Kallar eftir nýrri þjóðarsátt kolbeinn óttarsson proppé skrifar 22. apríl 2015 07:00 Bjarni Benediktsson segir skorta alla samstöðu og samhljóm í kröfugerð verkalýðshreyfingarinnar. Skapa þurfi breiða samstöðu. fréttablaðið/vilhelm Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“ Verkfall 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir nauðsynlegt að fá sameiginlegan ramma fyrir þær kjaradeilur sem nú eru í gangi. Hann kallar eftir þjóðarsátt. „Við erum bæði með samninga á almenna markaðnum og opinbera markaðnum opna um þessar mundir og það virðist sem það eina sem gæti komið til bjargar, ef svo mætti orða það, við þessar aðstæður, er að menn sameinist um að leggja sameiginlega upp með ramma, einhvers konar þjóðarsátt, um tiltekin grundvallaratriði. Vonandi tekst okkur að gera það. Ég ætla ekkert að segja, að þó staðan sé alvarleg eins og hún blasir við okkur núna, að það sé ekki hægt.“ Spurður hvort ríkisstjórnin þurfi að sýna frumkvæði í því segir Bjarni fjölda funda hafa verið haldinn og margoft hafi komið fram að stjórnin sé tilbúin til ýmissa aðgerða, til dæmis sem snerti húsnæðismál, skattamál, bótakerfin eða aðra þætti sem kallað hefur verið eftir. Ríkisstjórnin sé því ekki fyrirstaða. En þurfa stjórnvöld ekki að stíga markviss skref til að ná þeirri sátt sem hann kallar eftir? „Það þarf að gerast. Það þarf að takast slík breið samstaða. Það þarf að skapa nýja sátt um ákveðin grundvallaratriði, ella erum við með brotakennda niðurstöðu sem ég hef því miður ekki mikla trú á að verði til gagns.“ En var ekki löngu ljóst að launafólk mundi fara fram á umtalsverðar kjarabætur í þessum samningum, hefði ríkisstjórnin getað brugðist fyrr við og haft meira samráð við aðila vinnumarkaðarins? „Það má vel vera að menn hefðu átt að standa þéttar saman í aðdraganda þess að kjarasamningar renna út, en það breytir því þó ekki að í fyrra mældist kaupmáttur ráðstöfunartekna sá mesti sem hann hefur verið í sögunni, þannig að ef óþolinmæði fólks er einni um að kenna ætti það svo sem að hafa slegið eitthvað á væntingarnar. Ég held að málið sé reyndar miklu, miklu flóknara en það að það snúist bara um að fólk vilji fyrr sjá eitthvað koma til sín. Ég held að það sem við stöndum frammi fyrri núna snúist líka að verulegu leyti um kjarasamningsmódelið, um rammann fyrir vinnulöggjöfina og kjaraviðræður á Íslandi,“ segir Bjarni. Hann segir breytingar hafa orðið í þá veru að nú vilji enginn ganga frá samningum af ótta við að aðrir beiti ýtrustu úrræðum til að fá eitthvað enn meira. „Það skortir alla samstöðu, það er enginn samhljómur í kröfugerðinni.“
Verkfall 2016 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira