200 tonn föst í tolli Sveinn Arnarsson skrifar 13. maí 2015 00:01 Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. vísir/valli Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur. Verkfall 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Á þriðja hundrað tonna af matvælum liggur á hafnarbakka í Sundahöfn á meðan kjaradeila dýralækna hjá Matvælastofnun er óleyst. Ekki er hægt að koma vörunum til verslana eða í vinnslu hér á landi þar sem dýralæknar þurfa að votta innfluttar matvörur. Rúmar þrjár vikur eru síðan félagsmenn Stéttarfélags háskólamanna á matvæla- og næringarsviði Matvælastofnunar og Félags íslenskra náttúrufræðinga hjá stofnuninni lögðu niður störf sem og dýralæknar. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á starfsemi Matvælastofnunar. Í samtali við helstu innflytjenda matvæla og kjötafurða er ljóst að það magn sem bíður eftir því að vera tollafgreitt og það magn sem er á leið til landsins losar um 200 tonn. Alls hafa Matvælastofnun borist þrettán beiðnir um undanþágu frá verkfalli dýralækna vegna innflutnings á matvælum. Aðeins hluti af einni undanþágubeiðninni var samþykktur en þar var um að ræða ungbarnamjólk. Ekkert kjöt hefur verið flutt inn til landsins. Páll Hilmarsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Innness, segir verkfallið bitna hart á neytendum og fyrirtækjum. „Við erum með matvöru á hafnarbakkanum fyrir um 30 milljónir króna. Sum matvæli í þessari sendingu eru með stuttum tímastimpli og því gætu matvælin farið að skemmast,“ segir Páll. „Hér er um að ræða kjúkling, nautakjöt, pitsur, ost, mjólkurduft, poppmaís og önd svo dæmi séu tekin. Vörunum fylgir einnig heilbrigðisvottorð og búið að votta allt kjöt og uppfylla frystiskyldu á þeim vörum.“ Jón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, vonar að deilan leysist sem fyrst. „Við metum það þannig að það sé mjög mikilvægt að deiluaðilar nái saman svo verkfallið leysist. Þetta er mjög slæmt fyrir þriðja aðila sem er að lenda í erfiðri stöðu í sínum viðskiptum. Sama gildir um einkaaðila sem vilja flytja út gæludýr. Umfangið er mjög mikið,“ segir Jón. „Varðandi innflutning matvæla má segja að engin heimild hafi fengist fyrir innflutningi. Meiri hreyfing er hins vegar á innflutningi á plöntum og sáðvörum og innflutningi á lífrænum vörnum fyrir garðyrkju.“ Mikill skortur er á nautakjöti, kjúklingakjöti og fersku svínakjöti á innanlandsmarkaði vegna verkfalls dýralækna. Slátrun á svínum og alifuglum hefur verið heimiluð með þeirri kröfu að afurðir fari í frost og að ekki verði unnið úr þeim fyrr en verkfalli lýkur.
Verkfall 2016 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Bera ábyrgð á þjófnaði gámsins en sleppa með skrekkinn Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira