Mannréttindamál að fá undanþágu frá verkfalli Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 15. maí 2015 07:00 Inga segir að hún sé upp á starfsfólk sitt komin. Fréttablaðið/Ernir „Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“ Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
„Ég er algerlega upp á aðra komin með að komast á milli staða,“ segir Inga Björk Bjarnadóttir, nemi við Háskóla Íslands. Inga nýtir sér notendastýrða persónulega aðstoð, NPA, og er upp á starfsmenn sína komin með athafnir í sínu daglega lífi. Starfsmenn NPA-miðstöðvarinnar eru hluti af Eflingu stéttarfélagi og að öllu óbreyttu stefna þeir í verkfall 6. júní. „Þetta er auðvitað erfitt mál því að maður vill betri kjör fyrir starfsfólkið, en í þessu tilfelli snýst þetta um mannréttindi okkar þar sem við reiðum okkur að öllu leyti á aðstoð þeirra,“ sagði Inga, sem veit ekki hvernig fer ef verkfall skellur á. Hún getur ekki með góðri samvisku sótt um sumarstörf þar sem hún viti ekki hvort hún verði í aðstöðu til að sinna starfi án aðstoðarmanna sinna. „Ég væri alveg ósjálfbjarga heima fyrir og þyrfti að reiða mig á aðstoð vina og ættingja sem er erfitt þar sem fólk er í vinnu og skóla. Ef ég þigg aðstoð frá öðrum og aðrir ganga í verkefnin er það tæknilega séð verkfallsbrot. Til dæmis þarf ég aðstoð við að útbúa mat og ég verð auðvitað að nærast einhvern veginn þannig að verkfallsbrot væru óumflýjanleg.“ Inga hefur sótt um undanþágu til Eflingar stéttarfélags vegna þessa en hefur enn ekki fengið svör. Ragnar Gunnar Þórhallsson, ritari stjórnar NPA-miðstöðvarinnar, segir að þetta sé í fyrsta sinn sem miðstöðin þurfi að taka á máli af þessum toga og því sé erfitt að spá fyrir um hvað gerist. „Okkar fólk sem er í Eflingu mun koma til með að taka þátt í allsherjarverkfalli 6. júní ef til þess kemur. Þetta mun í rauninni skapa neyðarástand hjá okkar notendum en þar er það ekki þannig að það sé hægt að deila starfsmönnum á milli þeirra,“ segir Ragnar. Hann gerir ráð fyrir að það séu um 200 starfsmenn sem starfa við NPA á Íslandi og um fimmtíu notendur sem verkföllin gætu bitnað á. „Það hefur aðeins verið nefnt að sækja um undanþágur en það er í raun og veru ekki hægt fyrr en eftir að atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun lýkur.“ „Það hefur ekkert verið ákveðið til að gefa yfirlýsingu út um,“ segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar stéttarfélags, um hugsanlegar undanþágur vegna yfirvofandi verkfalls. „Það er í raun ekki mitt að taka afstöðu til þess. Við erum með nefnd sem tekur á þessum málum og þau vega og meta hvert tilfelli fyrir sig. Ég geri ráð fyrir í tilfelli sem þessu að þá yrði tekið jákvætt í beiðnina.“
Verkfall 2016 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira