Aldraðir og öryrkjar fái líka 300 þúsund Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 20. maí 2015 07:00 Öryrkjar og aldraðir benda á að samkvæmt lögum eigi lífeyrir að taka mið af launaþróun, þó þannig að greiðslur hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. fréttablaðið/pjetur „Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir þurfa að borga fyrir húsnæði, mat, læknisheimsóknir, lyf og margt fleira,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Hann segir öryrkja vænta þess að fá 300 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá almannatryggingum, það er að segja jafn mikið og krafa verkalýðsforystunnar um lágmarkslaun hljóðar upp á. Fyrir einstakling sem býr einn eru óskertar örorkulífeyrisgreiðslur án heimilisuppbótar 172.516 krónur eftir skatt en 192.021 króna með heimilisuppbót. Um 30 prósent örorkulífeyrisþega fá heimilisuppbót skerta eða óskerta. „Þetta dugar engan veginn til þess að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. 300 þúsund krónur á mánuði eru algjört lágmark til að fólk geti lifað í íslensku samfélagi,“ tekur Halldór fram. Hann minnir á að í 69. gr. laga um almannatryggingar segi að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008 til 2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags né launavísitölu. „Við höfum ekki fengið leiðréttingu nema að hluta,“ segir Halldór.Haukur IngibergssonÍ ályktun um kjaramál sem samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara, LEB, nú í maí er þess krafist að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Í ályktuninni er skorað á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 til 2013 og lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi 2009 verði afturkallaðar strax. Jafnframt að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar. Nýkjörinn formaður LEB, Haukur Ingibergsson, segir það liggja í loftinu að lægstu laun muni hækka töluvert mikið í komandi kjarasamningum. „Komið hefur fram sterk krafa um að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum. Það er ekki síður ástæða til að þeir sem ekki njóta atvinnutekna heldur lífeyris fái sams konar hækkun. Ekki má gleyma að aldraðir hafa ekki notið þess launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði á síðustu árum og leitt hefur til gliðnunar á milli kjara launþega og lífeyrisþega,“ segir Haukur. Fjárlagafrumvarp 2016 Verkfall 2016 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
„Öryrkjar eru ekkert öðruvísi en aðrir Íslendingar. Þeir þurfa að borga fyrir húsnæði, mat, læknisheimsóknir, lyf og margt fleira,“ segir Halldór Sævar Guðbergsson, varaformaður Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ. Hann segir öryrkja vænta þess að fá 300 þúsund krónur í lífeyrisgreiðslur á mánuði frá almannatryggingum, það er að segja jafn mikið og krafa verkalýðsforystunnar um lágmarkslaun hljóðar upp á. Fyrir einstakling sem býr einn eru óskertar örorkulífeyrisgreiðslur án heimilisuppbótar 172.516 krónur eftir skatt en 192.021 króna með heimilisuppbót. Um 30 prósent örorkulífeyrisþega fá heimilisuppbót skerta eða óskerta. „Þetta dugar engan veginn til þess að fólk nái að framfleyta sér á viðunandi hátt. 300 þúsund krónur á mánuði eru algjört lágmark til að fólk geti lifað í íslensku samfélagi,“ tekur Halldór fram. Hann minnir á að í 69. gr. laga um almannatryggingar segi að bætur almannatrygginga skuli breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skuli taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs. Samkvæmt skýrslu sem Talnakönnun vann fyrir ÖBÍ um þróun bóta Tryggingastofnunar til öryrkja frá 2008 til 2013 náði lífeyririnn hvorki að halda í við þróun lægstu launa, verðlags né launavísitölu. „Við höfum ekki fengið leiðréttingu nema að hluta,“ segir Halldór.Haukur IngibergssonÍ ályktun um kjaramál sem samþykkt var á landsfundi Landssambands eldri borgara, LEB, nú í maí er þess krafist að lífeyrir almannatrygginga taki að lágmarki sömu hækkunum og lægstu laun sem samið verður um í næstu kjarasamningum. Í ályktuninni er skorað á stjórnarflokkana að standa við gefin loforð um að bæta öldruðum kjaraskerðinguna sem varð á árunum 2009 til 2013 og lækka fjármagnstekjuskatt. Skerðingar á frítekjumarki vegna fjármagnstekna aldraðra og öryrkja sem tóku gildi 2009 verði afturkallaðar strax. Jafnframt að stjórnvöld virði ákvæði og anda laganna um almannatryggingar. Nýkjörinn formaður LEB, Haukur Ingibergsson, segir það liggja í loftinu að lægstu laun muni hækka töluvert mikið í komandi kjarasamningum. „Komið hefur fram sterk krafa um að lægstu laun hækki í 300 þúsund krónur á næstu þremur árum. Það er ekki síður ástæða til að þeir sem ekki njóta atvinnutekna heldur lífeyris fái sams konar hækkun. Ekki má gleyma að aldraðir hafa ekki notið þess launaskriðs sem orðið hefur á vinnumarkaði á síðustu árum og leitt hefur til gliðnunar á milli kjara launþega og lífeyrisþega,“ segir Haukur.
Fjárlagafrumvarp 2016 Verkfall 2016 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira