Stjórnendur haldi fast í fólkið sitt jón hákon halldórsson skrifar 29. apríl 2015 07:15 Rosenborg er sigursælasta fótboltalið í sögu Noregs. Félagið hefur unnið norsku deildina 22 sinnum og níu sinnum unnið bikarinn í Noregi. Ekkert norskt lið hefur spilað fleiri leiki í Meistaradeildinni. Liðið var afar sigursælt meðan Steffen Iversen spilaði með því. NordicPhtos/afp „Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun. Fréttir af flugi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Hvað einkennir fyrirtæki eða íþróttafélög sem ná árangri? Ég held að það séu fimm atriði. Það á við um öll fyrirtæki og öll íþróttafélög,“ sagði Nils Skutle á morgunfundi VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, og fótbolta.net, um fótbolta og fjármál í gær. Skutle var formaður norska fótboltafélagsins Rosenborg á blómaskeiði félagsins frá 1998 til 2011. Skutle nefndi fyrst eignarhald og stjórn. Í litlum og meðalstórum fyrirtækjum væru yfirleitt ekki nema þrír til fimm sem stjórna. Skutle tók flugvél sem dæmi. „Ef þú ferð í flugvél og það eru 150 farþegar þá verður þú að sætta þig við það að það eru einungis tveir flugmenn. Ef allir í áhöfninni ætluðu að stjórna vélinni þá myndu koma upp vandamál. Það sama gildir um stjórn íþróttafélags,“ sagði Skutle. Hann sagði að skýr framtíðarsýn skipti líka máli. „Í Rosenborg hefur markmiðið alltaf verið að spila, skemmta og sækja fram í skemmtilegum fótbolta sem við spilum,“ segir hann. Fólk vilji sjá mörk og sóknarfæri. Það hafi hins vegar ekki gefist vel árin 2009 og 2010 þegar liðið breytti leikstílnum. Í þriðja lagi nefndi Skutle samfellu, meðal annars í starfsmannahaldi. „Þú verður að halda fast í fólkið þitt. Við misstum nokkra leikmenn til annarra liða en við náðum samt að halda sama liðinu í grunninn,“ sagði Skutle. Hann benti á að deildin hér á Íslandi hefði strítt við þetta vandamál. Íslenskir leikmenn sæktu mikið til útlanda að spila. Það væri gott fyrir íslenska landsliðið en vont fyrir íslensku deildina. Í fjórða lagi sagði Skutle að menn þyrftu að vera meðvitaðir um þróun mála hjá félaginu eða fyrirtækinu. „Það er að segja að þú verður að vera meðvitaður um það hvað þú ert að gera á hverjum degi, varðandi starfsfólkið þitt, leikmenn og leikvanginn,“ sagði hann. Í fimmta lagi sagði hann að menn þyrftu að vera snjallir. Hann tók sem dæmi að það væru ekki allir sem hefðu líkamlega burði til að ná langt í íþróttum, en kynnu hugsanlega að bæta það upp með skarpri hugsun.
Fréttir af flugi Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira