Rétturinn til lífs Magnús Guðmundsson skrifar 11. maí 2015 07:00 Á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna eftirfarandi orð: „Réttur til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda. Vegna þess hve mikilvægur rétturinn til lífs er, er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að víkja frá honum, jafnvel þó neyðarástand ríki og líf þjóðar sé í hættu. Rétturinn til lífs er því ofar öðrum réttindum og þann rétt skal virða í hvívetna.“ Vonandi geta allir Íslendingar verið sammála þessum orðum. Þau eru einföld, skýr og afdráttarlaus. Þau eru kjarni þess sem gerir okkur að siðmenntuðu samfélagi þeirra sem bera hver annars hag fyrir brjósti frá degi til dags. Af þeim er enginn afsláttur og frá þeim verða engar undanþágur veittar. Engu að síður stöndum við nú frammi fyrir því að lífi fólks og heilsu virðist teflt í tvísýnu vegna kjaradeilu. Fjölda krabbameinssjúkra einstaklinga er gert að bíða og vona á meðan tekist er á um það sem virðist vera sanngjarnar kröfur um leiðréttingu launa og kjara þeirra sem sinna í senn mikilvægu og erfiðu starfi innan Landspítala Háskólasjúkrahúss. Það er óásættanlegt með öllu. Því réttur hverrar manneskju til lífs er meiri en jafnvel réttur ríkisstjórna til þess að óttast óðaverðbólgu eða jafnvel efnahagshrun ef því er að skipta. Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að það er erfitt að greinast með krabbamein hvers eðlis sem það er. Því fylgir mikið andlegt og líkamlegt álag fyrir hvern þann sem verður fyrir þeim fjára og álagið á nánustu ástvini getur á tíðum verið litlu minna. Þá er ómetanlegt að við Landspítala Háskólasjúkrahús starfa hæfir einstaklingar sem gera allt sitt til þess að vinna bug á sjúkdómnum og berjast þannig fyrir heilögum rétti okkar allra til lífs. Nú þegar þetta ferli er rofið og lífi og heilsu sjúklinga þar með mögulega teflt í tvísýnu getur enginn staðið aðgerðarlaus og varpað frá sér ábyrgð. Verum þess minnug að í almennum hegningarlögum Íslands er lögð refsing við því að koma manneskju sem er í lífsháska ekki til hjálpar. Það er vegna þess eins og að framan greinir að við metum réttinn til lífsins sem grundvöll allra mannréttinda. Ríkisstjórn Íslands getur því ekki stundinni lengur staðið aðgerðarlaus og fylgst með framvindu mála. Það er ekki deginum lengur hægt að vísa í ótta við erfiðleika í efnahagsmálum og spila sig stikkfrí í þessum samningum. Ríkisstjórninni ber skýlaus siðferðisleg skylda til að taka sæti við samningaborðið strax í dag og ljúka samningum með þeim hætti að viðlíka staða komi ekki upp aftur. Allt annað verður að víkja. En treysti ríkisstjórnin sér ekki til þess að klára þetta verkefni og að klára það strax þá verður hún sjálf að víkja og hleypa að hverjum þeim sem metur mannslífið meira en verðbólgumarkmið, makrílkvóta og viðskiptajöfnuð eða hver svo sem afsökun dagsins er til þess að standa aðgerðarlaus hjá þegar mannslíf er í veði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun
Á heimasíðu Mannréttindaskrifstofu Íslands er að finna eftirfarandi orð: „Réttur til lífs er grundvöllur annarra mannréttinda. Vegna þess hve mikilvægur rétturinn til lífs er, er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að víkja frá honum, jafnvel þó neyðarástand ríki og líf þjóðar sé í hættu. Rétturinn til lífs er því ofar öðrum réttindum og þann rétt skal virða í hvívetna.“ Vonandi geta allir Íslendingar verið sammála þessum orðum. Þau eru einföld, skýr og afdráttarlaus. Þau eru kjarni þess sem gerir okkur að siðmenntuðu samfélagi þeirra sem bera hver annars hag fyrir brjósti frá degi til dags. Af þeim er enginn afsláttur og frá þeim verða engar undanþágur veittar. Engu að síður stöndum við nú frammi fyrir því að lífi fólks og heilsu virðist teflt í tvísýnu vegna kjaradeilu. Fjölda krabbameinssjúkra einstaklinga er gert að bíða og vona á meðan tekist er á um það sem virðist vera sanngjarnar kröfur um leiðréttingu launa og kjara þeirra sem sinna í senn mikilvægu og erfiðu starfi innan Landspítala Háskólasjúkrahúss. Það er óásættanlegt með öllu. Því réttur hverrar manneskju til lífs er meiri en jafnvel réttur ríkisstjórna til þess að óttast óðaverðbólgu eða jafnvel efnahagshrun ef því er að skipta. Það hljóta allir að gera sér grein fyrir því að það er erfitt að greinast með krabbamein hvers eðlis sem það er. Því fylgir mikið andlegt og líkamlegt álag fyrir hvern þann sem verður fyrir þeim fjára og álagið á nánustu ástvini getur á tíðum verið litlu minna. Þá er ómetanlegt að við Landspítala Háskólasjúkrahús starfa hæfir einstaklingar sem gera allt sitt til þess að vinna bug á sjúkdómnum og berjast þannig fyrir heilögum rétti okkar allra til lífs. Nú þegar þetta ferli er rofið og lífi og heilsu sjúklinga þar með mögulega teflt í tvísýnu getur enginn staðið aðgerðarlaus og varpað frá sér ábyrgð. Verum þess minnug að í almennum hegningarlögum Íslands er lögð refsing við því að koma manneskju sem er í lífsháska ekki til hjálpar. Það er vegna þess eins og að framan greinir að við metum réttinn til lífsins sem grundvöll allra mannréttinda. Ríkisstjórn Íslands getur því ekki stundinni lengur staðið aðgerðarlaus og fylgst með framvindu mála. Það er ekki deginum lengur hægt að vísa í ótta við erfiðleika í efnahagsmálum og spila sig stikkfrí í þessum samningum. Ríkisstjórninni ber skýlaus siðferðisleg skylda til að taka sæti við samningaborðið strax í dag og ljúka samningum með þeim hætti að viðlíka staða komi ekki upp aftur. Allt annað verður að víkja. En treysti ríkisstjórnin sér ekki til þess að klára þetta verkefni og að klára það strax þá verður hún sjálf að víkja og hleypa að hverjum þeim sem metur mannslífið meira en verðbólgumarkmið, makrílkvóta og viðskiptajöfnuð eða hver svo sem afsökun dagsins er til þess að standa aðgerðarlaus hjá þegar mannslíf er í veði.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun