Hófu umræðu um sameiningu skóla Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 14. maí 2015 11:00 Menntaskólinn á Akureyri er einn þeirra sem gætu sameinast öðrum. Mynd/Kristján J. Kristjánsson „Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar. Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira
„Við vorum að ræða hvernig megi efla skólastarfið á Norðausturlandi. Þetta var góður og gagnlegur fundur,“ sagði Þórunn Jóna Hauksdóttir, sérfræðingur á skrifstofu menntamála innan menntamálaráðuneytisins. Fulltrúar menntamálaráðuneytisins funduðu með skólameisturum Menntaskólans á Tröllaskaga, Menntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans á Húsavík annars vegar og skólameisturum Verkmenntaskólans á Akureyri og Framhaldsskólans að Laugum hins vegar um aukið samstarf og hugsanlega sameiningu skólanna. Hún segir að hugmyndir um aukið samstarf séu bara á umræðustigi. Fjárlög 2014 og 2015 gera ráð fyrir auknu samstarfi framhaldsskóla en það var upphafið að umræðunni. „Þetta er heildarumræða með skólunum fimm um hvernig við getum eflt nám og stoðþjónustu skólanna. Við munum halda áfram samtali við þessa skóla um framhaldið,“ segir hún. „Við ræddum hvernig mætti ná fram hagkvæmni í fjárhag, rekstri og námsframboði,“ sagði Lára Stefánsdóttir, skólameistari Menntaskólans á Tröllaskaga.Gagnrýnir samráðsleysi ráðherra „Við fórum yfir þá þætti sem ráðuneytið gæti fengið út úr auknu samstarfi eða sameiningu skólanna og það verður í kjölfarið unnin fýsileikaskýrsla líkt og í tilfelli Iðnskólans í Hafnarfirði. Síðan getum við búist við niðurstöðu í haust,“ sagði Lára. Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi menntamálaráðherra, segir að áætlanir um sameiningu framhaldsskóla hafi ekki verið á borðinu í hennar tíð og gagnrýnir samráðsleysi ráðherra. „Þetta er auðvitað mjög viðkvæmt mál og við á þinginu höfum ekkert fengið að vita um þetta. Ég lagði fram fyrirspurn til ráðherra um sameiningu framhaldsskóla fyrir mánuði en hef ekki fengið nein svör. Við vitum ekki hver rökin fyrir því eru né hvaða skóla eigi að sameina,“ segir hún. „Mig grunar að með þessu sé ráðherrann að draga úr sveigjanleika skólakerfisins. Hættan er sú að smærri skólar verði einhvers konar undirdeildir og það dragi úr þrótti smærri samfélaga,“ segir Katrín. „Ráðherra ber ekki skylda til að ræða þetta mál á þinginu en hugmyndir um slíkar sameiningar eru ekkert nema stefnubreyting í menntamálum. Mál af slíkum toga á erindi inn á þingið.“ Í gær gaf menntamálaráðuneytið út yfirlýsingu þess efnis að orðrómur um að menntamálaráðherra hafi hug á að sameina Menntaskólann á Ísafirði og Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra sé ekki á rökum reistur. Ekki náðist í Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.
Fjárlagafrumvarp 2016 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Sjá meira