Átta segja upp vegna niðurbrots í starfi Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 29. maí 2015 10:00 Geislafræðingar sátu fund klukkan tíu í gærmorgun en brugðust skjótt við þegar fregnir af alvarlegu slysi bárust. Vísir/Vilhelm Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp starfi í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræðilegs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjaradeilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verkfalli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hringbraut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venjulega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér í hugarlund álagið. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundruð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags. “ Sigrún segir uppsagnir geislafræðinga kall á hjálp. Stjórnendur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnuálag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi.Á meðan á fundi geislafræðinga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kastað á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slysum sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í magann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræðingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu. Verkfall 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira
Að lágmarki átta geislafræðingar sögðu upp starfi í gær vegna álags í starfi. Sigrún Bjarnadóttir, geislafræðingur á Landspítalanum Fossvogi, er einn þeirra og segir algjört niðurbrot í stéttinni. „Við erum að brotna niður vegna hræðilegs vinnuálags. Við erum bara sprungin núna og í dag eru sjö geislafræðingar búnir að segja upp störfum.“ Geislafræðingar hittust á fundi til að ræða sín mál í húsnæði BHM í Borgartúni í gær. Þar ræddu þeir um álagið, viðhorf stjórnenda á Landspítalanum til geislafræðinga og horfur í kjaradeilu við ríkið. Hún lýsir vinnudegi í verkfalli. „Við erum fjórar á daginn sem vinnum í Fossvogi, á Hringbraut eru þær tvær nema ef það er fengin undanþága. Venjulega erum við að lágmarki tíu í Fossvogi svo fólk getur gert sér í hugarlund álagið. Þrátt fyrir að vera svona undirmannaðar þá gerum við allt að tvö hundruð rannsóknir á dag. Þetta er gríðarlegt álag, stundum þegar við mætum þá er bara krísa og það bíða 30-40 rannsóknir eftir okkur sem þarf að gera strax. Á einu kvöldi eru svo gerðar allt að 70 rannsóknir. Þetta gengur ekki til lengdar, fólk hættir að svara í síma og kemst ekki í vinnu vegna álags. “ Sigrún segir uppsagnir geislafræðinga kall á hjálp. Stjórnendur spítalans hafi ekki hlustað á umkvartanir þeirra um vinnuálag síðustu misseri. „Þetta er neyðarástand, það þarf fleira fólk til vinnu og öðruvísi stjórnun. Það hefur ekki verið hlustað á okkur og nú erum við að detta niður.“Tölvusneiðmyndatæki á Landspítala Fossvogi bilaði í gær á sama tíma og alvarlegt slys varð á Hellissandi.Á meðan á fundi geislafræðinga stóð bárust þeim fréttir af alvarlegu bílslysi á Hellissandi. Váleg tíðindi valda kvíða. „Það var eins og sprengju væri kastað á fundinn. Við erum að taka á móti alvarlegum og ljótum slysum sem er álag í starfi og þegar kringumstæður eru eins og þær eru nú þá er álagið ólýsanlega mikið. Við fáum kvíðahnút í magann við það eitt að heyra í sírenu sjúkrabíls.“ Þrettán geislafræðingar þustu frá fundi, átta þeirra fóru til vinnu í Fossvogi vegna slyssins og fimm á Hringbraut. Þegar þangað var komið kom í ljós að tölvusneiðmyndatæki var bilað og ekki hægt að nota það til að mynda alvarlega áverka. „Þetta er meðal þess sem þarf að laga og við höfum bent á,“ segir Sigrún spurð um bilun í tækinu.
Verkfall 2016 Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fleiri fréttir Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Sjá meira