Sjúkraliðar styðja baráttu stétta fyrir bættum kjörum Kristín Á. Guðmundsdóttir skrifar 28. maí 2015 07:00 Samningsréttur stétta eru réttindi sem bera þarf virðingu fyrir. Verkföll eru neyðaréttur þeirra sem hann hafa, til að knýja á viðsemjanda þegar ekkert þokast í samningsátt. Verkföll eru boðuð að alvarlega íhuguðu máli félaga og félagsmanna, en hafa aldrei verið boðuð í flokkspólitískum tilgangi. Stéttarfélög hafa það m.a. sem aðalmarkmið að ganga fram fyrir skjöldu og koma vinnuveitanda í skilning um að félagsmenn vinni ekki fyrir smánarkjör. Opinberir starfsmenn og félög á almenna vinnumarkaðnum hafa af fullri einurð tekið þátt í uppbyggingu landsins eftir kollsteypu, m.a. með mjög lágstemmdum kjarasamningum í upphafi árs 2014. Ríkið/fjármálaráðuneytið hefur síðan samið við ákveðnar stéttir um verulegar launahækkanir, sem mjög eðlilegt er að aðrar stéttir hafi til viðmiðunar þegar þeirra kröfur eru mótaðar. Á almenna vinnumarkaðnum hafa fyrirtæki og bankar skilað gríðarlegum hagnaði og greitt út milljarða í arðgreiðslur, þannig að á þeim markaði er eðlilegt að kröfur um kjarabætur séu miðaðar við þessa jákvæðu stöðu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gortað af því opinberlega að ríkisreksturinn sé í verulegum uppgangi og því er eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti gæðanna og einnig þeirra fórna sem þeir tóku á sínar herðar. Opinberir starfsmenn nutu ekki hins meinta góðæris.Virðum baráttu annarra Brýnt er að vinnufélagar þeirra stétta sem eru í verkfalli styðji félagana með ráðum og dáð, sýni baráttu þeirra virðingu og gangi ekki í störf þeirra. Mikilvægi þessa þekkja fáir jafn vel og sjúkraliðar, sem ítrekað hafa neyðst til að berjast fyrir bættum kjörum m.a. í átta vikna verkfalli 1994. Á þessum tíma reyndi verulega á samheldni og baráttuanda sjúkraliða, en erfiðast þótti þeim að takast á við samstarfsstétt sína, sem gekk í störf þeirra, tók aukavaktir og reyndi á allan hátt að draga úr mætti verkfallsins. Viðkvæðið var að óábyrgt væri að heilbrigðisstarfsmaður gengi svo langt að ætla stjórnendum heilbrigðisstofnana að draga úr þjónustu vegna kjarabaráttu. Svo rammt kvað að, að sjúkraliðar áttu víða erfitt með að koma aftur til vinnu, svo mikil var heiftin og andúðin. Í ljósi langvinnra verkfalla fjölda heilbrigðisstétta eru greinilega breyttir tímar og því brýnir Sjúkraliðafélag Íslands sjúkraliða til þess að sýna vinnufélögum sínum fyllsta stuðning. Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu þeirra stétta sem berjast fyrir betri kjörum. Sjúkraliðar! Berum virðingu fyrir baráttu annarra. Sýnum þeim virðingu í verki með því að neita að taka að okkur þau störf sem annars er sinnt af þessum stéttum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Verkfall 2016 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Samningsréttur stétta eru réttindi sem bera þarf virðingu fyrir. Verkföll eru neyðaréttur þeirra sem hann hafa, til að knýja á viðsemjanda þegar ekkert þokast í samningsátt. Verkföll eru boðuð að alvarlega íhuguðu máli félaga og félagsmanna, en hafa aldrei verið boðuð í flokkspólitískum tilgangi. Stéttarfélög hafa það m.a. sem aðalmarkmið að ganga fram fyrir skjöldu og koma vinnuveitanda í skilning um að félagsmenn vinni ekki fyrir smánarkjör. Opinberir starfsmenn og félög á almenna vinnumarkaðnum hafa af fullri einurð tekið þátt í uppbyggingu landsins eftir kollsteypu, m.a. með mjög lágstemmdum kjarasamningum í upphafi árs 2014. Ríkið/fjármálaráðuneytið hefur síðan samið við ákveðnar stéttir um verulegar launahækkanir, sem mjög eðlilegt er að aðrar stéttir hafi til viðmiðunar þegar þeirra kröfur eru mótaðar. Á almenna vinnumarkaðnum hafa fyrirtæki og bankar skilað gríðarlegum hagnaði og greitt út milljarða í arðgreiðslur, þannig að á þeim markaði er eðlilegt að kröfur um kjarabætur séu miðaðar við þessa jákvæðu stöðu. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar hafa gortað af því opinberlega að ríkisreksturinn sé í verulegum uppgangi og því er eðlilegt að opinberir starfsmenn njóti gæðanna og einnig þeirra fórna sem þeir tóku á sínar herðar. Opinberir starfsmenn nutu ekki hins meinta góðæris.Virðum baráttu annarra Brýnt er að vinnufélagar þeirra stétta sem eru í verkfalli styðji félagana með ráðum og dáð, sýni baráttu þeirra virðingu og gangi ekki í störf þeirra. Mikilvægi þessa þekkja fáir jafn vel og sjúkraliðar, sem ítrekað hafa neyðst til að berjast fyrir bættum kjörum m.a. í átta vikna verkfalli 1994. Á þessum tíma reyndi verulega á samheldni og baráttuanda sjúkraliða, en erfiðast þótti þeim að takast á við samstarfsstétt sína, sem gekk í störf þeirra, tók aukavaktir og reyndi á allan hátt að draga úr mætti verkfallsins. Viðkvæðið var að óábyrgt væri að heilbrigðisstarfsmaður gengi svo langt að ætla stjórnendum heilbrigðisstofnana að draga úr þjónustu vegna kjarabaráttu. Svo rammt kvað að, að sjúkraliðar áttu víða erfitt með að koma aftur til vinnu, svo mikil var heiftin og andúðin. Í ljósi langvinnra verkfalla fjölda heilbrigðisstétta eru greinilega breyttir tímar og því brýnir Sjúkraliðafélag Íslands sjúkraliða til þess að sýna vinnufélögum sínum fyllsta stuðning. Sjúkraliðafélag Íslands lýsir yfir fullum stuðningi við baráttu þeirra stétta sem berjast fyrir betri kjörum. Sjúkraliðar! Berum virðingu fyrir baráttu annarra. Sýnum þeim virðingu í verki með því að neita að taka að okkur þau störf sem annars er sinnt af þessum stéttum.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar