Nota hærri skatta til kælingar Óli Kristján Ármannsson skrifar 5. maí 2015 07:00 Katrín Jakobsdóttir í ræðustól. vísir/daníel Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta. Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira
Langt í frá er að ráðamenn ríkisstjórnarinnar sitji hjá og bíði og voni í yfirstandandi kjaraviðræðum, sagði Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í gær. Hann hefði síðast í gær átt í viðræðum um mögulega aðkomu ríkisins að lausn kjaradeilna og ríkisstjórnin hefði verið tilbúin að ræða ýmsar hliðar slíkra lausna. Bjarni brást þarna við fyrirspurn Katrínar Júlíusdóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, sem benti á að ljósmæður og fleiri hópar væru í fimmtu viku verkfalls og að ekki væri að sjá nokkra viðleitni af hálfu ríkisins til að laga þá stöðu sem upp væri komin. Staðan á vinnumarkaði var rædd í tvígang því undir lok dags fór líka fram um hana sérstök umræða að beiðni Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna, en þá varð Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra til svara. Katrín vísaði til stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar um að vinna ætti að víðtækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar. „En staðan nú er sú að menn ræða hér um að níundi áratugurinn sé kominn aftur með tilheyrandi köldu vori og átökum á vinnumarkaði,“ sagði hún. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra benti á að hér væri hagvöxtur mikill og verðmætasköpun aukin. Óróleiki á vinnumarkaði ætti uppruna sinn annars staðar. „Það má ekki gleyma því að það er hlutverk vinnuveitenda og launþega að semja,“ sagði Sigmundur, en yrðu samningar hóflegir, þá gæti ríkisstjórnin lagt eitthvað það til mála sem yrði til að auka enn á ráðstöfunartekjur fólks. „En ríkisstjórnin mun ekki kasta spreki á verðbólgubál.“ Ríkisstjórnin myndi fremur kæla verðbólgusamninga með skattahækkunum og vitað væri að í slíkri stöðu myndi Seðlabankinn líka grípa inn í með hækkun vaxta.
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent Fleiri fréttir Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Sjá meira