Ófremdarástand í fangelsismálum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 28. maí 2015 07:00 Sagt er að menningarstig samfélaga megi meta út frá því hvernig þau koma fram við smæstu þegna sína. Sé sú raunin eru Íslendingar ekki endilega í góðum málum, í það minnsta verður seint sagt að okkar smæstu þegnar hafi yfir engu að kvarta. Á þetta vorum við enn minnt á dögunum þegar fregnir bárust af því að ung kona hefði verið vistuð í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan er sú að búið er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi. Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú sama og alltaf; sparnaðaraðgerðir. Nú getur okkur þótt hvað sem er um það fólk sem þarf að sitja inni, en sem manneskjum ber okkur að koma vel fram við meðbræður okkar og -systur. Í grunninn snýst þetta um að vera góð hvert við annað, þá verður þetta allt miklu betra. Fangar eru algjörlega upp á aðra komnir og hafa lítið um eigin aðbúnað og stöðu að segja. Einhverjum finnst það kannski bara gott á þá, þeir sem brjóti af sér eigi fátt gott skilið. En refsigleði er ógeðfelld og eins og sagt er hér að ofan ættum við að reyna að haga lífi okkar þannig að vera góð hvert við annað. Betur færi á því að við litum á fangelsisvist sem betrunarvist en refsivist, því það hlýtur að vera ákjósanlegra að fólkið sem úr fangelsunum kemur sé betra en það sem í þau fór. Um áratugaskeið hefur það verið vitað að þörf er á nýju fangelsi. Þau sem eru í notkun eru gömul og úr sér gengin og fá í verra standi en einmitt Nían við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874, sama ár og Ísland fékk sína fyrstu stjórnarskrá og fagnaði þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er langt síðan. Enda er húsnæðið ekki boðlegt og fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðar við það, bæði af innlendum sem erlendum aðilum. Fangar sem þar eru vistaðir þurfa að sitja í einangrun. Sem betur fer geta líklega fáir gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slík vist hefur á fólk, en einangrunarvist ætti ekki að notast nema sem algjört neyðarúrræði – ef þá. Íslendingar, sem árum ef ekki áratugum saman hafa vermt sæti ofarlega á lista yfir þjóðir sem njóta mestrar velmegunar, jafnvel eftir hrunið, hafa hins vegar ekki haft efni á að byggja nýtt fangelsi. Kannski er það af því að fangar eru ekki hávær þrýstihópur. Kannski af því að stjórnmálamenn hafa litið svo á að þeir muni ekki öðlast vinsældir út á þennan málaflokk og hafa því vanrækt hann áratugum saman. Síðustu árin hafa verið tekin ákveðin skref í þá átt að bæta ástandið. Það tókst, þó hér ríkti kreppa. Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um að nú þarf að spýta í lófana. Ef það mikla hagvaxtarskeið sem fjármálaráðherra hefur boðað er raunverulegt, gerði hann rétt í að rigga upp eins og einu almennilegu fangelsi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Sagt er að menningarstig samfélaga megi meta út frá því hvernig þau koma fram við smæstu þegna sína. Sé sú raunin eru Íslendingar ekki endilega í góðum málum, í það minnsta verður seint sagt að okkar smæstu þegnar hafi yfir engu að kvarta. Á þetta vorum við enn minnt á dögunum þegar fregnir bárust af því að ung kona hefði verið vistuð í fangelsinu við Skólavörðustíg. Ástæðan er sú að búið er að loka kvennafangelsinu í Kópavogi. Og ástæðan fyrir því er auðvitað sú sama og alltaf; sparnaðaraðgerðir. Nú getur okkur þótt hvað sem er um það fólk sem þarf að sitja inni, en sem manneskjum ber okkur að koma vel fram við meðbræður okkar og -systur. Í grunninn snýst þetta um að vera góð hvert við annað, þá verður þetta allt miklu betra. Fangar eru algjörlega upp á aðra komnir og hafa lítið um eigin aðbúnað og stöðu að segja. Einhverjum finnst það kannski bara gott á þá, þeir sem brjóti af sér eigi fátt gott skilið. En refsigleði er ógeðfelld og eins og sagt er hér að ofan ættum við að reyna að haga lífi okkar þannig að vera góð hvert við annað. Betur færi á því að við litum á fangelsisvist sem betrunarvist en refsivist, því það hlýtur að vera ákjósanlegra að fólkið sem úr fangelsunum kemur sé betra en það sem í þau fór. Um áratugaskeið hefur það verið vitað að þörf er á nýju fangelsi. Þau sem eru í notkun eru gömul og úr sér gengin og fá í verra standi en einmitt Nían við Skólavörðustíg. Hegningarhúsið var tekið í notkun árið 1874, sama ár og Ísland fékk sína fyrstu stjórnarskrá og fagnaði þúsund ára afmæli Íslandsbyggðar. Það er langt síðan. Enda er húsnæðið ekki boðlegt og fjölmargar athugasemdir hafa verið gerðar við það, bæði af innlendum sem erlendum aðilum. Fangar sem þar eru vistaðir þurfa að sitja í einangrun. Sem betur fer geta líklega fáir gert sér grein fyrir því hvaða afleiðingar slík vist hefur á fólk, en einangrunarvist ætti ekki að notast nema sem algjört neyðarúrræði – ef þá. Íslendingar, sem árum ef ekki áratugum saman hafa vermt sæti ofarlega á lista yfir þjóðir sem njóta mestrar velmegunar, jafnvel eftir hrunið, hafa hins vegar ekki haft efni á að byggja nýtt fangelsi. Kannski er það af því að fangar eru ekki hávær þrýstihópur. Kannski af því að stjórnmálamenn hafa litið svo á að þeir muni ekki öðlast vinsældir út á þennan málaflokk og hafa því vanrækt hann áratugum saman. Síðustu árin hafa verið tekin ákveðin skref í þá átt að bæta ástandið. Það tókst, þó hér ríkti kreppa. Það þarf hins vegar enginn að velkjast í vafa um að nú þarf að spýta í lófana. Ef það mikla hagvaxtarskeið sem fjármálaráðherra hefur boðað er raunverulegt, gerði hann rétt í að rigga upp eins og einu almennilegu fangelsi.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun