Ákall til fjölmiðla Ögmundur Jónasson skrifar 14. apríl 2015 07:00 Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Lýðræðisþjóðfélög Vesturlanda byggja á þrískiptingu ríkisvalds. Á okkar söguskeiði var það franski lögspekingurinn Montesquieu, sem greindi þetta vald í þrjá þætti, löggjafarvald, framkvæmdarvald og dómsvald. Þetta var á 18. öldinni, öld Upplýsingarinnar. Áður höfðu Forn-Grikkir föndrað við svipaðar hugmyndir bæði í teoríu og praxis.Fjórða valdið Allt var þetta fyrir öld öflugrar fjölmiðlunar. Eftir því sem á 20. öldina leið urðu fjölmiðlar áhrifaríkari þar til svo var komið að farið var að skírskota til þeirra sem fjórða valdsins. Þar var ekki einvörðungu horft til þess sem mikilvægt hlýtur að teljast að fjölmiðlar – í mismunandi ríkum mæli þó – skapa almenningi vettvang til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Fjórða valdið snýr þó síður að lýðræðinu og áhrifum almennings á vettvangi fjölmiðla en fremur að eigendum þeirra og starfsmönnum því þeir fá miklu ráðið um hvernig upplýsingar eru matreiddar um gangverk samfélagsins og ákvarðanir sem þar eru teknar og afleiðingar þeirra. Með öðrum orðum, fjölmiðlar fjalla um hagsmuni og stjórnmál og blöndu af þessu tvennu.„Nú taka fjölmiðlar við“ Af þessum sökum hefur gagnrýnin umræða um fjölmiðla – fjórða valdið – ekki þótt síður nauðsynleg en um framangreinda valdþætti ríkisvaldsins, löggjafarvaldið, framkvæmdarvaldið og dómsvaldið. Þarna þarf allt að vera gagnsætt og vinnubrögð verða að þola skært kastljós. Þetta kom mér í hug þegar ég las niðurlag leiðara Fréttablaðsins laugardaginn 4. apríl: „Sérstakur saksóknari gegnir mikilvægu embætti. Hann hefur örlög fjölda manna í höndum sér. Hvaða skoðun sem fólk hefur á persónum og leikendum getum við vonandi öll sammælst um að tilgangurinn helgar ekki alltaf meðalið þegar örlög fólks eru í húfi. Það er nauðsynlegt að upplýsa hvort sérstakur saksóknari laug þegar hann sagðist ekki hafa vitað um tengsl Sverris og Ólafs Ólafssonar. Niðurstaða Hæstaréttar er óboðleg, og má ekki verða endahnútur þessa máls. Nú taka fjölmiðlar við.“ Ég tek undir með Fréttablaðinu að um þessi mál þarf að fjalla óháð persónum og leikendum. Persónur og leikendur eru engu að síður staðsettir einhvers staðar í veruleika tilfinninga og hagsmuna. Það á við um þá sem eiga Fréttablaðið og starfa þar, ekki síður en aðra. Í þessu ljósi hljótum við að skoða hve hart Fréttablaðið gengur í gagnrýni á embætti sérstaks saksóknara. Dómstólum, hér sem annars staðar, hafa stundum orðið á mistök. Hafi menn grun um slíkt, er eðlilegt að það sé rætt í fjölmiðlum á gagnrýninn hátt. Það er líka rétt sem fram kemur í leiðara Fréttablaðsins að réttarkerfið hefur örlög margra í hendi sér. Það hefur Fjórða valdið líka á sinn hátt. Ábyrgð þess er því mikil.Það sem sannara reynist Þegar fjölmiðlar ráðast til atlögu gegn réttarkerfinu verða þeir að vita að kastjósið kemur til með að beinast að þeim sjálfum. Fyrir hönd okkar sem viljum tryggja óhlutdrægni fjölmiðla er þessi greinarstúfur hugsaður sem ákall til íslenskra fjölmiðlamanna, eigenda og starfsmanna, að þeir hafi ætíð það sem sannara reynist og minnist þess að þeir fara með vald. Í mínum huga er niðurlagssetningin í tilvitnuðum leiðara grafalvarleg í ljósi þess að ritstjórinn sem skrifar þessa herhvöt er jafnframt æðsti stjórnandi allrar 365 fjölmiðlasamsteypunnar sem er í eigu málsaðila dómsmála sem undirbúin hafa verið hjá því embætti sem spjótum skal nú beint að.Hefurðu sögu að segja eða skoðun að deila? Ef svo er sendu okkur grein ásamt mynd á netfangið ritstjorn(hja)visir.is
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar