðu Haukarnir í átta liða úrslitunum á móti Keflavík. Nú er að sjá hvort Hafnarfjarðarliðið lifi fyrst liða af risaskell í fyrsta leik. Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, talaði um það að hann hefði líklega smitað leikmenn sína af flensunni í aðdraganda leiksins en þjálfarinn gat lítið verið með liðinu í undirbúningi fyrir leik eitt. Hvort það er ástæðan fyrir þessu stóra tapi á þriðjudagskvöldið eða hreinlega styrkleiki Stólanna kemur betur í ljós í leik tvö í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 3 og hefst útsendingin klukkan 19.00.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41 Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26 Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30 Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - Haukar 94-64 | Haukar sukku í Síkinu Tindastóll byrjaði undanúrslitin í Dominos-deild karla með látum í kvöld er liðið vann afar sannfærandi sigur á Haukum í Síkinu. 7. apríl 2015 15:41
Bonneau: Skotið sem alla unga drengi dreymir um Stefan Bonneau var hetja Njarðvíkur gegn KR í kvöld og tryggði sínum mönnum eins stigs sigur með frábærri þriggja stiga körfu. 9. apríl 2015 21:15
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - KR 85-84 | Tröllaþristur Bonneau tryggði Njarðvík sigur Stefan Bonneau skoraði þriggja stiga körfu á lokasekúndunni og tryggði Njarðvík eins stigs sigur. 9. apríl 2015 14:26
Hvergi eins flott umgjörð á landinu og hérna Helgi Freyr Margeirsson er einn af reynsluköppunum í liði Tindastóls og hann vill nýta tækifærið og fara alla leið með Stólunum í ár. 8. apríl 2015 22:30
Sigur Stólanna á Haukum sá stærsti í níu ár Fara þarf aftur til ársins 2006 til að finna stærri sigur í fyrsta leik í undanúrslitum úrvalsdeildar karla. 9. apríl 2015 07:30