Bjartsýni á boðað frumvarp um höft Jón Hákon Halldórsson skrifar 23. maí 2015 11:15 Búast má við að Alþingi sitji lengur fram á sumarið en áætlað var þar sem fjármálaráðherra boðar frumvarp um afnám gjaldeyrishafta. vísir/gva „Það er klárlega fagnaðarefni að menn séu búnir að tilkynna um að þetta frumvarp birtist í næstu viku,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar að frumvarp um afnám hafta verði birt í næstu viku. Frosti segist þokkalega bjartsýnn á frumvarpið. „Stjórnvöld hafa talað fyrir því að horfa til heildarhagsmuna og vinna út frá því að allir sitji við sama borð, hverjir sem þeir eru,“ segir Frosti. Þetta eigi við um lífeyrissjóði, fyrirtæki, almenning, almenna fjárfesta og kröfuhafa. „Það teljum við vera rétta nálgun,“ bætir hann við. Frosti segir Viðskiptaráð þó ekki geta spáð um útfærsluna á frumvarpinu frekar en aðra. „En ég myndi að minnsta kosti segja að við vonuðumst til að það verði stór skref stigin í þessu og framvindan verði hröð. Að við séum ekki að horfa á áætlanir um afnám í of mörgum skrefum eða yfir of langt tímabil,“ segir Frosti. Heilt yfir og að því gefnu að frumvarpið sé trúverðugt þá segir Frosti að gera megi ráð fyrir að viðbrögðin verði frekar jákvæð en neikvæð.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.fréttablaðið/valli„Út frá langtímasjónarmiðum, þá myndi ég telja að viðbrögðin yrðu ótvírætt jákvæð að því gefnu að þetta sé trúverðug áætlun. Út frá skammtímasjónarmiðum þá er auðvitað ákveðin óvissa út frá því hvernig spilast úr á vinnumarkaði,“ segir hann. Að sögn Frosta er hagkerfið berskjaldaðra gagnvart óstöðugleika við afnám hafta. Þeim mun mikilvægara sé að sýna ábyrga hagstjórn. „Það á við bæði um stjórnvöld, seðlabanka og aðila vinumarkaðarins. En fórnarkostnaðurinn við það að halda þessum höftum áfram er miklu hærri en sá kostnaður sem fælist í mögulegum tímabundnum óstöðugleika.“ Aftur á móti býst Frosti ekki við hruni íslensku krónunnar við afnámið. „Nei, það þyrfti allavega að vera mjög ótrúverðugt frumvarp um afnám hafta og framtíðarframvindu til þess að það myndi valda hruni á gengi gjaldmiðilsins. Vegna þess að þegar við horfum á helstu hagstærðir og kringumstæður í hagkerfinu þá eru allar forsendur til að létta höftum,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
„Það er klárlega fagnaðarefni að menn séu búnir að tilkynna um að þetta frumvarp birtist í næstu viku,“ segir Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, boðar að frumvarp um afnám hafta verði birt í næstu viku. Frosti segist þokkalega bjartsýnn á frumvarpið. „Stjórnvöld hafa talað fyrir því að horfa til heildarhagsmuna og vinna út frá því að allir sitji við sama borð, hverjir sem þeir eru,“ segir Frosti. Þetta eigi við um lífeyrissjóði, fyrirtæki, almenning, almenna fjárfesta og kröfuhafa. „Það teljum við vera rétta nálgun,“ bætir hann við. Frosti segir Viðskiptaráð þó ekki geta spáð um útfærsluna á frumvarpinu frekar en aðra. „En ég myndi að minnsta kosti segja að við vonuðumst til að það verði stór skref stigin í þessu og framvindan verði hröð. Að við séum ekki að horfa á áætlanir um afnám í of mörgum skrefum eða yfir of langt tímabil,“ segir Frosti. Heilt yfir og að því gefnu að frumvarpið sé trúverðugt þá segir Frosti að gera megi ráð fyrir að viðbrögðin verði frekar jákvæð en neikvæð.Frosti Ólafsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.fréttablaðið/valli„Út frá langtímasjónarmiðum, þá myndi ég telja að viðbrögðin yrðu ótvírætt jákvæð að því gefnu að þetta sé trúverðug áætlun. Út frá skammtímasjónarmiðum þá er auðvitað ákveðin óvissa út frá því hvernig spilast úr á vinnumarkaði,“ segir hann. Að sögn Frosta er hagkerfið berskjaldaðra gagnvart óstöðugleika við afnám hafta. Þeim mun mikilvægara sé að sýna ábyrga hagstjórn. „Það á við bæði um stjórnvöld, seðlabanka og aðila vinumarkaðarins. En fórnarkostnaðurinn við það að halda þessum höftum áfram er miklu hærri en sá kostnaður sem fælist í mögulegum tímabundnum óstöðugleika.“ Aftur á móti býst Frosti ekki við hruni íslensku krónunnar við afnámið. „Nei, það þyrfti allavega að vera mjög ótrúverðugt frumvarp um afnám hafta og framtíðarframvindu til þess að það myndi valda hruni á gengi gjaldmiðilsins. Vegna þess að þegar við horfum á helstu hagstærðir og kringumstæður í hagkerfinu þá eru allar forsendur til að létta höftum,“ segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands.
Alþingi Gjaldeyrishöft Tengdar fréttir Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00 Mest lesið Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Viðskipti innlent Vélmenni leysir afgreiðslufólk Sante af hólmi Neytendur Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Viðskipti innlent Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Viðskipti innlent Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Viðskipti innlent Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Viðskipti innlent Jensens Bøfhus lokað Viðskipti erlent „Ég gríp eiginlega strax í hina heilögu tvennu“ Atvinnulíf Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Viðskipti innlent Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Ráðin forstöðukona Þjónustu Veitna Bretar veita Alvotech leyfið sem fékkst ekki í Bandaríkjunum Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Útlit fyrir „hrollkaldan vetur“ en eitt ljós í myrkinu Bein útsending: Leiðir til að efla hlutabréfamarkaðinn Ómögulegt sé fyrir fólk á Eflingarlaunum að komast á húsnæðismarkað Bein útsending: Kanónur ræða sjávarútveginn í Hörpu Farþegum fjölgaði um 14 prósent í október Steinunn frá UNICEF til Festu Ætla í hart vegna ákvörðunar Fjarskiptastofu Sýn tapaði 239 milljónum Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Segja fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af stöðu efnahags og vinnumarkaðar „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Sjá meira
Óvíst hve lengi þingið starfar Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að á þessari stundu sé ekki hægt að segja hversu lengi fram á sumarið þingið muni starfa. 23. maí 2015 12:00