Fyrirsjánlegt, en kom samt á óvart Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 21. apríl 2015 07:00 Sú staða sem upp er komin á vinnumarkaði hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Í kjölfar hrunsins tóku fjölmargar stéttir á sig kaupmáttarskerðingu þar sem allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Við skulum ekki gleyma því að það varð hrun, er líklega þreyttasta klisja íslenskrar pólitíkur, en... við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun. Ekki endilega til að barma okkur yfir því að ástandið sé ekki alveg eins gott og það gæti verið, hvað þá að berja okkur á brjóst fyrir hve vel endurreisn efnahagslífsins hefur gengið. Nei, við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun svo við skiljum betur kröfur launafólks um kauphækkanir. Deilur á vinnumarkaði eru á milli tveggja aðila; þeirra sem fá laun fyrir vinnu sína og þeirra sem greiða launin. Ríkið kemur beint að ákveðnum samningum sem launagreiðandi, en þar að auki hefur það hlutverk í því að koma að ýmsum aðgerðum sem geta bætt stöðu launafólks. Það er því einboðið að ríkið sé þátttakandi í kjaraviðræðum. Þetta vissi Bjarni Benediktsson þegar hann var í stjórnarandstöðu. Hann gagnrýndi í september 2012 ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir það að hafa, með aðgerðum sínum, grafið undan kjarasamningum. „Raunar er það langur listi loforða sem bæði samtök atvinnulífsins og ASÍ telja að enn sé óuppfylltur af stjórnvalda hálfu. Þetta skapar þær alvarlegu aðstæður að forsendur samninganna geti verið í uppnámi,“ sagði Bjarni þá á þingi. Hann gerir sér því fulla grein fyrir því hvaða hlutverk ríkisvaldið hefur. Hefðin hefur hins vegar verið sú að aðilar ná saman um grunn að samningi og þá kemur ríkisvaldið inn í viðræður með sértækum, sem og almennum, aðgerðum. Krafa stjórnarandstöðunnar nú um að ríkisstjórnin stígi fram og grípi til stórtækra aðgerða til að leysa þann hnút sem kjaradeilur eru í er því ekki sanngjörn. Í það minnsta má færa rök fyrir því að stjórnarandstaðan hefði ekki gert slíkt, sæti hún nú í stjórn. Það breytir því ekki að hægt og rólega er allt að sigla í enn meiri hnút, svo þéttriðinn að færustu skátar og netagerðarmenn þessa lands gætu átt í vandræðum með að leysa hann. Ekki bætir úr skák að nú þegar hefur verið samið við nokkrar stéttir, svo sem lækna og kennara. Þjóðarheill var sögð réttlæta háar launahækkanir lækna, en er hún minni þegar kemur að sjúkarliðum, eða hjúkrunarfræðingum? Og á verkafólk síður skilið launahækkun en kennarar? Þetta er gríðarlega flókin staða, en fjármálaráðherra og kollegum hans í ríkisstjórninni hefði átt að vera fullkunnugt um að hún væri í kortunum. Hins vegar er Bjarna nokkur vorkunn. Það er ekki sjálfsagt að ráðherra stígi fram núna og leysi deiluna með loforðum um há fjárútlát. Flókið? Já, og ef svarsins var að vænta í þessum leiðara verður að valda vonbrigðum. Enda ekki fjármálaráðherra sem hamrar á lyklaborðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Sú staða sem upp er komin á vinnumarkaði hefði ekki átt að koma neinum á óvart. Í kjölfar hrunsins tóku fjölmargar stéttir á sig kaupmáttarskerðingu þar sem allir þyrftu að leggja sitt af mörkum til að endurreisa íslenskt efnahagslíf. Við skulum ekki gleyma því að það varð hrun, er líklega þreyttasta klisja íslenskrar pólitíkur, en... við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun. Ekki endilega til að barma okkur yfir því að ástandið sé ekki alveg eins gott og það gæti verið, hvað þá að berja okkur á brjóst fyrir hve vel endurreisn efnahagslífsins hefur gengið. Nei, við skulum ekki gleyma því að hér varð hrun svo við skiljum betur kröfur launafólks um kauphækkanir. Deilur á vinnumarkaði eru á milli tveggja aðila; þeirra sem fá laun fyrir vinnu sína og þeirra sem greiða launin. Ríkið kemur beint að ákveðnum samningum sem launagreiðandi, en þar að auki hefur það hlutverk í því að koma að ýmsum aðgerðum sem geta bætt stöðu launafólks. Það er því einboðið að ríkið sé þátttakandi í kjaraviðræðum. Þetta vissi Bjarni Benediktsson þegar hann var í stjórnarandstöðu. Hann gagnrýndi í september 2012 ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir það að hafa, með aðgerðum sínum, grafið undan kjarasamningum. „Raunar er það langur listi loforða sem bæði samtök atvinnulífsins og ASÍ telja að enn sé óuppfylltur af stjórnvalda hálfu. Þetta skapar þær alvarlegu aðstæður að forsendur samninganna geti verið í uppnámi,“ sagði Bjarni þá á þingi. Hann gerir sér því fulla grein fyrir því hvaða hlutverk ríkisvaldið hefur. Hefðin hefur hins vegar verið sú að aðilar ná saman um grunn að samningi og þá kemur ríkisvaldið inn í viðræður með sértækum, sem og almennum, aðgerðum. Krafa stjórnarandstöðunnar nú um að ríkisstjórnin stígi fram og grípi til stórtækra aðgerða til að leysa þann hnút sem kjaradeilur eru í er því ekki sanngjörn. Í það minnsta má færa rök fyrir því að stjórnarandstaðan hefði ekki gert slíkt, sæti hún nú í stjórn. Það breytir því ekki að hægt og rólega er allt að sigla í enn meiri hnút, svo þéttriðinn að færustu skátar og netagerðarmenn þessa lands gætu átt í vandræðum með að leysa hann. Ekki bætir úr skák að nú þegar hefur verið samið við nokkrar stéttir, svo sem lækna og kennara. Þjóðarheill var sögð réttlæta háar launahækkanir lækna, en er hún minni þegar kemur að sjúkarliðum, eða hjúkrunarfræðingum? Og á verkafólk síður skilið launahækkun en kennarar? Þetta er gríðarlega flókin staða, en fjármálaráðherra og kollegum hans í ríkisstjórninni hefði átt að vera fullkunnugt um að hún væri í kortunum. Hins vegar er Bjarna nokkur vorkunn. Það er ekki sjálfsagt að ráðherra stígi fram núna og leysi deiluna með loforðum um há fjárútlát. Flókið? Já, og ef svarsins var að vænta í þessum leiðara verður að valda vonbrigðum. Enda ekki fjármálaráðherra sem hamrar á lyklaborðið.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun