Á milli þjálfara og leikmanna Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. apríl 2015 07:00 Ólafur Stefánsson kom með góða og jákvæða strauma á æfingu strákanna okkar í Höllinni í gær en hann er kominn í þjálfarateymið sem er mikill happafengur fyrir íslenska landsliðið Vísir/Vilhelm Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur. EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira
Ólafur Stefánsson mætti á landsliðsæfingu í gær í fyrsta sinn sem þjálfari. Honum var á dögunum bætt inn í þjálfarateymi liðsins og verður með liðinu fram yfir leikina í júní. Fyrsta verkefnið sem hann tekur þátt í er gegn Serbum annað kvöld en það er leikur í undankeppni EM.Varla þjálfari Það var frekar sérstakt að horfa á Ólaf á hliðarlínunni í stað þess að vera í látunum með strákunum sem hann spilaði svo lengi með. „Það er varla að ég sé þjálfari. Ég er svona þriðji maður í teyminu. Ég er að reyna að benda á það sem mætti betur fara en er svona á milli þjálfarateymisins og leikmanna,“ segir Ólafur en hann virtist skemmta sér konunglega á æfingunni. Brosti og hló mikið og virtist koma með ferskan andblæ á æfinguna enda var andrúmsloftið mjög létt og skemmtilegt.Betur sjá augu en auga „Ég er líka að taka púlsinn. Betur sjá augu en auga og það er gott fyrir þjálfarana að fá tvö augu í viðbót.“ Nýi aðstoðarþjálfarinn segir að það verði ekki gerðar neinar róttækar breytingar á leik liðsins á þessum tveimur dögum sem liðið hefur til þess að búa sig undir Serbaleikinn.Ólafur Stefánssyn fylgist með á æfingu. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason eru í forgrunni.Vísir/Vilhelm„Aron var talsvert frá á HM vegna meiðsla og gott að fá hann aftur inn. Svo er aftur á móti spurning hvort Alexander verði með. Það sem við þurfum er betri hraðaupphlaup. Ekki bara í fyrstu bylgju með Guðjóni Vali heldur í annarri og þriðju bylgju líka. Það er erfitt að þurfa alltaf að stilla upp. Strákarnir þekkja þetta allt. Það er ekki það sama að taka einn svona leik og vera svo í stóru móti. Strákarnir munu gefa sig 100 prósent í verkefnið og þá munum við sjá okkar styrk. Á móti eru Serbarnir með eitt besta lið heims. Þetta verður alvöru leikur,“ segir Ólafur ákveðinn. „Við erum ekki að fara að rugga bátnum mikið taktískt. Strákarnir eru mættir og vilja svara fyrir HM og ætla að gera það einhvern tíma í viðbót. Þetta er besta liðið sem við eigum í dag og þeir verða að sýna að það dugi.“Halda mönnum glöðum Landsliðsfyrirliðinn fyrrverandi hefur klárlega margt fram að færa en hvað vill hann koma með í hópinn að þessu sinni? „Ég er að hjálpa til ef þjálfararnir þurfa á stuðningi að halda og reyna að halda mönnum á tánum. Líka glöðum og jákvæðum,“ sagði Ólafur en kitlar hann ekkert að vera með strákunum eins og hann var vanur? „Ég tók smá rispu í Danmörku á dögunum en ég held ég ætli nú ekki að fara að skemma neitt fyrir landsliðinu,“ segir Ólafur Stefánsson léttur.
EM 2016 karla í handbolta Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Fleiri fréttir „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ „Það hjálpar ekki neitt“ Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Sjá meira