Leyfum þjóðinni að ákveða hvort ljúka eigi aðildarviðræðum við Evrópusambandið guðbjartur hannesson skrifar 28. apríl 2015 12:00 Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Guðbjartur Hannesson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Til umræðu er á Alþingi tillaga stjórnarandstöðunnar um að leyfa þjóðinni að ráða í þjóðaratkvæðagreiðslu hvort eigi að ljúka aðildarviðræðum við Evrópusambandið eður ei. Þetta mál snýst um loforð og efndir stjórnarflokkanna. Þetta snýst um virðingu stjórnmálanna og kennir okkur að ekki á að kollvarpa öllu og henda góðum hugmyndum þegar skipt er um ríkisstjórn. Þetta snýst um skilning á mikilvægi ítarlegrar og vandaðrar umræðu þar sem allir stjórnmálaflokkar og þingmenn taka þátt, sem og þjóðin öll. Hverjir eru kostir og gallar aðildarumsóknar og hugsanlegrar inngöngu í Evrópusambandið? Hvaða svör væri hægt að fá við viðfangsefnum samtímans með þéttara samstarfi við Evrópulöndin? Ljóst er að afstaða ríkisstjórnarinnar í ESB-málinu, varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu og markmið ríkisstjórnarinnar til þjóðarsáttar er í hrópandi andstöðu við eigin stefnuyfirlýsingu. Ríkisstjórnin boðaði að virkja samtakamátt þjóðarinnar og vinna gegn sundurlyndi og tortryggni, en fer síðan fram með fullkomnu virðingarleysi við þjóðina og Alþingi. Stjórnarflokkarnir sviku skýr loforð í síðustu kosningum um þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna en fá nú tækifæri til að leiðrétta þau svik. Ríkisstjórnin efnir til ófriðar um málið, hunsar 55.000 undirskriftir, svíkur loforð um vandaða umfjöllun, sendir óskiljanleg bréf, veitir óskýr svör og beitir hroka og orðhengilshætti í umræðunni. Engin svör fást. Hver er framtíðarsýnin fyrir Ísland? Hver er atvinnu- og menntastefna ríkisins? Hvaða áhrif hefði aðild að Evrópusambandinu á viðfangsefni samtímans? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við brotthvarfi fyrirtækja af landinu? Hvernig hyggst ríkisstjórnin bregðast við upplýsingum um flutninga fólks af landinu? Myndi aðild einfalda svörin varðandi t.d. gjaldmiðilsmál og minnka áhættuna og erfiðleika við að afnema gjaldeyrishöftin? Verða hér áfram kollsteypur með gengisfellingum á tíu ára fresti? Mun verða auðveldara að leysa húsnæðismálin? Fáum við lægri vexti og óverðtryggð lán? Eru gengismálin og sífelld óvissa í verðlagsmálum og hátt verðlag ástæða þess að vinnumarkaðurinn logar í kjaradeilum? Er samanburðurinn við hærri laun og betri starfskjör t.d. á Norðurlöndunum ástæða kjaradeilnanna? Verðlag er hér hátt og við drögumst aftur úr í velferðarmálum. Hvernig lögum við það? Hér sjáum við íslenskt samfélag endurreist með aukinni misskiptingu og óréttlæti, þar sem sérhagsmunagæslan hefur forgang umfram almannahagsmuni og engin stefna um starfskjör eða framfærslutryggingu. Kannski er lausnin að binda okkur í samband Evrópuríkja, með strangari reglum og skuldbindingum og vinna þannig að skýrara regluverki og gegn spillingu. Kannski eru aðrar leiðir, en verðum við ekki að ræða málin og leiða til lykta samningaviðræður og sjá hverju hægt er að ná fram í samningum við Evrópusambandið? Er það ekki tilraunarinnar virði ef slíkir samningar leiða í ljós að aðild gæti verið leið til að leysa til langframa mörg af okkar brýnustu samtímaverkefnum? Virðum vilja þjóðarinnar um hvort ljúka eigi viðræðum við ESB eður ei. Munum þó ávallt að aðild að Evrópusambandi verður aldrei ákveðin nema af meirihluta þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu að loknum samningaviðræðum.
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun