Þetta er eins og að vera fluga á vegg 28. maí 2015 12:00 Harpa í pottinum einn morguninn. Vísir Ákveðinn hópur fólks hittist daglega í heitu pottum sundlauganna á ákveðnum tímum dagsins. Þessi menning er mörgum framandi og flestir forvitnir að vita hvað gerist í pottunum. „Þessi hugmynd er búin að vera í kollinum á mér lengi. Ég hef verið tíður gestur í Vesturbæjarlauginni lengi og þaðan kemur hugmyndin,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir leikstjóri Eftir að hafa fengið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð ákvað hún að hella sér í gerð myndarinnar, með dyggri aðstoð frá Askja Films. „Ég fór að mæta í pottinn í Vesturbæjarlaug klukkan hálfsjö alla morgna. Þar var ég tekin inn í svokallaðan húnahóp, sem dregur nafn sitt af því að þau eru alltaf mætt áður en það opnar, þannig að þau liggja á hurðarhúninum,“ segir Harpa og hlær. Áður en gerð myndarinnar hófst hafði Harpa meðal annars ferðast til Japans og Finnlands þar sem hún skoðaði bað- og sánamenningu þjóðanna. „Þetta er ekki ólíkt pottamenningunni hér. Þarna er fólk fáklætt og þegar fólk er búið að taka niður hinn hversdagslega búning myndast meiri nánd og virðing og allir verða jafnir.“ MIKIÐ RÆTT Það sem er sagt í pottinum, fer ekki úr pottinum. Fréttablaðið/StefánHarpa segist aldrei hafa séð neinn reiðast í pottinum, þótt vissulega leyfi fólk sér að skjóta hvert á annað. „Það er alveg skotið, en á mjög góðlegan hátt. Það er svo skrýtið, þótt þetta sé opinber staður þá er fólk einhvern veginn óhræddara við að opna sig.“ Hörpu var vel tekið í húnahópnum, þó að það muni 30 árum á henni og næstyngsta meðlimi hópsins. „Ég kynntist fólkinu og karakterunum smám saman. Þetta var eiginlega eins og að vera fluga á vegg.“ Myndin fangar stemninguna í kringum pottamenninguna þannig að áhorfandinn lifir sig inn í myndina, þar sem mikið er unnið með hljóð og mynd. Harpa segist hafa áttað sig á að hreyfingin og útiveran væru aukaatriði og spilaði félagslegi þátturinn stærsta hlutverkið. „Potturinn er eins og félagsmiðstöð. Amma mín og afi voru bæði fastagestir í heitu pottunum, og þegar þau skildu þurftu þau að ákveða í hvaða laug hitt ætti að fara. Við eigum öll okkar griðastað þar sem við hittum fólk og finnum öryggi. Þetta er þeirra staður.“ Lokafjármögnun á myndinni stendur nú yfir á Karolina Fund og geta áhugasamir lagt söfnuninni lið þar. Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Ákveðinn hópur fólks hittist daglega í heitu pottum sundlauganna á ákveðnum tímum dagsins. Þessi menning er mörgum framandi og flestir forvitnir að vita hvað gerist í pottunum. „Þessi hugmynd er búin að vera í kollinum á mér lengi. Ég hef verið tíður gestur í Vesturbæjarlauginni lengi og þaðan kemur hugmyndin,“ segir Harpa Fönn Sigurjónsdóttir leikstjóri Eftir að hafa fengið handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð ákvað hún að hella sér í gerð myndarinnar, með dyggri aðstoð frá Askja Films. „Ég fór að mæta í pottinn í Vesturbæjarlaug klukkan hálfsjö alla morgna. Þar var ég tekin inn í svokallaðan húnahóp, sem dregur nafn sitt af því að þau eru alltaf mætt áður en það opnar, þannig að þau liggja á hurðarhúninum,“ segir Harpa og hlær. Áður en gerð myndarinnar hófst hafði Harpa meðal annars ferðast til Japans og Finnlands þar sem hún skoðaði bað- og sánamenningu þjóðanna. „Þetta er ekki ólíkt pottamenningunni hér. Þarna er fólk fáklætt og þegar fólk er búið að taka niður hinn hversdagslega búning myndast meiri nánd og virðing og allir verða jafnir.“ MIKIÐ RÆTT Það sem er sagt í pottinum, fer ekki úr pottinum. Fréttablaðið/StefánHarpa segist aldrei hafa séð neinn reiðast í pottinum, þótt vissulega leyfi fólk sér að skjóta hvert á annað. „Það er alveg skotið, en á mjög góðlegan hátt. Það er svo skrýtið, þótt þetta sé opinber staður þá er fólk einhvern veginn óhræddara við að opna sig.“ Hörpu var vel tekið í húnahópnum, þó að það muni 30 árum á henni og næstyngsta meðlimi hópsins. „Ég kynntist fólkinu og karakterunum smám saman. Þetta var eiginlega eins og að vera fluga á vegg.“ Myndin fangar stemninguna í kringum pottamenninguna þannig að áhorfandinn lifir sig inn í myndina, þar sem mikið er unnið með hljóð og mynd. Harpa segist hafa áttað sig á að hreyfingin og útiveran væru aukaatriði og spilaði félagslegi þátturinn stærsta hlutverkið. „Potturinn er eins og félagsmiðstöð. Amma mín og afi voru bæði fastagestir í heitu pottunum, og þegar þau skildu þurftu þau að ákveða í hvaða laug hitt ætti að fara. Við eigum öll okkar griðastað þar sem við hittum fólk og finnum öryggi. Þetta er þeirra staður.“ Lokafjármögnun á myndinni stendur nú yfir á Karolina Fund og geta áhugasamir lagt söfnuninni lið þar.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Lífið Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Lífið Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Lífið Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Lífið Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Lífið Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Lífið Fimmtán árum fagnað í sólinni Lífið Bókamarkaðurinn færir sig um set Menning Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Lífið Fleiri fréttir Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira