Mikilvægi skaðaminnkandi þjónustu og heilsuverndar Kristín S. Hjálmtýsdóttir skrifar 15. apríl 2015 07:00 Í Reykjavík er starfrækt fjölmennasta deild Rauða krossins á Íslandi. Starfsemi hennar er hlekkur í stórri keðju deilda og landsfélaga sem starfa um allan heim. Rauði krossinn er mannúðarhreyfing sem vinnur að því að skapa betra samfélag. Þannig vinnur deildin að mörgum uppbyggilegum verkefnum, sem oft og tíðum eru framkvæmd í nánu samstarfi við bæði ríki og borg.Markmið að auka lífsgæði Á vettvangi tveggja stórra verkefna deildarinnar, í Konukoti og hjá Frú Ragnheiði, er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem beinist að því að draga úr eða lágmarka heilsufarslegan, félagslegan og fjárhagslegan skaða sem vímuefnaneysla veldur einstaklingum og samfélögum. Í skaðaminnkandi nálgun er sjónum beint að afleiðingum og áhrifum fíknihegðunar en ekki á notkunina sem slíka. Markmið skaðaminnkunar er fyrst og fremst að auka lífsgæði neytenda. Bæði verkefnin byggja á óeigingjörnu sjálfboðastarfi fjölbreytts hóps einstaklinga.Heilsuvernd án fordóma og kvaða Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða. Verkefnið er stutt af velferðarsviði Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytinu, en sá stuðningur gerir okkur kleift að halda úti þessu mikilvæga starfi. Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Konukot er einnig samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykjavík og Reykjavíkurborgar.Stuðningur almennings mikilvægur Í verkefnum sem þessum er stuðningur almennings enn fremur afar mikilvægur og finnum við fyrir því að mikill velvilji ríkir í samfélaginu í garð þess starfs sem unnið er hjá Rauða krossinum. Ég vil nýta tækifærið og vekja athygli á því að í dag, miðvikudaginn 15. apríl, standa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík fyrir tónleikum á Kexi Hosteli til styrktar þessum umfangsmiklu skaðaminnkunarverkefnum. Dagskráin er ekki af verri endanum og kemur þar fjöldi frábærra listamanna fram og gefur vinnu sína fyrir málstaðinn. Ég hvet alla til að mæta, en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Rauða krossins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín S. Hjálmtýsdóttir Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er starfrækt fjölmennasta deild Rauða krossins á Íslandi. Starfsemi hennar er hlekkur í stórri keðju deilda og landsfélaga sem starfa um allan heim. Rauði krossinn er mannúðarhreyfing sem vinnur að því að skapa betra samfélag. Þannig vinnur deildin að mörgum uppbyggilegum verkefnum, sem oft og tíðum eru framkvæmd í nánu samstarfi við bæði ríki og borg.Markmið að auka lífsgæði Á vettvangi tveggja stórra verkefna deildarinnar, í Konukoti og hjá Frú Ragnheiði, er unnið eftir skaðaminnkandi hugmyndafræði sem beinist að því að draga úr eða lágmarka heilsufarslegan, félagslegan og fjárhagslegan skaða sem vímuefnaneysla veldur einstaklingum og samfélögum. Í skaðaminnkandi nálgun er sjónum beint að afleiðingum og áhrifum fíknihegðunar en ekki á notkunina sem slíka. Markmið skaðaminnkunar er fyrst og fremst að auka lífsgæði neytenda. Bæði verkefnin byggja á óeigingjörnu sjálfboðastarfi fjölbreytts hóps einstaklinga.Heilsuvernd án fordóma og kvaða Frú Ragnheiður hefur þann tilgang að ná til jaðarhópa samfélagsins, til dæmis útigangsfólks, heimilislausra og fíkla, og bjóða þeim skaðaminnkandi þjónustu og almenna heilsuvernd, án fordóma eða kvaða. Verkefnið er stutt af velferðarsviði Reykjavíkurborgar og velferðarráðuneytinu, en sá stuðningur gerir okkur kleift að halda úti þessu mikilvæga starfi. Konukot er næturathvarf fyrir heimilislausar konur sem eiga hvergi höfði sínu að halla og þurfa stað til að sofa á. Flestar þeirra stríða við vandamál tengd neyslu áfengis og/eða fíkniefna. Konukot er einnig samstarfsverkefni Rauða krossins í Reykjavík og Reykjavíkurborgar.Stuðningur almennings mikilvægur Í verkefnum sem þessum er stuðningur almennings enn fremur afar mikilvægur og finnum við fyrir því að mikill velvilji ríkir í samfélaginu í garð þess starfs sem unnið er hjá Rauða krossinum. Ég vil nýta tækifærið og vekja athygli á því að í dag, miðvikudaginn 15. apríl, standa sjálfboðaliðar Rauða krossins í Reykjavík fyrir tónleikum á Kexi Hosteli til styrktar þessum umfangsmiklu skaðaminnkunarverkefnum. Dagskráin er ekki af verri endanum og kemur þar fjöldi frábærra listamanna fram og gefur vinnu sína fyrir málstaðinn. Ég hvet alla til að mæta, en nánari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Rauða krossins.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun