Fíll í herberginu Stjórnarmaðurinn skrifar 20. maí 2015 07:00 Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Jón Daníelsson, hagfræðiprófessor við LSE, lét þau ummæli falla á fundi SA á dögunum að með því að viðhalda gjaldeyrishöftunum væri Ísland að taka sér hlutverk þorpsfíflsins í samfélagi þjóða. Segja má að með þessum ummælum hitti Jón naglann á höfuðið varðandi þau áhrif sem gjaldeyrishöftin hafa á viðskiptalífið. Það er nefnilega ekki svo að stjórnendur íslenskra fyrirtækja verði endilega varir við höftin frá degi til dags. Greiðslur fyrir vörur og þjónustu eru undanþegnar, auk þess sem erlendum og innlendum félögum innan sömu samstæðu er heimilt að láta fé flæða á milli takmarkalítið. Vitaskuld er íslenskum aðilum óheimilt að þiggja lán frá erlendum bönkum, auk þess sem ekki er heimilt að fjárfesta í erlendum fjármálagerningum, t.d. hlutabréfum. Allnokkur dæmi eru þó um undanþágur, þá sérstaklega í tengslum við kaup innlendra fyrirtækja á erlendum félögum. Það verður líka að segjast að fæst íslensk fyrirtæki standa í erlendum yfirtökum eða lántökum á hverjum degi. Frá degi til dags má því segja að óþægindin stafi einna helst af auknu skrifræði við hversdagslega hluti á borð við millifærslur, en það er þó nokkuð sem þeir sem átt hafa í viðskiptum við stóra alþjóðlega banka eru vanir, og samanburðurinn því varla ferlegur. Hitt er hins vegar verra og það eru þau skilaboð til umheimsins sem felast í höftunum. Snaggaraleg skoðun á lista yfir lönd með gjaldeyrishöft leiðir í ljós að þar sitja lönd á borð við Grikkland, Argentínu og Kúbu. Varla lönd sem hafa það orðspor að vera fjár síns ráðandi. Staðreyndin er sú að meðan höftin ríkja situr Ísland í flokki með þessum og fleiri löndum sem ekki ráða við sín mál. Þetta hefur stjórnarmaðurinn reynt á eigin skinni í samskiptum við erlenda kollega. Fjárfestar leita í umhverfi sem þeir skilja og þekkja. Menn þurfa hins vegar að setja sig í stellingar til að skilja gjaldeyrishöftin. Þau eru framandi og flókin. Þetta veldur því að flestir erlendir fjárfestar taka til fótanna um leið og á gjaldeyrishöftin er minnst. Það er synd að þróað ríki eins og Ísland þurfi að búa við tortryggni alþjóðlegra fjárfesta. Hér eru nefnilega ansi margir jákvæðir hlutir til staðar: hátt menntunarstig og góð tungumálakunnátta, ódýr og umhverfisvæn orka, stuttar vegalengdir og stöðugt stjórnarfar. Fjárfestar leita hins vegar varla hingað í miklum mæli að óbreyttu. Höftin eru fíllinn í herberginu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Gjaldeyrishöft Stjórnarmaðurinn Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira