Líkur á að LÍN þurfi aukið ríkisframlag Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 16. apríl 2015 07:00 Illugi Gunnarsson segir ekki víst að náist að koma frumvarpi um heildarendurskoðun á LÍN fram á yfirstandandi þingi. vísir/gva Innheimtuhlutfall Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur versnað á síðustu árum og líkurnar hafa aukist á því að ríkið þurfi að leggja sjóðnum til aukið fé. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir áhættu sjóðsins hafa aukist. „Við horfum framan í það að það er aukin áhætta í sjóðnum frá því sem var. Líkurnar á því að það þurfi að auka ríkisframlag vegna þess að innheimtuhlutfall hefur versnað verða meiri.“ Illugi vísar í úttekt sem stjórn sjóðsins lét gera árið 2013, en staðan hefur lítið breyst síðan þá. Í henni kemur fram að nafnvirði útlána sjóðsins jókst um nær 60 prósent á árunum 2008 til 2012, úr 117 í 185 milljarða. Afskriftir uxu hins vegar hraðar, eða um 67 prósent. Samkvæmt útreikningum Ríkisendurskoðunar er núvirði meðalláns hjá sjóðnum, sem nemur 3,5 milljónum, 69 prósent. Mikil fjölgun hefur orðið á þeim sem fá undanþágur á afborgunum námslána. Þá hefur tími sem námsmenn eru við nám lengst og í skýrslunni kemur fram að heildarlán þeirra sem hafa lán yfir 7,5 milljónir hafa aukist úr 5 í 26 milljarða og samtala lána þeirra sem skulda meira en 12,5 milljónir hafði aukist úr 1 í 9 milljarða. Ný heildarlög um LÍN eru á þingmálaskrá, en litlar líkur eru á að þau komi fram á yfirstandandi þingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Það er verið að vinna að endurskoðun og ekki víst að það takist að koma henni fram í vor,“ segir Illugi. Alþingi Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira
Innheimtuhlutfall Lánasjóðs íslenskra námsmanna hefur versnað á síðustu árum og líkurnar hafa aukist á því að ríkið þurfi að leggja sjóðnum til aukið fé. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, segir áhættu sjóðsins hafa aukist. „Við horfum framan í það að það er aukin áhætta í sjóðnum frá því sem var. Líkurnar á því að það þurfi að auka ríkisframlag vegna þess að innheimtuhlutfall hefur versnað verða meiri.“ Illugi vísar í úttekt sem stjórn sjóðsins lét gera árið 2013, en staðan hefur lítið breyst síðan þá. Í henni kemur fram að nafnvirði útlána sjóðsins jókst um nær 60 prósent á árunum 2008 til 2012, úr 117 í 185 milljarða. Afskriftir uxu hins vegar hraðar, eða um 67 prósent. Samkvæmt útreikningum Ríkisendurskoðunar er núvirði meðalláns hjá sjóðnum, sem nemur 3,5 milljónum, 69 prósent. Mikil fjölgun hefur orðið á þeim sem fá undanþágur á afborgunum námslána. Þá hefur tími sem námsmenn eru við nám lengst og í skýrslunni kemur fram að heildarlán þeirra sem hafa lán yfir 7,5 milljónir hafa aukist úr 5 í 26 milljarða og samtala lána þeirra sem skulda meira en 12,5 milljónir hafði aukist úr 1 í 9 milljarða. Ný heildarlög um LÍN eru á þingmálaskrá, en litlar líkur eru á að þau komi fram á yfirstandandi þingi, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. „Það er verið að vinna að endurskoðun og ekki víst að það takist að koma henni fram í vor,“ segir Illugi.
Alþingi Mest lesið „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Erlent Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð Innlent Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Innlent Fleiri fréttir Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Sjá meira